Innlent

Niðurstöðu um loftrýmisgæslu ekki að vænta í bráð

Ekki er að vænta niðurstöðu um hvort Svíþjóð og Finnland taki þátt í loftrýmisgæslu yfir Íslandi fyrr en eftir nokkrar vikur.

Þetta kom fram í viðtali finnsku sjónvarpsstöðvarinnar Yle við Carl Haglund varnarmálaráðherra Finnlands. Haglund segir að ekkert liggi á í þessu máli og hann telur að niðurstaða fáist um miðjan nóvember.

Sænska þingið hefur nú málið til umfjöllunnar og segist Haglund vera í stöðugu sambandi við sænska ráðamenn.

Eins og áður hefur komið fram munu flugherir Finna og Svía ekki taka þátt í þessari gæslu nema stjórnvöld í báðum löndunum samþykki slíkt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.