Innlent

Biskup Íslands segir upplýsingavef ekki áróðursvef

Erla Hlynsdóttir skrifar
Biskupsstofa opnar síðar í þessum mánuði sérstakan upplýsingavef vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar þar sem kjósendur taka afstöðu til þess hvort ákvæði um þjóðkirkju eigi að vera í stjórnarskrá Íslands.
Biskupsstofa opnar síðar í þessum mánuði sérstakan upplýsingavef vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar þar sem kjósendur taka afstöðu til þess hvort ákvæði um þjóðkirkju eigi að vera í stjórnarskrá Íslands. mynd/anton brink
Biskupsstofa opnar síðar í þessum mánuði sérstakan upplýsingavef vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar þar sem kjósendur taka afstöðu til þess hvort ákvæði um þjóðkirkju eigi að vera í stjórnarskrá Íslands. Biskup Íslands segir þetta ekki verða áróðursvef heldur til að auðvelda almenningi aðgang að upplýsingum.

Kirkjuþing samþykkti í gær ályktun vegna ráðgefandi atkvæðagreiðslu um ákvæði stjórnarskrár Íslands um þjóðkirkju. Þar þurfa kjósendur meðal annars að svara spurningunni: Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá Íslands verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í gær þar sem biskup Íslands, séra Agnes M. Sigurðardóttir, sagðist ekki líta á þetta sem spurningu um aðskilnað ríkis og kirkju heldur aðeins hvort þjóðkirkjuákvæði eigi að vera í stjórnarskránni.

Í greinargerð með ályktun kirkjuþings frá í gær, sem séra Agnes lagði fram, segir að Biskupsstofa muni opna sérstakan upplýsingavef vegna kosninganna.

Eru Biskupsstofa og kirkjan ekki of hlutdrægir málsaðilar til að standa fyrir slíkri kynningu?

„Það er talað um það í greinargerð að við ætlum að veita upplýsingar og standa fyrir kynningu að því leytinu til," segir Agnes.

Hún segir upplýsingavefinn hugsaðan sem þjónustu við fólk.

„Þannig að fólk geti gengið að upplýsingum á einum stað á ákveðið út frá þeim upplýsingum eða öðrum sem það fær annars staðar, ef það vill. En kirkjan ætlar semsagt að leggja sitt af mörkum að þessu leytinu til, að hafa allar upplýsingar uppi á borðinu sem hún hefur um þetta mál."

Það er þá ekki áróður eða slíkt?

„Nei alls ekki. Við viljum eiga samtal við þjóðina. Við ætlum ekki að tala yfir þjóðina, við ætlum að eiga samtal."Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.