Þakplötur tóku að fjúka af þaki iðnaðarhússins Kambs á Siglufirði upp úr klukkan sex í morgun og var björgunarsveitin Strákar kölluð út til að hemja fokið.
Þarna gengur á með mjög hvössum vindhviðum og þar sem þakið er orðið veikt fyrir, hefur ekki verið hægt að senda björgunarmenn upp á það, heldur reyna þeir að hemja fokið með köðlum og böndum og tína saman þær plötur, sem þegar eru foknar.
Að sögn björgunarsveitarmanns virðast þær ekki hafa valdið tjóni á bílum eða húsum, en Kambur er norðarlega í bænum, niður undir sjó.
Þakplötur fjúka af iðnaðarhúsi á Siglufirði
