Fleiri fréttir Rannsókn hafin á brunanum á Selfossi Lögreglurannsókn er hafin á stórbrunanum á Selfossi í gær. Eldurinn fór þar í gegn um eldvegg sem settur var upp samkvæmt ráðleggingum Brunavarna Árnessýslu. Eigandi röraverksmiðjunnar Sets segist aldrei hafa verið óttasleginn. 15.3.2012 19:15 Hægt að afnema höftin á þremur mánuðum Gjaldeyrishöftin á að afnema á þremur mánuðum, eða eins fljótt og unnt er, þar sem kostnaður vegna þeirra eykst dag frá degi. Þetta sagði Jón Daníelsson prófessor á Iðnþingi í dag. 15.3.2012 19:00 Fangelsismálastofnun skoðar viðbrögð við gengjamyndum í fangelsum Fangelsismálastofnun skoðar nú hvernig hægt er að bregðast við gengjamyndun innan veggja fangelsanna. Fangaverðir óttast margir um öryggi sitt en forsprakkar bæði vélhjólasamtakanna Outlaws og Hells Angels eru í fangelsi. 15.3.2012 18:30 Komu allir að alvarlegum líkamsárásum vegna handrukkuna Sex karlmenn voru úrskurðaðir í dag í vikulangt gæsluvarðhald vegna umfangsmikilar rannsóknar lögreglunnar á skipulagðri brotastarfsemi. Mennirnir koma að alvarlegum líkamsárásum vegna handrukkuna en eitt fórnarlambanna var fótbrotið á báðum fótum. 15.3.2012 18:30 Lífsýni gegna lykilhlutverki í rannsókn sakamála "Fleiri og fleiri sakamál leysast eingöngu á lífsýnum,“ sagði Björgvin Sigurðsson, sérfræðingur hjá tæknideild lögreglunnar, í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 15.3.2012 18:02 Ríkissjóður og Seðlabanki endurgreiða 116 milljarða af lánum AGS Ríkissjóður Íslands og Seðlabanki Íslands endurgreiða 116 milljarða króna af lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndum í þessum mánuði. 15.3.2012 17:14 Sektaður fyrir brot gegn hvíldartíma ökumanna Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness um að ökumaður vöruflutningabifreiðar hefði í þrígang brotið gegn reglum um aksturs- og hvíldartíma ökumanna. Ökumaðurinn bar fyrir sig að í öllum tilvikum hefði verið um að ræða akstur með fiskúrgang, sem honum hefði verið refsilaus. 15.3.2012 16:39 Fjölskyldur á slysstað Fjölskyldur tuttugu og tveggja barna sem fórust í rútuslysi í Sviss á þriðjudagskvöld fóru í morgun á slysstað í undigöngum hraðbrautar í Valais kantónunni þar sem rútan klessti á vegg á miklum hraða. 15.3.2012 16:25 Málflutningi Sigríðar lokið Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir augljóst að á ríkisstjórnarfundum hafi ekkert verið fjallað um stöðu bankanna eða þann vanda sem steðjaði að í aðdraganda bankahrunsins. Hún gagnrýndi þetta harðlega í málflutningi fyrir Landsdómi í dag. 15.3.2012 16:04 Sex í vikulangt gæsluvarðhald - grunaðir um alvarlegt ofbeldisbrot Tveir karlmenn til viðbótar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi, en mennirnir voru handteknir í gær. 15.3.2012 16:02 Óskað eftir vitnum að slysi í Kópavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Kársnesbrautar og Hábrautar í Kópavogi um hálf sjö leytið í gærkvöld. Þar rákust saman Nissan Micra og Daihatsu Move en bæði ökutækin eru rauð að lit. Að sögn lögreglu var annar ökumannanna fluttur á slysadeild til aðhlynningar og hinn leitaði þangað síðar. Miklar skemmdir urðu á bílunum eins og sést á meðfylgjandi mynd. 15.3.2012 15:57 Vilja sameina menningastofnanir á Akureyri - Magnús Geir kallaður til Leikfélag Akureyrar hefur leitað til Magnúsar Geirs Þórðarsonar, leikhússtjóra Borgarleikhússins, í viðleitni við að sameina tímabundið samvinnu milli LA, Borgarleikhússins og Menningarfélagsins Hofs. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Akureyrarstofu. 15.3.2012 15:47 Stefnir í að skuldastaðan fari undir Maastricht skilyrðin Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra segir ekkert standa í vegi fyrir því að skuldastaða hins opinbera verði komin undir Maastricht skilyrðin á næsta kjörtímabili, en skilyrðin segja til um hvort ríki geti tekið upp evru sem gjaldeyri. Þetta kom fram í ræðu ráðherrans á Iðnþingi í dag. 15.3.2012 15:44 Bjóða upp á ókeypis aðstoð við skattframtalið "Við erum bara rosalega spennt fyrir þessum degi og vonumst til að sjá sem flesta," segir Sigríður Marta Harðardóttir, framkvæmdastjóri Lögfræðiþjónustunnar Lögréttu í Háskólanum í Reykjavík. 15.3.2012 15:04 Sigríður: Möguleiki á að selja eignir Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, hafnar þeim skýringum að forsætisráðherra hafi ekki getað gert neitt til þess að beita sér fyrir því að bankarnir færu úr landi eða myndu minnka efnahagsreikning sinn á árinu 2008. 15.3.2012 14:57 Landsdómsmálið: Álíka margir ánægðir og óánægðir Álíka margir sögðust ánægðir og óánægðir með niðurstöðu Alþingis að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar um að landsdómsákæra á hendur Geir H. Haarde yrði afturkölluð, í könnun sem Capacent Gallup gerði í byrjun mars. 15.3.2012 14:53 Könnun Capacent: Flestir vilja Sigríði á biskupsstól Flestir nefna séra Sigríði Guðmarsdóttur, frambjóðanda til embættis biskups, í könnun sem Capacent stóð fyrir og segir frá á heimasíðu sinni. 23 prósent þeirra sem þátt tóku nefndu Sigríði en skammt á eftir kemur Þórhallur Heimisson með 21 prósent atkvæða. Þar á eftir koma síðan Agnes M. Sigurðardóttir og Örn Bárður Jónsson en nær 12% nefndu hvort þeirra. 15.3.2012 14:45 Pressustríðið heldur áfram: Kannast ekki við kröfu um afsökunarbeiðni Steingrímur Sævarr Ólafsson segist ekki kannast við að nokkur hafi haft samband við Pressuna vegna fréttar um ritstjóra DV en Reynir Traustason sagði í viðtali við Vísi að lögmaður hans hefði farið fram á afsökunarbeiðni vegna málsins. Um er að ræða fyrirsögn sem birtist á Pressunni þar sem segir meðal annars að ritstjórarnir séu flæktir inn í meint kynferðisbrotamál. Fyrirsögnin sem um ræðir er eftirfarandi: 15.3.2012 14:44 Hafði í hótunum við starfsfólk 365 - tveir til viðbótar í gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að leggja fram kröfu um gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum til viðbótar í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi, en mennirnir voru handteknir í gær. Fjórir menn hafa þegar verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, líkt og fram kom í tilkynningu lögreglunnar í morgun. 15.3.2012 14:20 Ríkisstjórnin hamlar gegn endurreisn Íslands Helgi Magnússon, fráfarandi formaður Samtaka Iðnaðarins sagði í ræðu sinni á Iðnþingi í dag að ríkisstjórn síðustu þriggja ára hefði hamlað gegn endurreisn Íslands með því að framfylgja rangri efnahagsstefnu sem einkennst hefði af úlfúð í garð atvinnulífsins og lamandi skattpíningarstefnu. 15.3.2012 13:54 Pressustríð: Ritstjórar DV segja fyrirsögn Pressunnar ærumeiðandi Ritstjórar DV hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar sem birtist á Pressunni og er sögð vera ærumeiðandi. Vísir greindi frá málinu fyrr í dag en Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, hefur krafið fréttavefinn um afsökunarbeiðni út af frétt sem vefurinn gerir upp úr grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þar sem hann gagnrýnir DV harðlega, en greinin birtist hér á Vísi í morgun. Fyrirsögnin sem um ræðir er: 15.3.2012 13:30 Sigríður: Heill íslenska ríkisins var í hættu Hættan sem vofði yfir Íslandi á árinu 2008 var fyrirfram sýnileg af manni í sporum forsætisráðherra, sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir þegar hún hóf málflutning fyrir Landsdómi í dag. 15.3.2012 13:16 Pressustríð: Reynir vill afsökunarbeiðni "Lögmaður hefur haft samband við þá og búið er að fara fram á afsökunarbeiðni,“ segir Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, en hann hefur krafið fréttavefinn Pressunni um afsökunarbeiðni út af frétt sem vefurinn gerir upp úr grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þar sem hann gagnrýnir DV harðlega en greinin birtist hér á Vísi. 15.3.2012 11:44 Dæmdur fyrir að stela frá húsfélaginu sínu Karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt þegar hann sat sem gjaldkeri í fjölbýlishúsi í Breiðholti í Reykjavík. Maðurinn dró sér rúma milljón á tímabilinu 23. mars 2010 til 24. nóvember sama ár. 15.3.2012 11:04 Ljótasti hundur í heimi dáinn Smáhundurinn Yoda sem var kjörinn ljótasti hundur í heimi síðasta sumar er dáinn en hann dó í svefni á dögunum. Yoda varð 15 ára gamall en þegar eigandinn fann hann einan og yfirgefinn í húsasundi á tíunda áratugnum hélt hann að Yoda væri risavaxin rotta. 15.3.2012 10:15 Framdi sjálfsmorð eftir að vera neydd til að giftast nauðgara sínum Miklar deilur og fjölmiðlaumræða hefur blossað upp í Marokkó í framhaldi af því að aðeins 16 ára gömul stúlka sem var fórnarlamb nauðgunar framdi sjálfsmorð. 15.3.2012 07:26 Saksóknari: Fráleitt að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans Það er fráleitt af Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans um fjármálastöðugleika árið 2008. Þetta sagði Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, í málflutningi sínum fyrir Landsdómi í dag. Stjórnmálamenn hafa ítrekað visað í það, bæði fyrir Landsdómi og áður, að Seðlabankinn hafi ekki varað formlega við hættum í aðdraganda hrunsins. Í umræddu riti Seðlabankans hafi komið fram að staða bankanna væru að mestu leyti í lagi. 15.3.2012 14:08 Býður til viðræðna um þjóðarsátt um nýjan gjaldmiðil Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra býður öllum flokkum á Alþingi að setjast niður til viðræðna um þjóðarsátt um nýjan gjaldmiðil. Þetta kom fram á Alþingi nú laust fyrir hádegi. Ummæli forsætisráðherra á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi, um að íslenskan krónan væri ónothæf, urðu framsóknarmönnum tilefni til umræðna en Birkir Jón Jónsson kvaðst fullyrða að hvergi kæmist forsætisráðherra upp með slík ummæli án þess að það hefði einhver eftirmál í för með sér. 15.3.2012 12:15 Veitir heimildir til að tryggja dreift eignarhald á fjölmiðlum Með nýju frumvarpi til breytinga á fjölmiðlalögum er Samkeppniseftirlitinu að undangenginni umsögn fjölmiðlanefndar veitt heimild til að breyta skipulagi fjölmiðla til að koma í veg fyrir aðstæður sem hafa skaðleg áhrif á fjölbreytni í fjölmiðlum og til að tryggja dreift eignarhald. 15.3.2012 12:13 Fangaverðir óttast um öryggi sitt Fangaverðir hafa miklar áhyggjur af öryggi sínu og annarra í fangelsunum, nú þegar stefnir í að meðlimum íslenskra glæpagengja fjölgi þar til muna. 15.3.2012 11:49 Hjálpuðu smyrli Lögreglan kom smyrli til hjálpar fyrr í vikunni en sá fannst skammt frá Elliðavatnsvegi í Garðabæ. Fuglinn gat ekki flogið og því var hann færður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn til aðhlynningar. Ekki er ljóst hvort um karl eða kvenfugl er að ræða enda sést það víst ekki svo glöggt. Óvíst er hvort smyrillinn sé vængbrotinn en reynist það raunin eru batahorfur litlar. 15.3.2012 11:46 Braut glas á höfði manns og kýldi hann svo í magann Karlmaður um tvítugt var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Maðurinn játaði að hafa slegið annan mann með bjórglasi þannig það brotnaði og slegið hann svo nokkrum höggum með krepptum hnefa í maga á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í maí árið 2010. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða fórnarlambinu 250 þúsund krónur í miskabætur. 15.3.2012 11:12 Tveir til viðbótar hugsanlega í gæsluvarðhald - hrækti á myndatökumenn Enn á eftir að ákveða hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem voru handteknir vegna rannsóknar lögreglunnar á skipulagðri brotastarfsemi en rannsóknin snýr að líkamsmeiðingum, hótunum, innbrotum og þjófnuðum. 15.3.2012 11:12 Störfum þurfi að fjölga Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ekkert bendi til þess að störfum sé að fjölga á Íslandi. Hann vísar tölur Hagstofunnar þess efnis og segir að þótt atvinnuleysi hafi minnkað eitthvað skýrist það ekki með nýjum störfum. Birgir spurði forsætisráðherra hvort hún hefði ekki áhyggjur af þessu. 15.3.2012 11:07 Í hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefni Þrítugur karlmaður hefur verð dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa verið tekinn með fíkniefni í fórum sínum í janúar í fyrra og í ágúst sama ár. Um óverulegt magn af fíkniefnum var að ræða og játaði sakborningur brot sitt fyrir dómi. Hann á aftur á móti langan afbrotaferli að baki og var á skilorði þegar fíkniefnin fundust í fórum hans. 15.3.2012 10:26 Rútan gjöreyðilagðist er hún skall á vegginn Alls fórust 28 manns, þar af 22 börn, þegar stórri farþegabifreið var ekið á vegg í umferðargöngum í svissnesku Ölpunum í fyrrakvöld. Farþegarnir voru á heimleið til Belgíu úr skíðaferðalagi. 15.3.2012 08:00 Gæfi sér fyrstu einkunn sjálfur Íranska þingið yfirheyrði í gær Mahmoud Ahmadinejad forseta vegna margvíslegra ásakana um spillingu, mistök í starfi og lítilsvirðingu sem hann á að hafa sýnt klerkastéttinni. 15.3.2012 08:00 Eins íbúa þorp selt á uppboði Fámennasta byggðarlag Bandaríkjanna, Buford í Wyoming-ríki, verður selt hæstbjóðanda í næsta mánuði. Eini íbúi Buford er Don Sammons, sem hefur rekið þar verslun í tuttugu ár. 15.3.2012 08:00 Tvær hópnauðganir af 18 kærðar í fyrra Lögreglunni bárust tvær kærur vegna hópnauðgana á síðasta ári. Búið að dæma í öðru málinu. 18 leituðu til Stígamóta vegna hópnauðgana. Ein möguleg ástæða fjölgunar mála hjá Stígamótum er aukin gengjamyndun, segir talskona. 15.3.2012 07:30 Bandarískum hermanni laumað út úr Afganistan Yfirstjórn NATO hefur greint frá því að bandaríski hermaðurinn sem myrti 16 óbreytta borgara í Afganistan hafi verið fluttur með leynd til Kuwait þar sem réttað verður yfir honum. 15.3.2012 07:20 Undirbúa flutning á líkum 22 barna heim til Belgíu Stjórnvöld í Belgíu eru nú að undirbúa flutning á líkum þeirra 22 barna og sex fullorðna sem fórust í rútuslysinu í Sviss í fyrrakvöld. 15.3.2012 07:18 Langar biðraðir á Kastrupflugvelli Langar biðraðir hafa myndast við öryggisgæsluna á Kastrupflugvelli í morgun. Ástæðan fyrir þessu er að öryggisverðir flugvallarins, sem eiga í kjarabaráttu, ákváðu að halda faglegan fund klukkan fimm í morgun að staðartíma og stendur hann enn. 15.3.2012 07:16 Assad fékk ráðgjöf frá Íran um baráttu gegn uppreisnarmönnum Breska blaðið The Guardian hefur komist yfir fjölda tölvupósta til og frá Bashir al-Assad Sýrlandsforseta, og Asma al-Assad eiginkonu hans. 15.3.2012 07:14 Fámennasta byggðalag Bandaríkjanna til sölu Eini íbúinn sem eftir er í fámennasta byggðalagi Bandaríkjanna, Buford í Wyoming, hefur ákveðið að selja staðinn. 15.3.2012 07:04 Slökkviliðið kallað út vegna reykbrælu í Hveragerði Slökkviliðið í Hveragerði var kallað að húsi við Kambahraun þar í bæ um þrjú leitið í nótt, vegna reykjarbrælu í húsinu. Hún reyndist eiga upptök í sambyggðri þvottavél og þurrkara þar sem glóð var í rafbúnaðinum, en eldur hafði þó ekki kviknað. Drepið var í glóðinni og húsið reykræst, og sakaði engan. 15.3.2012 07:00 Sjá næstu 50 fréttir
Rannsókn hafin á brunanum á Selfossi Lögreglurannsókn er hafin á stórbrunanum á Selfossi í gær. Eldurinn fór þar í gegn um eldvegg sem settur var upp samkvæmt ráðleggingum Brunavarna Árnessýslu. Eigandi röraverksmiðjunnar Sets segist aldrei hafa verið óttasleginn. 15.3.2012 19:15
Hægt að afnema höftin á þremur mánuðum Gjaldeyrishöftin á að afnema á þremur mánuðum, eða eins fljótt og unnt er, þar sem kostnaður vegna þeirra eykst dag frá degi. Þetta sagði Jón Daníelsson prófessor á Iðnþingi í dag. 15.3.2012 19:00
Fangelsismálastofnun skoðar viðbrögð við gengjamyndum í fangelsum Fangelsismálastofnun skoðar nú hvernig hægt er að bregðast við gengjamyndun innan veggja fangelsanna. Fangaverðir óttast margir um öryggi sitt en forsprakkar bæði vélhjólasamtakanna Outlaws og Hells Angels eru í fangelsi. 15.3.2012 18:30
Komu allir að alvarlegum líkamsárásum vegna handrukkuna Sex karlmenn voru úrskurðaðir í dag í vikulangt gæsluvarðhald vegna umfangsmikilar rannsóknar lögreglunnar á skipulagðri brotastarfsemi. Mennirnir koma að alvarlegum líkamsárásum vegna handrukkuna en eitt fórnarlambanna var fótbrotið á báðum fótum. 15.3.2012 18:30
Lífsýni gegna lykilhlutverki í rannsókn sakamála "Fleiri og fleiri sakamál leysast eingöngu á lífsýnum,“ sagði Björgvin Sigurðsson, sérfræðingur hjá tæknideild lögreglunnar, í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 15.3.2012 18:02
Ríkissjóður og Seðlabanki endurgreiða 116 milljarða af lánum AGS Ríkissjóður Íslands og Seðlabanki Íslands endurgreiða 116 milljarða króna af lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndum í þessum mánuði. 15.3.2012 17:14
Sektaður fyrir brot gegn hvíldartíma ökumanna Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness um að ökumaður vöruflutningabifreiðar hefði í þrígang brotið gegn reglum um aksturs- og hvíldartíma ökumanna. Ökumaðurinn bar fyrir sig að í öllum tilvikum hefði verið um að ræða akstur með fiskúrgang, sem honum hefði verið refsilaus. 15.3.2012 16:39
Fjölskyldur á slysstað Fjölskyldur tuttugu og tveggja barna sem fórust í rútuslysi í Sviss á þriðjudagskvöld fóru í morgun á slysstað í undigöngum hraðbrautar í Valais kantónunni þar sem rútan klessti á vegg á miklum hraða. 15.3.2012 16:25
Málflutningi Sigríðar lokið Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir augljóst að á ríkisstjórnarfundum hafi ekkert verið fjallað um stöðu bankanna eða þann vanda sem steðjaði að í aðdraganda bankahrunsins. Hún gagnrýndi þetta harðlega í málflutningi fyrir Landsdómi í dag. 15.3.2012 16:04
Sex í vikulangt gæsluvarðhald - grunaðir um alvarlegt ofbeldisbrot Tveir karlmenn til viðbótar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi, en mennirnir voru handteknir í gær. 15.3.2012 16:02
Óskað eftir vitnum að slysi í Kópavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Kársnesbrautar og Hábrautar í Kópavogi um hálf sjö leytið í gærkvöld. Þar rákust saman Nissan Micra og Daihatsu Move en bæði ökutækin eru rauð að lit. Að sögn lögreglu var annar ökumannanna fluttur á slysadeild til aðhlynningar og hinn leitaði þangað síðar. Miklar skemmdir urðu á bílunum eins og sést á meðfylgjandi mynd. 15.3.2012 15:57
Vilja sameina menningastofnanir á Akureyri - Magnús Geir kallaður til Leikfélag Akureyrar hefur leitað til Magnúsar Geirs Þórðarsonar, leikhússtjóra Borgarleikhússins, í viðleitni við að sameina tímabundið samvinnu milli LA, Borgarleikhússins og Menningarfélagsins Hofs. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Akureyrarstofu. 15.3.2012 15:47
Stefnir í að skuldastaðan fari undir Maastricht skilyrðin Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra segir ekkert standa í vegi fyrir því að skuldastaða hins opinbera verði komin undir Maastricht skilyrðin á næsta kjörtímabili, en skilyrðin segja til um hvort ríki geti tekið upp evru sem gjaldeyri. Þetta kom fram í ræðu ráðherrans á Iðnþingi í dag. 15.3.2012 15:44
Bjóða upp á ókeypis aðstoð við skattframtalið "Við erum bara rosalega spennt fyrir þessum degi og vonumst til að sjá sem flesta," segir Sigríður Marta Harðardóttir, framkvæmdastjóri Lögfræðiþjónustunnar Lögréttu í Háskólanum í Reykjavík. 15.3.2012 15:04
Sigríður: Möguleiki á að selja eignir Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, hafnar þeim skýringum að forsætisráðherra hafi ekki getað gert neitt til þess að beita sér fyrir því að bankarnir færu úr landi eða myndu minnka efnahagsreikning sinn á árinu 2008. 15.3.2012 14:57
Landsdómsmálið: Álíka margir ánægðir og óánægðir Álíka margir sögðust ánægðir og óánægðir með niðurstöðu Alþingis að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar um að landsdómsákæra á hendur Geir H. Haarde yrði afturkölluð, í könnun sem Capacent Gallup gerði í byrjun mars. 15.3.2012 14:53
Könnun Capacent: Flestir vilja Sigríði á biskupsstól Flestir nefna séra Sigríði Guðmarsdóttur, frambjóðanda til embættis biskups, í könnun sem Capacent stóð fyrir og segir frá á heimasíðu sinni. 23 prósent þeirra sem þátt tóku nefndu Sigríði en skammt á eftir kemur Þórhallur Heimisson með 21 prósent atkvæða. Þar á eftir koma síðan Agnes M. Sigurðardóttir og Örn Bárður Jónsson en nær 12% nefndu hvort þeirra. 15.3.2012 14:45
Pressustríðið heldur áfram: Kannast ekki við kröfu um afsökunarbeiðni Steingrímur Sævarr Ólafsson segist ekki kannast við að nokkur hafi haft samband við Pressuna vegna fréttar um ritstjóra DV en Reynir Traustason sagði í viðtali við Vísi að lögmaður hans hefði farið fram á afsökunarbeiðni vegna málsins. Um er að ræða fyrirsögn sem birtist á Pressunni þar sem segir meðal annars að ritstjórarnir séu flæktir inn í meint kynferðisbrotamál. Fyrirsögnin sem um ræðir er eftirfarandi: 15.3.2012 14:44
Hafði í hótunum við starfsfólk 365 - tveir til viðbótar í gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að leggja fram kröfu um gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum til viðbótar í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi, en mennirnir voru handteknir í gær. Fjórir menn hafa þegar verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, líkt og fram kom í tilkynningu lögreglunnar í morgun. 15.3.2012 14:20
Ríkisstjórnin hamlar gegn endurreisn Íslands Helgi Magnússon, fráfarandi formaður Samtaka Iðnaðarins sagði í ræðu sinni á Iðnþingi í dag að ríkisstjórn síðustu þriggja ára hefði hamlað gegn endurreisn Íslands með því að framfylgja rangri efnahagsstefnu sem einkennst hefði af úlfúð í garð atvinnulífsins og lamandi skattpíningarstefnu. 15.3.2012 13:54
Pressustríð: Ritstjórar DV segja fyrirsögn Pressunnar ærumeiðandi Ritstjórar DV hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar sem birtist á Pressunni og er sögð vera ærumeiðandi. Vísir greindi frá málinu fyrr í dag en Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, hefur krafið fréttavefinn um afsökunarbeiðni út af frétt sem vefurinn gerir upp úr grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þar sem hann gagnrýnir DV harðlega, en greinin birtist hér á Vísi í morgun. Fyrirsögnin sem um ræðir er: 15.3.2012 13:30
Sigríður: Heill íslenska ríkisins var í hættu Hættan sem vofði yfir Íslandi á árinu 2008 var fyrirfram sýnileg af manni í sporum forsætisráðherra, sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir þegar hún hóf málflutning fyrir Landsdómi í dag. 15.3.2012 13:16
Pressustríð: Reynir vill afsökunarbeiðni "Lögmaður hefur haft samband við þá og búið er að fara fram á afsökunarbeiðni,“ segir Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, en hann hefur krafið fréttavefinn Pressunni um afsökunarbeiðni út af frétt sem vefurinn gerir upp úr grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þar sem hann gagnrýnir DV harðlega en greinin birtist hér á Vísi. 15.3.2012 11:44
Dæmdur fyrir að stela frá húsfélaginu sínu Karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt þegar hann sat sem gjaldkeri í fjölbýlishúsi í Breiðholti í Reykjavík. Maðurinn dró sér rúma milljón á tímabilinu 23. mars 2010 til 24. nóvember sama ár. 15.3.2012 11:04
Ljótasti hundur í heimi dáinn Smáhundurinn Yoda sem var kjörinn ljótasti hundur í heimi síðasta sumar er dáinn en hann dó í svefni á dögunum. Yoda varð 15 ára gamall en þegar eigandinn fann hann einan og yfirgefinn í húsasundi á tíunda áratugnum hélt hann að Yoda væri risavaxin rotta. 15.3.2012 10:15
Framdi sjálfsmorð eftir að vera neydd til að giftast nauðgara sínum Miklar deilur og fjölmiðlaumræða hefur blossað upp í Marokkó í framhaldi af því að aðeins 16 ára gömul stúlka sem var fórnarlamb nauðgunar framdi sjálfsmorð. 15.3.2012 07:26
Saksóknari: Fráleitt að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans Það er fráleitt af Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans um fjármálastöðugleika árið 2008. Þetta sagði Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, í málflutningi sínum fyrir Landsdómi í dag. Stjórnmálamenn hafa ítrekað visað í það, bæði fyrir Landsdómi og áður, að Seðlabankinn hafi ekki varað formlega við hættum í aðdraganda hrunsins. Í umræddu riti Seðlabankans hafi komið fram að staða bankanna væru að mestu leyti í lagi. 15.3.2012 14:08
Býður til viðræðna um þjóðarsátt um nýjan gjaldmiðil Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra býður öllum flokkum á Alþingi að setjast niður til viðræðna um þjóðarsátt um nýjan gjaldmiðil. Þetta kom fram á Alþingi nú laust fyrir hádegi. Ummæli forsætisráðherra á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi, um að íslenskan krónan væri ónothæf, urðu framsóknarmönnum tilefni til umræðna en Birkir Jón Jónsson kvaðst fullyrða að hvergi kæmist forsætisráðherra upp með slík ummæli án þess að það hefði einhver eftirmál í för með sér. 15.3.2012 12:15
Veitir heimildir til að tryggja dreift eignarhald á fjölmiðlum Með nýju frumvarpi til breytinga á fjölmiðlalögum er Samkeppniseftirlitinu að undangenginni umsögn fjölmiðlanefndar veitt heimild til að breyta skipulagi fjölmiðla til að koma í veg fyrir aðstæður sem hafa skaðleg áhrif á fjölbreytni í fjölmiðlum og til að tryggja dreift eignarhald. 15.3.2012 12:13
Fangaverðir óttast um öryggi sitt Fangaverðir hafa miklar áhyggjur af öryggi sínu og annarra í fangelsunum, nú þegar stefnir í að meðlimum íslenskra glæpagengja fjölgi þar til muna. 15.3.2012 11:49
Hjálpuðu smyrli Lögreglan kom smyrli til hjálpar fyrr í vikunni en sá fannst skammt frá Elliðavatnsvegi í Garðabæ. Fuglinn gat ekki flogið og því var hann færður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn til aðhlynningar. Ekki er ljóst hvort um karl eða kvenfugl er að ræða enda sést það víst ekki svo glöggt. Óvíst er hvort smyrillinn sé vængbrotinn en reynist það raunin eru batahorfur litlar. 15.3.2012 11:46
Braut glas á höfði manns og kýldi hann svo í magann Karlmaður um tvítugt var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Maðurinn játaði að hafa slegið annan mann með bjórglasi þannig það brotnaði og slegið hann svo nokkrum höggum með krepptum hnefa í maga á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í maí árið 2010. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða fórnarlambinu 250 þúsund krónur í miskabætur. 15.3.2012 11:12
Tveir til viðbótar hugsanlega í gæsluvarðhald - hrækti á myndatökumenn Enn á eftir að ákveða hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem voru handteknir vegna rannsóknar lögreglunnar á skipulagðri brotastarfsemi en rannsóknin snýr að líkamsmeiðingum, hótunum, innbrotum og þjófnuðum. 15.3.2012 11:12
Störfum þurfi að fjölga Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ekkert bendi til þess að störfum sé að fjölga á Íslandi. Hann vísar tölur Hagstofunnar þess efnis og segir að þótt atvinnuleysi hafi minnkað eitthvað skýrist það ekki með nýjum störfum. Birgir spurði forsætisráðherra hvort hún hefði ekki áhyggjur af þessu. 15.3.2012 11:07
Í hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefni Þrítugur karlmaður hefur verð dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa verið tekinn með fíkniefni í fórum sínum í janúar í fyrra og í ágúst sama ár. Um óverulegt magn af fíkniefnum var að ræða og játaði sakborningur brot sitt fyrir dómi. Hann á aftur á móti langan afbrotaferli að baki og var á skilorði þegar fíkniefnin fundust í fórum hans. 15.3.2012 10:26
Rútan gjöreyðilagðist er hún skall á vegginn Alls fórust 28 manns, þar af 22 börn, þegar stórri farþegabifreið var ekið á vegg í umferðargöngum í svissnesku Ölpunum í fyrrakvöld. Farþegarnir voru á heimleið til Belgíu úr skíðaferðalagi. 15.3.2012 08:00
Gæfi sér fyrstu einkunn sjálfur Íranska þingið yfirheyrði í gær Mahmoud Ahmadinejad forseta vegna margvíslegra ásakana um spillingu, mistök í starfi og lítilsvirðingu sem hann á að hafa sýnt klerkastéttinni. 15.3.2012 08:00
Eins íbúa þorp selt á uppboði Fámennasta byggðarlag Bandaríkjanna, Buford í Wyoming-ríki, verður selt hæstbjóðanda í næsta mánuði. Eini íbúi Buford er Don Sammons, sem hefur rekið þar verslun í tuttugu ár. 15.3.2012 08:00
Tvær hópnauðganir af 18 kærðar í fyrra Lögreglunni bárust tvær kærur vegna hópnauðgana á síðasta ári. Búið að dæma í öðru málinu. 18 leituðu til Stígamóta vegna hópnauðgana. Ein möguleg ástæða fjölgunar mála hjá Stígamótum er aukin gengjamyndun, segir talskona. 15.3.2012 07:30
Bandarískum hermanni laumað út úr Afganistan Yfirstjórn NATO hefur greint frá því að bandaríski hermaðurinn sem myrti 16 óbreytta borgara í Afganistan hafi verið fluttur með leynd til Kuwait þar sem réttað verður yfir honum. 15.3.2012 07:20
Undirbúa flutning á líkum 22 barna heim til Belgíu Stjórnvöld í Belgíu eru nú að undirbúa flutning á líkum þeirra 22 barna og sex fullorðna sem fórust í rútuslysinu í Sviss í fyrrakvöld. 15.3.2012 07:18
Langar biðraðir á Kastrupflugvelli Langar biðraðir hafa myndast við öryggisgæsluna á Kastrupflugvelli í morgun. Ástæðan fyrir þessu er að öryggisverðir flugvallarins, sem eiga í kjarabaráttu, ákváðu að halda faglegan fund klukkan fimm í morgun að staðartíma og stendur hann enn. 15.3.2012 07:16
Assad fékk ráðgjöf frá Íran um baráttu gegn uppreisnarmönnum Breska blaðið The Guardian hefur komist yfir fjölda tölvupósta til og frá Bashir al-Assad Sýrlandsforseta, og Asma al-Assad eiginkonu hans. 15.3.2012 07:14
Fámennasta byggðalag Bandaríkjanna til sölu Eini íbúinn sem eftir er í fámennasta byggðalagi Bandaríkjanna, Buford í Wyoming, hefur ákveðið að selja staðinn. 15.3.2012 07:04
Slökkviliðið kallað út vegna reykbrælu í Hveragerði Slökkviliðið í Hveragerði var kallað að húsi við Kambahraun þar í bæ um þrjú leitið í nótt, vegna reykjarbrælu í húsinu. Hún reyndist eiga upptök í sambyggðri þvottavél og þurrkara þar sem glóð var í rafbúnaðinum, en eldur hafði þó ekki kviknað. Drepið var í glóðinni og húsið reykræst, og sakaði engan. 15.3.2012 07:00