Gat ekki fest son sinn í bílstól vegna ölvunar 27. nóvember 2012 15:50 Myndin er úr safni. Hæstiréttur Íslands gerði Héraðsdómi Reykjavíkur að taka aftur upp og dæma til lausnar ákæruliði gegn föður sem hefur verið ákærður fyrir að stofna lífi og heilsu barns síns í hættu með því að aka ofurölvi með það þegar hann sótti barnið á leikskóla. Héraðsdómur vísaði liðnum frá þar sem hann þótti óskýr. Maðurinn hefur þegar verið dæmdur fyrir að ölvunarakstur þegar hann sótti son sinn á leikskóla í maí árið 2011. Hann var þá dæmdur til þess að greiða 250 þúsund krónur í sekt, ella sæta fangelsi í átján daga. Maðurinn segist hafa drukkið kvöldið áður en hann sótti son sinn, hann hafi verið timbraður umræddan dag. Sjálfur lýsir hann atvikinu þannig að eftir að hafa lagt sig heima hjá sér hafi hann vaknað um klukkan þrjú um daginn. Hafi hann svo farið út í hesthús og gefið hestum sínum. Jafnframt hafi hann fengið sér einn bjór að drekka við timburmönnunum. Um fjögurleytið hafi hann farið að sækja son sinn í leikskólann og ekið með hann heim. Þegar þangað kom, 3 – 4 mínútum síðar, hafi hann fengið sér annan bjór. Hann hafi svo orðið þess áskynja að barnið var sofnað og góð ráð því verið dýr. Hann hafi þá tekið þann kost að drekka 3 eða 4 bjóra í viðbót, enda hafi hann verið máttlaus og illa á sig kominn, eftir gærkvöldið eins og hann lýsir því sjálfur. Þegar hann hafi stigið út úr bílnum hafi lögreglumaður komið þar að. Maðurinn segir um það sem haft er eftir honum í lögregluskýrslunni að hann hafi sagt að hann hefði ekki ekið undir áhrifum áfengis. Starfsfólki leikskólans ber saman um það að áfengisþefur hafi verið af manninum þegar hann kom að sækja barnið og að áfengisáhrif hafi verið greinanleg á honum. Hafi hann verið breyttur í fasi og hreyfingum og skrafhreifnari en venjulega. Þá sögðu þær að hann hafi fengið hjálp hjá einhverjum nærstöddum við að festa barnið í bílstólinn. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur taldi manninn sekan um að aka undir áhrifum áfengis,en hann mældist með yfir 3‰ af áfengi í blóðinu, og er því óhætt að fullyrða að maðurinn hafi verið verulega drukkinn. Dómari sýknaði hann hinsvega af ákæru um að hann hefði stofnað heils og lífi sonar síns í hættu þar sem ákæruliðurinn hafi verið óljós. Því er Hæstiréttur ósammála, manninum sé gefið að sök að hafa stofnað barninu í verulega hættu með því að aka ofurölvi með það að heimili sínu, er héraðsdómi því gert að dæma þann lið ákærunnar. Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Hæstiréttur Íslands gerði Héraðsdómi Reykjavíkur að taka aftur upp og dæma til lausnar ákæruliði gegn föður sem hefur verið ákærður fyrir að stofna lífi og heilsu barns síns í hættu með því að aka ofurölvi með það þegar hann sótti barnið á leikskóla. Héraðsdómur vísaði liðnum frá þar sem hann þótti óskýr. Maðurinn hefur þegar verið dæmdur fyrir að ölvunarakstur þegar hann sótti son sinn á leikskóla í maí árið 2011. Hann var þá dæmdur til þess að greiða 250 þúsund krónur í sekt, ella sæta fangelsi í átján daga. Maðurinn segist hafa drukkið kvöldið áður en hann sótti son sinn, hann hafi verið timbraður umræddan dag. Sjálfur lýsir hann atvikinu þannig að eftir að hafa lagt sig heima hjá sér hafi hann vaknað um klukkan þrjú um daginn. Hafi hann svo farið út í hesthús og gefið hestum sínum. Jafnframt hafi hann fengið sér einn bjór að drekka við timburmönnunum. Um fjögurleytið hafi hann farið að sækja son sinn í leikskólann og ekið með hann heim. Þegar þangað kom, 3 – 4 mínútum síðar, hafi hann fengið sér annan bjór. Hann hafi svo orðið þess áskynja að barnið var sofnað og góð ráð því verið dýr. Hann hafi þá tekið þann kost að drekka 3 eða 4 bjóra í viðbót, enda hafi hann verið máttlaus og illa á sig kominn, eftir gærkvöldið eins og hann lýsir því sjálfur. Þegar hann hafi stigið út úr bílnum hafi lögreglumaður komið þar að. Maðurinn segir um það sem haft er eftir honum í lögregluskýrslunni að hann hafi sagt að hann hefði ekki ekið undir áhrifum áfengis. Starfsfólki leikskólans ber saman um það að áfengisþefur hafi verið af manninum þegar hann kom að sækja barnið og að áfengisáhrif hafi verið greinanleg á honum. Hafi hann verið breyttur í fasi og hreyfingum og skrafhreifnari en venjulega. Þá sögðu þær að hann hafi fengið hjálp hjá einhverjum nærstöddum við að festa barnið í bílstólinn. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur taldi manninn sekan um að aka undir áhrifum áfengis,en hann mældist með yfir 3‰ af áfengi í blóðinu, og er því óhætt að fullyrða að maðurinn hafi verið verulega drukkinn. Dómari sýknaði hann hinsvega af ákæru um að hann hefði stofnað heils og lífi sonar síns í hættu þar sem ákæruliðurinn hafi verið óljós. Því er Hæstiréttur ósammála, manninum sé gefið að sök að hafa stofnað barninu í verulega hættu með því að aka ofurölvi með það að heimili sínu, er héraðsdómi því gert að dæma þann lið ákærunnar.
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira