Innlent

Um 180 utangarðsmenn í Reykjavík

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Heimilislausir þurfa að hafast við í margvíslegum aðstæðum.
Heimilislausir þurfa að hafast við í margvíslegum aðstæðum.
Alls teljast 179 einstaklingar utangarðs, eða án heimilis samkvæmt nýrri skýrslu sem unnin var fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Þessir einstaklingar hafa leitað til ýmissa annarra stofnana og félagasamtaka eftir þjónustu og stuðningi. Í skýrslunni kemur fram að utangarðsfólk er almennt ánægt með þá þjónustu sem fyrir hendi er þó flestum finnist vanta sólarhringsúrrræði.

Karlar voru í meirihluta eða 62,56%. Flestir voru á aldrinum 21-30 ára eða 24% og 22,3% voru á aldrinum 51-60 ára. Dreifing á aldrinum 31-40 og 41-50 var nokkuð jöfn eða 20,1% og 19,6%. Yngsti útigangsmaðurinn var 18 ára og sá elsti 75 ára. Þeir sem voru sagðir vera heimilislausir og/eða utangarðs í meira en tvö ár voru 38% af heildarfjölda, þar af voru 29 búsettir í langtímabúsetuúrræði. Þrátt fyrir að sumir fái langtímabúsetuúrræði falla þessir einstaklingar undir utangarðsfólk. Áfengisvandi og annar vímuefnavandi var talin helsta orsök þess að viðkomandi einstaklingar voru utangarðs og/eða heimilislausir, hvort heldur konur eða karlar.

Fram kemur í tilkynningu á vegum borgarinnar að stefna velferðarsviðs Reykjavíkurborgar í málefnum utangarðsfólks er nú í endurskoðun og er starfshópur að móta stefnu til næstu fjögurra ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×