Fleiri fréttir Flúor ekki yfir hámörkum Upplýsingar frá Alcoa Fjarðaáli til Matvælastofnunar sýna að magn flúors í heyi í Reyðarfirði var í öllum tilfellum undir hámarksgildum. Í tveimur mælingum af sautján reyndist magn flúors yfir mörkum fyrir mjólkandi kýr. 23.10.2012 07:30 Verulega dregur úr starfsemi sómalskra sjóræningja Verulega hefur dregið úr starfsemi sjóræningja undan ströndum Sómalíu það sem af er þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. 23.10.2012 07:15 Átján ára í átján mánaða fangelsi Átján ára unglingspiltur hefur verið dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og íkveikju. Tveir aðrir, 25 og 24 ára, sem einnig voru ákærðir, voru dæmdir til fjögurra og sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir frelsissviptingu og umferðarlagabrot. Þeir voru hins vegar sýknaðir af ákæru um líkamsárás. 23.10.2012 07:00 Innbrot í verslun við Langholtsveg Tilkynnt var um innbrot í verslun við Langholtsveg í Reykjavík í nótt og sást til tveggja manna hlaupa af vettvangi. Þeir komust undan og er verið að kanna hvort, eða hverju var stolið. 23.10.2012 06:59 Sá sem braust inn á lögreglustöð er laus úr haldi Manni, sem braust inn í lögreglustöðina á Ísafirði í fyrrinótt, stal þaðan lögreglubíl og ruddist inn í íbúðarhús, var látinn laus að yfirheyrslum loknum í gærkvöldi. 23.10.2012 06:57 Bráðsmitandi veiruskita í kúm á Suðurlandi Veiruskita í kúm geysar nú á Suðurlandi, enda bráðsmitandi, samkvæmt vef Matvælastofnunar. 23.10.2012 06:55 Handtóku dópaðan ökumann á stolnum bíl Lögregla tók ökumann úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í nótt, grunaðan um fíkniefnaakstur og reyndist hann auk þess hafa stolið bílnum. 23.10.2012 06:53 Stór jarðskjálfti norðaustur af Gjögurtá Jarðskjálfti upp á 4,5 stig varð 25 kílómetra norðaustur af Gjögurtá, við austanvert mynni Eyjafjarðar um klukkan hálf sex í morgun eftir að tveir skjálftar upp á tæp þrjú stig, höfðu mælst þar skömmu áður. 23.10.2012 06:50 Rannsaka stuld á stórri gröfu á Ísafirði Lögreglan á Ísafirði rannsakar nú hver var að verki þegar stórri gröfu var stolið af byggingasvæði nýs öldrunarheimilis að Torfnesi og ekið að verslunarkjarnanum Neista aðfararnótt sunnudags. 23.10.2012 06:48 Trúverðugleiki og orðspor BBC er í tætlum Trúverðugleiki og orðspor hinnar virtu bresku sjónvarpsstöðvar BBC er í tætlum. 23.10.2012 06:45 Niðurstöðu um loftrýmisgæslu ekki að vænta í bráð Ekki er að vænta niðurstöðu um hvort Svíþjóð og Finnland taki þátt í loftrýmisgæslu yfir Íslandi fyrr en eftir nokkrar vikur. 23.10.2012 06:40 Obama sigraði í síðustu kappræðunum Barack Obama Bandaríkjaforseti stóð uppi sem sigurvegari í síðustu kappræðum hans og Mitt Romney í gærkvöldi. 23.10.2012 06:30 Stundvísasta félag Evrópu Icelandair var stundvísast allra evrópskra flugfélaga sem eru í AEA, Evrópusambandi flugfélaga, í alþjóðaflugi í september. 23.10.2012 06:15 Alls 179 utangarðs í Reykjavík Kortlagning velferðarsviðs Reykjavíkurborgar á fjölda og högum utangarðsfólks sýnir að í Reykjavík teljast 112 karlar og 64 konur heimilislaus eða utangarðs. Alls fylla þennan hóp 179 manns, en í rannsókninni kemur ekki fram kyn þriggja einstaklinga. 23.10.2012 06:00 Aðalmeðferðinni á að ljúka í dag Síðdegis í dag á að ljúka aðalmeðferð sem hófst í gærmorgun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sérstaks saksóknara gegn Aroni Pétri Karlssyni kaupsýslumanni. 23.10.2012 06:00 Ræða sundlaug og hjólabrú Borgarráð Reykjavíkur og bæjarráð Kópavogs hafa skipað fulltrúa í tvo starfshópa sem fjalla eiga um sundlaug í Fossvogsdal og gerð hjóla- og göngubrúar yfir Fossvog. 23.10.2012 06:00 Ætlar aftur út að hlaupa í dag Tékkneska blaðamanninum René Kujan var ákaft fagnað í Elliðaárdalnum í gær þegar hann lauk tæplega 1.300 kílómetra hlaupi sínu umhverfis landið á þrjátíu dögum. Kujan hljóp rúmlega maraþon á hverjum degi og er fyrsti maðurinn til að hlaupa hringinn í kringum Ísland. 23.10.2012 05:30 Umdeildar nafnabirtingar í nasistabók Ný bók um Norðmenn og seinni heimsstyrjöldina hefur vakið mikið umtal. Í bókinni, sem ber heitið Miskunnarlausu Norðmennirnir, nafngreinir höfundurinn Eirik Veum hundruð manna sem tengdust ríkislögreglunni, sem vann með herliði nasista á hernámsárunum 1940 til 1945. 23.10.2012 02:00 Olíurisi verður enn þá stærri Rússneski olíurisinn Rosneft hefur samið um kaup á helmingshlut breska olíurisans BP í olíufyrirtækinu TNK-BP, sem er eitt af stærstu olíufyrirtækjum Rússlands. Rosneft kaupir jafnframt hinn helminginn í TNK-BP af rússneskum auðkýfingum. 23.10.2012 01:00 Herinn í Gvatemala látinn sæta ábyrgð Síðustu vikur hafa vakið von um að Otto Perez Molina, forseti í Gvatemala, ætli sér að standa við loforð um að gerðar verði umbætur í mannréttindamálum í landinu. 23.10.2012 00:00 Kappræður í beinni - gríðarlega mjótt á mununum Það er óhætt að segja að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum séu orðnar verulega spennandi. Hægt verður að fylgjast með kappræðum Barack Obama og Mitt Romney í beinni á Vísi í kvöld. 22.10.2012 23:12 Átök á mili Vítisengla og Útlaga - mikill titringur vegna málsins Átök urðu á milli meðlima vélhjólagengjanna Hells Angels og Outlaws um helgina og ríkir töluverður titringur í báðum herbúðum vegna málsins samkvæmt heimildum Vísis. Meðlimur Vítisenglanna skallaði meðlim Outlaws í andlitið á bifvélaverkstæði um helgina. Ástæðan var sú að sá sem var skallaður var klæddur í peysu merktri Outlaws. Vítisengillinn, sem var með nokkrum félögum úr klúbbnum, skipaði þá Útlaganum að klæða sig úr peysunni. Þegar sá neitaði skallaði Vítisengillinn Útlagann í andlitið. Félagi Vítisengilsins skarst þá í leikinn og kom í veg fyrir frekari átök. 22.10.2012 22:00 Sigurður Líndal harðorður: Veruleikafirring eða spilling? "Mér finnst hálfgerð pólitísk ólykt af þessu,“ sagði Sigurður Líndal lagaprófessor í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, en hann skrifaði í dag grein þar sem hann gagnrýndi þjóðaratkvæðagreiðsluna um tillögur stjórnlagaráðsins harðlega. 22.10.2012 21:30 Margmilljóna stóðhestur fluttur úr landi Einn verðmætasti stóðhestur landsins, Álfur frá Selfossi, yfirgaf landið í dag og hélt til Noregs þar sem eigandi hans er búsettur. 22.10.2012 21:00 Notar eigin verðlaunapumpu en gefur ekkert upp um sentímetra Íslenskt hugvit vekur enn á ný heimsathygli, nú fyrir hönnun á hjálpartæki ástarlífsins fyrir karlmenn. Tækið var sett á markað í sumar og selst víst eins og heitar lummur. 22.10.2012 20:30 Skjálftinn gæti orðið af stærri gerðinni Skjálftahrinan út af Norðurlandi er enn í fullum gangi en með vægari kippum en í gær. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir að hrinan geti komið af stað stærri atburði og brýnt sé að taka upp strangari vöktun. Þannig megi sjá fyrir stóran skjálfta. Fyrir norðan er fólki brugðið og þótt jarðskjálftafræðingurinn segi ekkert benda til að meira sé yfirvofandi telur hann hrinuna geta hrundið af stað atburðarás sem leiði til stórs skjálfta. 22.10.2012 19:45 Keyptu og seldu gjaldeyri á Lækjartorgi - lögreglan fylgdist með úr fjarska Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, keypti gjaldeyri á Lækjartorgi í dag fyrir krónur. Samkvæmt tilkynningu frá SUS þá komu margir með gjaldeyri og keyptu íslenskar krónur af Heimdellingum. 22.10.2012 19:41 Bjartsýn á að umræðu ljúki fyrir jól - ekki yfir miklu að þumbast Þingið hefur fengið skýr skilaboð um að auðlindir skuli í þjóðareign, segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir ekkert því til fyrirstöðu að ljúka fyrstu umræðu um breytingar á stjórnaskránni, fyrir jól. 22.10.2012 18:43 Lýsing segir dóminn ekki eiga við sig - Helgi vill frekari svör Lýsing telur að dómur Hæstaréttar á fimmtudag um gengistryggð lán eigi ekki við um sitt lánasafn og mun því ekki ráðast í endurútreikninga. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir Lýsingu þurfa að útskýra þá afstöðu nánar og hefur kallað forsvarsmenn fyrirtækisins aftur á fund nefndarinnar ásamt lögfræðingum. 22.10.2012 18:26 Barist við Lúpínu í Þórsmörk - best að efla birkiskóginn Tilraun til þess að stemma stigu við útbreiðslu Lúpínunnar í Þórsmörk með eitri árið 2009 mistókst gjörsamlega að sögn Svandísar Svavarsdóttur, umhverfis- og auðlindarráðherra. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Unnar Brá Konráðsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag, um aðgerðir sem hafa verið gripið til þess að hefta útbreiðslu þessarar lífseigu plöntu í Þórsmörk. 22.10.2012 17:51 Hríseyingar hvattir til að spenna beltin Hverfisráð Hríseyjar hefur áhyggjur af umferðarmenningunni á staðnum. Var málið sérstaklega rætt á síðasta fundi nefndarinnar. Ákveðið var að senda áskorun til íbúa og gesta um að virða umferðarlög og reglur. 22.10.2012 17:41 Fréttir á Gull Bylgjunni Fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar, Vísis og Stöðvar 2 hljóma nú einnig á Gull Bylgjunni. Gull Bylgjan á marga dygga hlustendur sem njóta þess að hlusta á „þessi gömlu góðu" sem hljóma þar allan sólarhringinn. Nú hefur þjónusta við hlustendur stöðvarinnar verið stórbætt því þar hljóma nú fréttir frá klukkan sjö á morgnanna til klukkan fimm síðdegis. 22.10.2012 17:05 Jóhanna gefur fimleikastúlkum fimm milljónir Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita Fimleikasambandi Íslands fimm milljóna króna styrk af ráðstöfunarfé sínu, til áframhaldandi uppbyggingarstarfs. Þetta er gert í viðurkenningarskyni fyrir glæsilegan árangur kvenna- og stúlknalandsliða Íslands á Evrópumótinu í hópfimleikum, þar sem bæði liðin unnu til gullverðlauna. 22.10.2012 16:47 Sex ára fangelsi fyrir að spá ekki fyrir um jarðskjálfta Sex ítalskir vísindamenn og einn fyrrverandi embættismaður voru í dag dæmdir í sex ára fangelsi fyrir að hafa brugðist almenningi og ekki varað við yfirvofandi jarðskjálfta. 22.10.2012 16:33 Borgari kyrrsetti ölvaðan ökuþór Húsráðandi í Reykjanesbæ kyrrsetti ölvaðan ökuþór þar til lögreglan á Suðurnesjum kom á vettvang í nótt. 22.10.2012 16:00 Vilja hækka hámarkshraða á Reykjanesbraut Æskilegt er að hækka hámarkshraða á Reykjanesbraut upp í 110 kílómetra á klukkustund til langs tíma litið, sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á Alþingi í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hann út í málið. Ögmundur sagði þó að ekki væri tímabært að gera þessa breytingu núna því að skilyrði væru ekki uppfyllt. 22.10.2012 15:59 Ráðist á forsætisráðherra Finnlands Karlmaður réðst á Jyrki Katainen, forsætisráðherra Finnlands, í Åbo í dag og reyndi að stinga hann með hnífi. Katainen slapp ómeiddur úr árásinni. Það voru lífverðir forsætisráðherrans sem gripu inn í og komu í veg fyrir að árásarmanninum tækist að vinna honum mein. Maðurinn var fluttur burt í handjárnum 22.10.2012 15:10 Tíbeti kveikti í sér Tíbeskur karlmaður á miðjum aldri bar eld að eigin skinni í klaustri í norðvesturhluta Kína í dag. 22.10.2012 15:07 Elsti eftirlifandi Auschwitz látinn Pólverjinn Antoni Dobrowlski lést í gær, 108 ára að aldri. Hann var elstur eftirlifenda úr Auschwitz-útrýmingarbúðunum. 22.10.2012 14:49 Sagðist vera grískur ferðamaður Á föstudag var karlmaður stöðvaður við komuna til landsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, en hann framvísaði fölsuðum skilríkjum. Maðurinn, sem var að koma frá Kaupmannahöfn, framvísaði grísku ferðaskilríki, sem lögreglumenn sáu að átt hafði verið við. Hann var færður á lögreglustöð, þar sem hann viðurkenndi að hann væri alls ekki grískur heldur annarar þjóðar. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. 22.10.2012 14:47 Um 180 utangarðsmenn í Reykjavík Alls teljast 179 einstaklingar utangarðs, eða án heimilis samkvæmt nýrri skýrslu sem unnin var fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Þessir einstaklingar hafa leitað til ýmissa annarra stofnana og félagasamtaka eftir þjónustu og stuðningi. Í skýrslunni kemur fram að utangarðsfólk er almennt ánægt með þá þjónustu sem fyrir hendi er þó flestum finnist vanta sólarhringsúrrræði. 22.10.2012 14:38 Hættir í bæjarstjórn Árborgar og segir sig úr Sjálfstæðisflokknum Elfa Dögg Þórðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Árborg hefur ákveðið að hætta í bæjarstjórn og segja sig líka úr Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn er með hreinan meirihluta í Árborg. Hún hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna málsins. 22.10.2012 14:26 Verdi á fjölunum - Keppast um hylli hefðarkonu Sígaunasonur og greifi keppast um hylli fagrar hefðarkonu í einu frægasta óperuverki Verdis, Il trovatore, sem nú er á fjölum íslensku óperunnar. Hugrún Halldórsdóttir og Baldur Hrafnkell myndatökumaður fóru í gær á frumsýningu óperunnar átakanlegu. 22.10.2012 13:34 Fá leitarskanna sem var notaður á Ólympíuleikunum Fangelsið á Litla Hrauni hefur fjárfest í notuðum leitarskanna frá Ólympíuleikunum í London í sumar, sem starfsmenn og gestir þurfa að ganga í gegnum á leið sinni inn í fangelsið. Öryggismál hafa verið í ólestri á Litla Hrauni vegna fjárskorts enda segir forstöðumaður fangelsins að öryggismálin hafa verið keyrð á sveitamennskunni hingað til. 22.10.2012 12:23 Þriðju kappræður forsetaframbjóðendanna í beinni á Vísi Vísir sýnir beint frá þriðju og síðustu kappræðum Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, og Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, sem fram fara klukkan eitt í Flórída í nótt. 22.10.2012 12:16 Sjá næstu 50 fréttir
Flúor ekki yfir hámörkum Upplýsingar frá Alcoa Fjarðaáli til Matvælastofnunar sýna að magn flúors í heyi í Reyðarfirði var í öllum tilfellum undir hámarksgildum. Í tveimur mælingum af sautján reyndist magn flúors yfir mörkum fyrir mjólkandi kýr. 23.10.2012 07:30
Verulega dregur úr starfsemi sómalskra sjóræningja Verulega hefur dregið úr starfsemi sjóræningja undan ströndum Sómalíu það sem af er þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. 23.10.2012 07:15
Átján ára í átján mánaða fangelsi Átján ára unglingspiltur hefur verið dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og íkveikju. Tveir aðrir, 25 og 24 ára, sem einnig voru ákærðir, voru dæmdir til fjögurra og sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir frelsissviptingu og umferðarlagabrot. Þeir voru hins vegar sýknaðir af ákæru um líkamsárás. 23.10.2012 07:00
Innbrot í verslun við Langholtsveg Tilkynnt var um innbrot í verslun við Langholtsveg í Reykjavík í nótt og sást til tveggja manna hlaupa af vettvangi. Þeir komust undan og er verið að kanna hvort, eða hverju var stolið. 23.10.2012 06:59
Sá sem braust inn á lögreglustöð er laus úr haldi Manni, sem braust inn í lögreglustöðina á Ísafirði í fyrrinótt, stal þaðan lögreglubíl og ruddist inn í íbúðarhús, var látinn laus að yfirheyrslum loknum í gærkvöldi. 23.10.2012 06:57
Bráðsmitandi veiruskita í kúm á Suðurlandi Veiruskita í kúm geysar nú á Suðurlandi, enda bráðsmitandi, samkvæmt vef Matvælastofnunar. 23.10.2012 06:55
Handtóku dópaðan ökumann á stolnum bíl Lögregla tók ökumann úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í nótt, grunaðan um fíkniefnaakstur og reyndist hann auk þess hafa stolið bílnum. 23.10.2012 06:53
Stór jarðskjálfti norðaustur af Gjögurtá Jarðskjálfti upp á 4,5 stig varð 25 kílómetra norðaustur af Gjögurtá, við austanvert mynni Eyjafjarðar um klukkan hálf sex í morgun eftir að tveir skjálftar upp á tæp þrjú stig, höfðu mælst þar skömmu áður. 23.10.2012 06:50
Rannsaka stuld á stórri gröfu á Ísafirði Lögreglan á Ísafirði rannsakar nú hver var að verki þegar stórri gröfu var stolið af byggingasvæði nýs öldrunarheimilis að Torfnesi og ekið að verslunarkjarnanum Neista aðfararnótt sunnudags. 23.10.2012 06:48
Trúverðugleiki og orðspor BBC er í tætlum Trúverðugleiki og orðspor hinnar virtu bresku sjónvarpsstöðvar BBC er í tætlum. 23.10.2012 06:45
Niðurstöðu um loftrýmisgæslu ekki að vænta í bráð Ekki er að vænta niðurstöðu um hvort Svíþjóð og Finnland taki þátt í loftrýmisgæslu yfir Íslandi fyrr en eftir nokkrar vikur. 23.10.2012 06:40
Obama sigraði í síðustu kappræðunum Barack Obama Bandaríkjaforseti stóð uppi sem sigurvegari í síðustu kappræðum hans og Mitt Romney í gærkvöldi. 23.10.2012 06:30
Stundvísasta félag Evrópu Icelandair var stundvísast allra evrópskra flugfélaga sem eru í AEA, Evrópusambandi flugfélaga, í alþjóðaflugi í september. 23.10.2012 06:15
Alls 179 utangarðs í Reykjavík Kortlagning velferðarsviðs Reykjavíkurborgar á fjölda og högum utangarðsfólks sýnir að í Reykjavík teljast 112 karlar og 64 konur heimilislaus eða utangarðs. Alls fylla þennan hóp 179 manns, en í rannsókninni kemur ekki fram kyn þriggja einstaklinga. 23.10.2012 06:00
Aðalmeðferðinni á að ljúka í dag Síðdegis í dag á að ljúka aðalmeðferð sem hófst í gærmorgun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sérstaks saksóknara gegn Aroni Pétri Karlssyni kaupsýslumanni. 23.10.2012 06:00
Ræða sundlaug og hjólabrú Borgarráð Reykjavíkur og bæjarráð Kópavogs hafa skipað fulltrúa í tvo starfshópa sem fjalla eiga um sundlaug í Fossvogsdal og gerð hjóla- og göngubrúar yfir Fossvog. 23.10.2012 06:00
Ætlar aftur út að hlaupa í dag Tékkneska blaðamanninum René Kujan var ákaft fagnað í Elliðaárdalnum í gær þegar hann lauk tæplega 1.300 kílómetra hlaupi sínu umhverfis landið á þrjátíu dögum. Kujan hljóp rúmlega maraþon á hverjum degi og er fyrsti maðurinn til að hlaupa hringinn í kringum Ísland. 23.10.2012 05:30
Umdeildar nafnabirtingar í nasistabók Ný bók um Norðmenn og seinni heimsstyrjöldina hefur vakið mikið umtal. Í bókinni, sem ber heitið Miskunnarlausu Norðmennirnir, nafngreinir höfundurinn Eirik Veum hundruð manna sem tengdust ríkislögreglunni, sem vann með herliði nasista á hernámsárunum 1940 til 1945. 23.10.2012 02:00
Olíurisi verður enn þá stærri Rússneski olíurisinn Rosneft hefur samið um kaup á helmingshlut breska olíurisans BP í olíufyrirtækinu TNK-BP, sem er eitt af stærstu olíufyrirtækjum Rússlands. Rosneft kaupir jafnframt hinn helminginn í TNK-BP af rússneskum auðkýfingum. 23.10.2012 01:00
Herinn í Gvatemala látinn sæta ábyrgð Síðustu vikur hafa vakið von um að Otto Perez Molina, forseti í Gvatemala, ætli sér að standa við loforð um að gerðar verði umbætur í mannréttindamálum í landinu. 23.10.2012 00:00
Kappræður í beinni - gríðarlega mjótt á mununum Það er óhætt að segja að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum séu orðnar verulega spennandi. Hægt verður að fylgjast með kappræðum Barack Obama og Mitt Romney í beinni á Vísi í kvöld. 22.10.2012 23:12
Átök á mili Vítisengla og Útlaga - mikill titringur vegna málsins Átök urðu á milli meðlima vélhjólagengjanna Hells Angels og Outlaws um helgina og ríkir töluverður titringur í báðum herbúðum vegna málsins samkvæmt heimildum Vísis. Meðlimur Vítisenglanna skallaði meðlim Outlaws í andlitið á bifvélaverkstæði um helgina. Ástæðan var sú að sá sem var skallaður var klæddur í peysu merktri Outlaws. Vítisengillinn, sem var með nokkrum félögum úr klúbbnum, skipaði þá Útlaganum að klæða sig úr peysunni. Þegar sá neitaði skallaði Vítisengillinn Útlagann í andlitið. Félagi Vítisengilsins skarst þá í leikinn og kom í veg fyrir frekari átök. 22.10.2012 22:00
Sigurður Líndal harðorður: Veruleikafirring eða spilling? "Mér finnst hálfgerð pólitísk ólykt af þessu,“ sagði Sigurður Líndal lagaprófessor í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, en hann skrifaði í dag grein þar sem hann gagnrýndi þjóðaratkvæðagreiðsluna um tillögur stjórnlagaráðsins harðlega. 22.10.2012 21:30
Margmilljóna stóðhestur fluttur úr landi Einn verðmætasti stóðhestur landsins, Álfur frá Selfossi, yfirgaf landið í dag og hélt til Noregs þar sem eigandi hans er búsettur. 22.10.2012 21:00
Notar eigin verðlaunapumpu en gefur ekkert upp um sentímetra Íslenskt hugvit vekur enn á ný heimsathygli, nú fyrir hönnun á hjálpartæki ástarlífsins fyrir karlmenn. Tækið var sett á markað í sumar og selst víst eins og heitar lummur. 22.10.2012 20:30
