Kraftlyftingarkona drakk ammoníak fyrir slysni 27. nóvember 2012 14:45 Kraftlyftingar. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint. Kona var færð á spítala um helgina eftir að hún drakk fyrir slysni ammoníak á kraftlyftingarmóti sem haldið var á vegum Kraftlyftingarsambandsins í Reykjavík. Konan, sem er á fertugsaldrinum, var sjálf keppandi á mótinu. Hún hafði verið á upphitunarsvæði svokölluðu að bíða eftir að röðin kæmi að henni þegar hún fékk sér sopa úr brúsa sem hún hélt að innihéldi íþróttadrykk. Í ljós kom að brúsinn innihélt ammoníak. Konan kenndi sér samstundis meins, enda afar hættulegt að innbyrða ammoníak. Hringt var á sjúkrabíl sem færði konuna samstundis á spítala og lögreglan kom á vettvang. „Þetta virtist mjög alvarlegt í upphafi," segir Sigurjón Pétursson, formaður Kraftlyftingarsambandsins, en hann bætir við að þetta hafi farið betur en á horfði. Hann viti þó ekki hvort konan beri varanlegan skaða af. Sigurjón útskýrir að lyftingarmenn noti oft nokkurskonar ammoníakhylki sem er brotið og lyftingamaðurinn andar að sér. Slík hylki eru leyfileg og eru hugsuð til þess að auka þrótt lyftingarmannsins tímabundið. Ekki er ljóst hvort ammoníakið sem konan drakk hafi verið samskonar efni sem var blandað við vatn, en efnið er til rannsóknar að sögn Sigurjóns. „Við vitum satt að segja ekki nákvæmlega hvernig þetta atvikaðist," segir Sigurjón en stjórnarfundur verður haldinn í næstu viku og vonar Sigurjón að þá muni málsatvik hafa skýrst. Hann segir að stjórnin muni svo taka ákvörðun eftir að hún hefur skoðað málið. Spurður hvort það séu einhver viðurlög við að hafa ammoníak í vökvaformi, svarar Sigurjón því að ekki sé ljóst nákvæmlega hverskyns efni um sé að ræða, hitt sé grafalvarlegt að hafa svona lagað í ómerktum drykkjarumbúðum. „En við eigum eftir að skoða betur hvaða viðurlög séu við hæfi í svona tilvikum," útskýrir Sigurjón. „Þetta er bara fyrst og fremst ótrúlega leiðinlegt," bætir hann við. Vitað er hver eigandi flöskunnar er. Ekki er ljóst hvaða farveg málið fær innan lögreglunnar. Konan er á batavegi. Hægt er að fræðast betur um eiturefnið á vef Vísindavefsins hér. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Kona var færð á spítala um helgina eftir að hún drakk fyrir slysni ammoníak á kraftlyftingarmóti sem haldið var á vegum Kraftlyftingarsambandsins í Reykjavík. Konan, sem er á fertugsaldrinum, var sjálf keppandi á mótinu. Hún hafði verið á upphitunarsvæði svokölluðu að bíða eftir að röðin kæmi að henni þegar hún fékk sér sopa úr brúsa sem hún hélt að innihéldi íþróttadrykk. Í ljós kom að brúsinn innihélt ammoníak. Konan kenndi sér samstundis meins, enda afar hættulegt að innbyrða ammoníak. Hringt var á sjúkrabíl sem færði konuna samstundis á spítala og lögreglan kom á vettvang. „Þetta virtist mjög alvarlegt í upphafi," segir Sigurjón Pétursson, formaður Kraftlyftingarsambandsins, en hann bætir við að þetta hafi farið betur en á horfði. Hann viti þó ekki hvort konan beri varanlegan skaða af. Sigurjón útskýrir að lyftingarmenn noti oft nokkurskonar ammoníakhylki sem er brotið og lyftingamaðurinn andar að sér. Slík hylki eru leyfileg og eru hugsuð til þess að auka þrótt lyftingarmannsins tímabundið. Ekki er ljóst hvort ammoníakið sem konan drakk hafi verið samskonar efni sem var blandað við vatn, en efnið er til rannsóknar að sögn Sigurjóns. „Við vitum satt að segja ekki nákvæmlega hvernig þetta atvikaðist," segir Sigurjón en stjórnarfundur verður haldinn í næstu viku og vonar Sigurjón að þá muni málsatvik hafa skýrst. Hann segir að stjórnin muni svo taka ákvörðun eftir að hún hefur skoðað málið. Spurður hvort það séu einhver viðurlög við að hafa ammoníak í vökvaformi, svarar Sigurjón því að ekki sé ljóst nákvæmlega hverskyns efni um sé að ræða, hitt sé grafalvarlegt að hafa svona lagað í ómerktum drykkjarumbúðum. „En við eigum eftir að skoða betur hvaða viðurlög séu við hæfi í svona tilvikum," útskýrir Sigurjón. „Þetta er bara fyrst og fremst ótrúlega leiðinlegt," bætir hann við. Vitað er hver eigandi flöskunnar er. Ekki er ljóst hvaða farveg málið fær innan lögreglunnar. Konan er á batavegi. Hægt er að fræðast betur um eiturefnið á vef Vísindavefsins hér.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira