Mun ræða Clint Eastwood hjálpa Mitt Romney? 1. september 2012 11:31 Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum velta því nú fyrir sér hvernig ræða leikstjórans Clint Eastwood, á flokksþingi Repúblikana á dögunum, falli í kramið hjá kjósendum. Þekkt er að stóru stjórnmálaflokkarnir tveir, Demókrataflokkurinn og Repúblikanaflokkurinn, fái landsþekkta listamenn til að halda ræðu forsetaframbjóðendunum til stuðnings. Yfirleit hafa ræðurnar vakið mikla lukku en sú var ekki alveg raunin eftir að stórleikarinn og leikstjórinn Clint Eastwood hélt vægast sagt furðulega stuðningsræðu fyrir Mitt Romney, forsetaframbjóðenda repúblikana, í Tampa í fyrradag. Þegar Eastwood steig upp í pontu uppskar hann mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Ræðan, sem átti að vera fimm mínútur að lengd, endaði í tæplega tólf mínútum. Og eyddi leikstjórinn meirihluta hennar í að tala við auðan stól, sem var hliðina á púltinu. Í stólnum lét Eastwood sem Barack Obama, bandaríkjaforseti, sæti fyrir svörum. Fjölmiðlar vestanhafs hafa fjallað mikið um ræðuna. Sumir segja hana merki þess að Eastwood, sem er áttatíu og tveggja ára gamall, hafi tekið hliðarspor á glæsilegum ferli sem leikari og veltir blaðamaður Washington Post því fyrir sér hvort ímynd hans hafi beðið hnekki með ræðunni. Blaðið the Palm Beach Post spyr lesendur síðu sinnar hvort að ræðan muni hjálpa Romney í kosningabaráttunni eða ræðan muni hafa neikvæð áhrif á baráttuna. Þó ræða Eastwood sé á milli tannanna á fólki eru fjölmargir sem halda því fram að stuðningur Eastwood við Romney muni koma honum vel - enda einn virtasti leikari Bandaríkjanna. Hvort það reynist rétt kemur í ljós í byrjun nóvember þegar kosningarnar fara fram. Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum velta því nú fyrir sér hvernig ræða leikstjórans Clint Eastwood, á flokksþingi Repúblikana á dögunum, falli í kramið hjá kjósendum. Þekkt er að stóru stjórnmálaflokkarnir tveir, Demókrataflokkurinn og Repúblikanaflokkurinn, fái landsþekkta listamenn til að halda ræðu forsetaframbjóðendunum til stuðnings. Yfirleit hafa ræðurnar vakið mikla lukku en sú var ekki alveg raunin eftir að stórleikarinn og leikstjórinn Clint Eastwood hélt vægast sagt furðulega stuðningsræðu fyrir Mitt Romney, forsetaframbjóðenda repúblikana, í Tampa í fyrradag. Þegar Eastwood steig upp í pontu uppskar hann mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Ræðan, sem átti að vera fimm mínútur að lengd, endaði í tæplega tólf mínútum. Og eyddi leikstjórinn meirihluta hennar í að tala við auðan stól, sem var hliðina á púltinu. Í stólnum lét Eastwood sem Barack Obama, bandaríkjaforseti, sæti fyrir svörum. Fjölmiðlar vestanhafs hafa fjallað mikið um ræðuna. Sumir segja hana merki þess að Eastwood, sem er áttatíu og tveggja ára gamall, hafi tekið hliðarspor á glæsilegum ferli sem leikari og veltir blaðamaður Washington Post því fyrir sér hvort ímynd hans hafi beðið hnekki með ræðunni. Blaðið the Palm Beach Post spyr lesendur síðu sinnar hvort að ræðan muni hjálpa Romney í kosningabaráttunni eða ræðan muni hafa neikvæð áhrif á baráttuna. Þó ræða Eastwood sé á milli tannanna á fólki eru fjölmargir sem halda því fram að stuðningur Eastwood við Romney muni koma honum vel - enda einn virtasti leikari Bandaríkjanna. Hvort það reynist rétt kemur í ljós í byrjun nóvember þegar kosningarnar fara fram.
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira