Gat ekki fest son sinn í bílstól vegna ölvunar 27. nóvember 2012 15:50 Myndin er úr safni. Hæstiréttur Íslands gerði Héraðsdómi Reykjavíkur að taka aftur upp og dæma til lausnar ákæruliði gegn föður sem hefur verið ákærður fyrir að stofna lífi og heilsu barns síns í hættu með því að aka ofurölvi með það þegar hann sótti barnið á leikskóla. Héraðsdómur vísaði liðnum frá þar sem hann þótti óskýr. Maðurinn hefur þegar verið dæmdur fyrir að ölvunarakstur þegar hann sótti son sinn á leikskóla í maí árið 2011. Hann var þá dæmdur til þess að greiða 250 þúsund krónur í sekt, ella sæta fangelsi í átján daga. Maðurinn segist hafa drukkið kvöldið áður en hann sótti son sinn, hann hafi verið timbraður umræddan dag. Sjálfur lýsir hann atvikinu þannig að eftir að hafa lagt sig heima hjá sér hafi hann vaknað um klukkan þrjú um daginn. Hafi hann svo farið út í hesthús og gefið hestum sínum. Jafnframt hafi hann fengið sér einn bjór að drekka við timburmönnunum. Um fjögurleytið hafi hann farið að sækja son sinn í leikskólann og ekið með hann heim. Þegar þangað kom, 3 – 4 mínútum síðar, hafi hann fengið sér annan bjór. Hann hafi svo orðið þess áskynja að barnið var sofnað og góð ráð því verið dýr. Hann hafi þá tekið þann kost að drekka 3 eða 4 bjóra í viðbót, enda hafi hann verið máttlaus og illa á sig kominn, eftir gærkvöldið eins og hann lýsir því sjálfur. Þegar hann hafi stigið út úr bílnum hafi lögreglumaður komið þar að. Maðurinn segir um það sem haft er eftir honum í lögregluskýrslunni að hann hafi sagt að hann hefði ekki ekið undir áhrifum áfengis. Starfsfólki leikskólans ber saman um það að áfengisþefur hafi verið af manninum þegar hann kom að sækja barnið og að áfengisáhrif hafi verið greinanleg á honum. Hafi hann verið breyttur í fasi og hreyfingum og skrafhreifnari en venjulega. Þá sögðu þær að hann hafi fengið hjálp hjá einhverjum nærstöddum við að festa barnið í bílstólinn. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur taldi manninn sekan um að aka undir áhrifum áfengis,en hann mældist með yfir 3‰ af áfengi í blóðinu, og er því óhætt að fullyrða að maðurinn hafi verið verulega drukkinn. Dómari sýknaði hann hinsvega af ákæru um að hann hefði stofnað heils og lífi sonar síns í hættu þar sem ákæruliðurinn hafi verið óljós. Því er Hæstiréttur ósammála, manninum sé gefið að sök að hafa stofnað barninu í verulega hættu með því að aka ofurölvi með það að heimili sínu, er héraðsdómi því gert að dæma þann lið ákærunnar. Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Hæstiréttur Íslands gerði Héraðsdómi Reykjavíkur að taka aftur upp og dæma til lausnar ákæruliði gegn föður sem hefur verið ákærður fyrir að stofna lífi og heilsu barns síns í hættu með því að aka ofurölvi með það þegar hann sótti barnið á leikskóla. Héraðsdómur vísaði liðnum frá þar sem hann þótti óskýr. Maðurinn hefur þegar verið dæmdur fyrir að ölvunarakstur þegar hann sótti son sinn á leikskóla í maí árið 2011. Hann var þá dæmdur til þess að greiða 250 þúsund krónur í sekt, ella sæta fangelsi í átján daga. Maðurinn segist hafa drukkið kvöldið áður en hann sótti son sinn, hann hafi verið timbraður umræddan dag. Sjálfur lýsir hann atvikinu þannig að eftir að hafa lagt sig heima hjá sér hafi hann vaknað um klukkan þrjú um daginn. Hafi hann svo farið út í hesthús og gefið hestum sínum. Jafnframt hafi hann fengið sér einn bjór að drekka við timburmönnunum. Um fjögurleytið hafi hann farið að sækja son sinn í leikskólann og ekið með hann heim. Þegar þangað kom, 3 – 4 mínútum síðar, hafi hann fengið sér annan bjór. Hann hafi svo orðið þess áskynja að barnið var sofnað og góð ráð því verið dýr. Hann hafi þá tekið þann kost að drekka 3 eða 4 bjóra í viðbót, enda hafi hann verið máttlaus og illa á sig kominn, eftir gærkvöldið eins og hann lýsir því sjálfur. Þegar hann hafi stigið út úr bílnum hafi lögreglumaður komið þar að. Maðurinn segir um það sem haft er eftir honum í lögregluskýrslunni að hann hafi sagt að hann hefði ekki ekið undir áhrifum áfengis. Starfsfólki leikskólans ber saman um það að áfengisþefur hafi verið af manninum þegar hann kom að sækja barnið og að áfengisáhrif hafi verið greinanleg á honum. Hafi hann verið breyttur í fasi og hreyfingum og skrafhreifnari en venjulega. Þá sögðu þær að hann hafi fengið hjálp hjá einhverjum nærstöddum við að festa barnið í bílstólinn. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur taldi manninn sekan um að aka undir áhrifum áfengis,en hann mældist með yfir 3‰ af áfengi í blóðinu, og er því óhætt að fullyrða að maðurinn hafi verið verulega drukkinn. Dómari sýknaði hann hinsvega af ákæru um að hann hefði stofnað heils og lífi sonar síns í hættu þar sem ákæruliðurinn hafi verið óljós. Því er Hæstiréttur ósammála, manninum sé gefið að sök að hafa stofnað barninu í verulega hættu með því að aka ofurölvi með það að heimili sínu, er héraðsdómi því gert að dæma þann lið ákærunnar.
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira