Kærir skólastjóra VÍ fyrir að reka soninn 4. mars 2010 06:00 Ingibjörg ýr Jóhannsdóttir Sættir sig ekki við að skólastjóri Verzlunarskólans geti rekið nemendur sem mæta illa í skólann. Ingibjörg er aðstoðarskólastjóri í Ísaksskóla.Fréttablaðið/Valli „Ég á mjög bágt með að sætta mig við að skólastjórinn geti tekið sér þetta vald og farið svona með framtíð þessara ungmenna,“ segir Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, móðir pilts sem vikið var úr Verzlunarskóla Íslands. Alls fimm nemendur voru reknir úr Verzlunarskólanum fyrir tveimur vikum. Ástæðan var léleg mæting sem ekki var bætt þrátt fyrir ítrekuð tilmæli, bæði munnleg og skrifleg, að sögn Inga Ólafssonar skólastjóra. „Við teygjum okkur að því er sumir segja allt of langt. Þetta gerum við helst aldrei en það kemur að því að það verður að segja hingað og ekki lengra,“ segir Ingi. Af áðurnefndum fimm nemendum fengu tveir að snúa aftur eftir að í ljós kom að þeir glíma við langvinna sjúkdóma sem skólayfirvöld vissu ekki um, að sögn skólastjórans. Ingibjörg kveðst hafa kært brottvikninguna til menntamálaráðuneytisins í gær eftir að skólanefndin hafnaði því að taka afstöðu í málinu. Hún telur lög hafa verið brotin á nemendunum auk þess sem reglur skólans heimili ekki brottrekstur. Móðir tveggja annarra nemenda í skólanum hyggst sömuleiðis kæra brottvikningarnar jafnvel þótt hennar börn hafi ekki átt í hlut. „Í reglunum segir að víkja megi nemendum úr skóla í lengri eða skemmri tíma. Í mínum huga þýðir skemmri tími einn dagur og lengri tími vika,“ segir Ingibjörg, sem er aðstoðarskólastjóri í Ísaksskóla. „Ég er ekki að segja að það hafi ekkert gengið á áður því þannig var það. En allir þessir krakkar eru virkir í félagslífinu og eru skólanum til sóma. Skólastjórinn hefði vel getað náð sínu fram með brottvikningu í eina viku. Það er afar mikil ábyrgð sem hvílir á honum því þetta er ákveðin stimplun á krakkana og niðurbrot fyrir þau,“ segir Ingibjörg. Nemendurnir þrír áttu allir að útskrifast í vor og geta enn náð því. Skólastjórinn segist hafa orðið við óskum þeirra um að fá að mæta í lokaprófin enda sé framtíð þeirra – menntunarlega séð – í húfi. Hann hafnar því að hafa brotið lög. „Það hefur verið farið eins mildilega að þessu og frekast er unnt. Ef það endar með því að einhver er rekinn úr skóla þá er það sársaukafullt fyrir alla. Þetta er ekki aðeins sársaukafullt fyrir þessa nemendur heldur var þetta einstaklega sársaukafullt fyrir mig líka því mér er hlýtt til þessara nemenda,“ segir Ingi Ólafsson. gar@frettabladid.is Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Ég á mjög bágt með að sætta mig við að skólastjórinn geti tekið sér þetta vald og farið svona með framtíð þessara ungmenna,“ segir Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, móðir pilts sem vikið var úr Verzlunarskóla Íslands. Alls fimm nemendur voru reknir úr Verzlunarskólanum fyrir tveimur vikum. Ástæðan var léleg mæting sem ekki var bætt þrátt fyrir ítrekuð tilmæli, bæði munnleg og skrifleg, að sögn Inga Ólafssonar skólastjóra. „Við teygjum okkur að því er sumir segja allt of langt. Þetta gerum við helst aldrei en það kemur að því að það verður að segja hingað og ekki lengra,“ segir Ingi. Af áðurnefndum fimm nemendum fengu tveir að snúa aftur eftir að í ljós kom að þeir glíma við langvinna sjúkdóma sem skólayfirvöld vissu ekki um, að sögn skólastjórans. Ingibjörg kveðst hafa kært brottvikninguna til menntamálaráðuneytisins í gær eftir að skólanefndin hafnaði því að taka afstöðu í málinu. Hún telur lög hafa verið brotin á nemendunum auk þess sem reglur skólans heimili ekki brottrekstur. Móðir tveggja annarra nemenda í skólanum hyggst sömuleiðis kæra brottvikningarnar jafnvel þótt hennar börn hafi ekki átt í hlut. „Í reglunum segir að víkja megi nemendum úr skóla í lengri eða skemmri tíma. Í mínum huga þýðir skemmri tími einn dagur og lengri tími vika,“ segir Ingibjörg, sem er aðstoðarskólastjóri í Ísaksskóla. „Ég er ekki að segja að það hafi ekkert gengið á áður því þannig var það. En allir þessir krakkar eru virkir í félagslífinu og eru skólanum til sóma. Skólastjórinn hefði vel getað náð sínu fram með brottvikningu í eina viku. Það er afar mikil ábyrgð sem hvílir á honum því þetta er ákveðin stimplun á krakkana og niðurbrot fyrir þau,“ segir Ingibjörg. Nemendurnir þrír áttu allir að útskrifast í vor og geta enn náð því. Skólastjórinn segist hafa orðið við óskum þeirra um að fá að mæta í lokaprófin enda sé framtíð þeirra – menntunarlega séð – í húfi. Hann hafnar því að hafa brotið lög. „Það hefur verið farið eins mildilega að þessu og frekast er unnt. Ef það endar með því að einhver er rekinn úr skóla þá er það sársaukafullt fyrir alla. Þetta er ekki aðeins sársaukafullt fyrir þessa nemendur heldur var þetta einstaklega sársaukafullt fyrir mig líka því mér er hlýtt til þessara nemenda,“ segir Ingi Ólafsson. gar@frettabladid.is
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira