Erlent

Gíslar í haldi í barnaskóla

BBI skrifar
Sérsveit lögreglunnar er á svæðinu.
Sérsveit lögreglunnar er á svæðinu.
Vopnaður maður tók gísla í barnaskóla í rétt sunnan við París í morgun. Upphaflega voru börn meðal gíslanna en nú virðist sem aðeins einn fullorðinn einstaklingur sé í haldi.

Sérsveit frönsku lögreglunnar er á svæðinu og reynir að tala manninn til. Ekki er vitað hvers lags vopn hann ber.

Gíslarnir voru teknir í bænum Vitry-sur Seine. Lögregla segir að öllum börnum í skólanum væri óhætt en gíslatökumaðurinn héldi einu foreldri hjá sér.

Independent segir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×