Skjálftinn gæti orðið af stærri gerðinni Skjálftahrinan út af Norðurlandi er enn í fullum gangi en með vægari kippum en í gær. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir að hrinan geti komið af stað stærri atburði og brýnt sé að taka upp strangari vöktun. Þannig megi sjá fyrir stóran skjálfta. Fyrir norðan er fólki brugðið og þótt jarðskjálftafræðingurinn segi ekkert benda til að meira sé yfirvofandi telur hann hrinuna geta hrundið af stað atburðarás sem leiði til stórs skjálfta. 22.10.2012 19:45
Keyptu og seldu gjaldeyri á Lækjartorgi - lögreglan fylgdist með úr fjarska Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, keypti gjaldeyri á Lækjartorgi í dag fyrir krónur. Samkvæmt tilkynningu frá SUS þá komu margir með gjaldeyri og keyptu íslenskar krónur af Heimdellingum. 22.10.2012 19:41
Bjartsýn á að umræðu ljúki fyrir jól - ekki yfir miklu að þumbast Þingið hefur fengið skýr skilaboð um að auðlindir skuli í þjóðareign, segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir ekkert því til fyrirstöðu að ljúka fyrstu umræðu um breytingar á stjórnaskránni, fyrir jól. 22.10.2012 18:43
Lýsing segir dóminn ekki eiga við sig - Helgi vill frekari svör Lýsing telur að dómur Hæstaréttar á fimmtudag um gengistryggð lán eigi ekki við um sitt lánasafn og mun því ekki ráðast í endurútreikninga. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir Lýsingu þurfa að útskýra þá afstöðu nánar og hefur kallað forsvarsmenn fyrirtækisins aftur á fund nefndarinnar ásamt lögfræðingum. 22.10.2012 18:26
Barist við Lúpínu í Þórsmörk - best að efla birkiskóginn Tilraun til þess að stemma stigu við útbreiðslu Lúpínunnar í Þórsmörk með eitri árið 2009 mistókst gjörsamlega að sögn Svandísar Svavarsdóttur, umhverfis- og auðlindarráðherra. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Unnar Brá Konráðsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag, um aðgerðir sem hafa verið gripið til þess að hefta útbreiðslu þessarar lífseigu plöntu í Þórsmörk. 22.10.2012 17:51
Hríseyingar hvattir til að spenna beltin Hverfisráð Hríseyjar hefur áhyggjur af umferðarmenningunni á staðnum. Var málið sérstaklega rætt á síðasta fundi nefndarinnar. Ákveðið var að senda áskorun til íbúa og gesta um að virða umferðarlög og reglur. 22.10.2012 17:41
Fréttir á Gull Bylgjunni Fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar, Vísis og Stöðvar 2 hljóma nú einnig á Gull Bylgjunni. Gull Bylgjan á marga dygga hlustendur sem njóta þess að hlusta á „þessi gömlu góðu" sem hljóma þar allan sólarhringinn. Nú hefur þjónusta við hlustendur stöðvarinnar verið stórbætt því þar hljóma nú fréttir frá klukkan sjö á morgnanna til klukkan fimm síðdegis. 22.10.2012 17:05
Jóhanna gefur fimleikastúlkum fimm milljónir Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita Fimleikasambandi Íslands fimm milljóna króna styrk af ráðstöfunarfé sínu, til áframhaldandi uppbyggingarstarfs. Þetta er gert í viðurkenningarskyni fyrir glæsilegan árangur kvenna- og stúlknalandsliða Íslands á Evrópumótinu í hópfimleikum, þar sem bæði liðin unnu til gullverðlauna. 22.10.2012 16:47
Sex ára fangelsi fyrir að spá ekki fyrir um jarðskjálfta Sex ítalskir vísindamenn og einn fyrrverandi embættismaður voru í dag dæmdir í sex ára fangelsi fyrir að hafa brugðist almenningi og ekki varað við yfirvofandi jarðskjálfta. 22.10.2012 16:33
Borgari kyrrsetti ölvaðan ökuþór Húsráðandi í Reykjanesbæ kyrrsetti ölvaðan ökuþór þar til lögreglan á Suðurnesjum kom á vettvang í nótt. 22.10.2012 16:00
Vilja hækka hámarkshraða á Reykjanesbraut Æskilegt er að hækka hámarkshraða á Reykjanesbraut upp í 110 kílómetra á klukkustund til langs tíma litið, sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á Alþingi í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hann út í málið. Ögmundur sagði þó að ekki væri tímabært að gera þessa breytingu núna því að skilyrði væru ekki uppfyllt. 22.10.2012 15:59
Ráðist á forsætisráðherra Finnlands Karlmaður réðst á Jyrki Katainen, forsætisráðherra Finnlands, í Åbo í dag og reyndi að stinga hann með hnífi. Katainen slapp ómeiddur úr árásinni. Það voru lífverðir forsætisráðherrans sem gripu inn í og komu í veg fyrir að árásarmanninum tækist að vinna honum mein. Maðurinn var fluttur burt í handjárnum 22.10.2012 15:10
Tíbeti kveikti í sér Tíbeskur karlmaður á miðjum aldri bar eld að eigin skinni í klaustri í norðvesturhluta Kína í dag. 22.10.2012 15:07
Elsti eftirlifandi Auschwitz látinn Pólverjinn Antoni Dobrowlski lést í gær, 108 ára að aldri. Hann var elstur eftirlifenda úr Auschwitz-útrýmingarbúðunum. 22.10.2012 14:49
Sagðist vera grískur ferðamaður Á föstudag var karlmaður stöðvaður við komuna til landsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, en hann framvísaði fölsuðum skilríkjum. Maðurinn, sem var að koma frá Kaupmannahöfn, framvísaði grísku ferðaskilríki, sem lögreglumenn sáu að átt hafði verið við. Hann var færður á lögreglustöð, þar sem hann viðurkenndi að hann væri alls ekki grískur heldur annarar þjóðar. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. 22.10.2012 14:47
Um 180 utangarðsmenn í Reykjavík Alls teljast 179 einstaklingar utangarðs, eða án heimilis samkvæmt nýrri skýrslu sem unnin var fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Þessir einstaklingar hafa leitað til ýmissa annarra stofnana og félagasamtaka eftir þjónustu og stuðningi. Í skýrslunni kemur fram að utangarðsfólk er almennt ánægt með þá þjónustu sem fyrir hendi er þó flestum finnist vanta sólarhringsúrrræði. 22.10.2012 14:38
Hættir í bæjarstjórn Árborgar og segir sig úr Sjálfstæðisflokknum Elfa Dögg Þórðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Árborg hefur ákveðið að hætta í bæjarstjórn og segja sig líka úr Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn er með hreinan meirihluta í Árborg. Hún hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna málsins. 22.10.2012 14:26
Verdi á fjölunum - Keppast um hylli hefðarkonu Sígaunasonur og greifi keppast um hylli fagrar hefðarkonu í einu frægasta óperuverki Verdis, Il trovatore, sem nú er á fjölum íslensku óperunnar. Hugrún Halldórsdóttir og Baldur Hrafnkell myndatökumaður fóru í gær á frumsýningu óperunnar átakanlegu. 22.10.2012 13:34
Fá leitarskanna sem var notaður á Ólympíuleikunum Fangelsið á Litla Hrauni hefur fjárfest í notuðum leitarskanna frá Ólympíuleikunum í London í sumar, sem starfsmenn og gestir þurfa að ganga í gegnum á leið sinni inn í fangelsið. Öryggismál hafa verið í ólestri á Litla Hrauni vegna fjárskorts enda segir forstöðumaður fangelsins að öryggismálin hafa verið keyrð á sveitamennskunni hingað til. 22.10.2012 12:23
Þriðju kappræður forsetaframbjóðendanna í beinni á Vísi Vísir sýnir beint frá þriðju og síðustu kappræðum Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, og Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, sem fram fara klukkan eitt í Flórída í nótt. 22.10.2012 12:16