Fleiri fréttir Vill vita um kostnað við hrunið Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði fjármálaráðherra á Alþingi í gær um kostnað við bankahrunið. 16.3.2010 13:23 Sett verði þak á auglýsingakostnað í kosningabaráttunni Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar hefur ákveðið að leggja til við að aðra flokka að sett verði þak á auglýsingakostnað fyrir kosningabaráttuna vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Þetta var samþykkt á fundi framkvæmdastjórnar í gær eftir að Samfylkingin í Reykjavík beindi málinu til stjórnarinnar, að fram kemur á vef flokksins. 16.3.2010 13:19 Geta sótt um frystingu hjá LÍN Þeir sem eiga í verulegum fjárhagsörðugleikum geta nú sótt um þriggja ára frystingu á greiðslu afborgana námslána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Til að fá frystinguna þarf viðkomandi að vera með öll sín bankalán í frystingu, vera í skuldaaðlögun eða með mat frá Ráðgjafastofu heimilanna um að greiðslugeta viðkomandi sé mjög slæm. 16.3.2010 12:18 Líta aðgerðir flugumferðarstjóra alvarlegum augum Samgönguráðherra vonar að samningur takist í deilu flugumferðarstjóra í dag, en minnir á að stutt sé í boðaðar aðgerðir flugumferðarstjóra. Það líti stjórnvöld alvarlegum augum. 16.3.2010 12:10 Funda með Buchheit Forystufólk stjórnar og stjórnarandstöðu situr nú í hádeginu fund með Lee Buchheit formanni samninganefndar Íslands í Icesave deilunni í fjármálaráðuneytinu. 16.3.2010 12:02 Gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar í deilu flugumferðarstjóra Aðalritari Alþjóðaflutninga- verkamannasambandsins lýsir þungum áhyggjum af áformum ríkisstjórnarinnar um að stöðva fyrirhugað verkfall flugumferðarstjóra með lögum. Hann hefur sent Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, bréf í tilefni af deilu Flugstoða og flugumferðarstjóra. 16.3.2010 11:38 Fundi ólokið Fundi Flugstoða og samninganefndar flugumferðarstjóra sem hófst klukkan hálf tíu í morgun er ólokið, að sögn Ottós Garðars Eiríkssonar formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Ottó vonast til þess að samningsaðilar komist að sameiginlegri niðurstöðu á fundinum. Gerist það ekki hafa flugumferðarstjórar boðað til fjögurra klukkustunda verkfall í fyrramálið. 16.3.2010 11:25 Fæðingum fjölgaði um 13% Fæðingum á Landspítala fjölgaði um 70, eða 13%, á fyrstu tveimur mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. 16.3.2010 11:20 Sænskur vísindamaður hlýtur norræn líforkuverðlaun Göran Berndes, sænskur vísindamaður, hlaut í dag líforkuverðlauna Norrænu ráðherranefndarinnar. Verðlaunin eru veitt einstaklingi eða samtökum sem hafa lagt mikið af mörkum til að auka notkun eða framleiðslu á líforku. Það var Andreas Carlgren, umhverfisráðherra Svíþjóðar, sem afhenti Berndes verðlaunin á orkuþingi sem fer fram í dag í Stokkhólmi. 16.3.2010 11:12 Mótmæla fyrir utan Íslandsbanka Samtökin Nýtt Ísland ætla að mótmæla bílalánum fyrir utan Íslandsbanka á Kirkjusandi kl 12.15 í dag. Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að Nýtt Ísland muni bjóða bankann upp með sérstöku uppboði. Engin ábyrgð verði tekin á uppboðinu. Skipuleggjendur mótmælanna hvetja fólk til að fjölmenna fyrir utan bankann og þeyta flautur bifreiða sinna í hið minnsta þrjár mínútur til að mótmæla óréttlætinu í íslenska bankakerfinu. 16.3.2010 11:03 Krefja stjórnvöld um aðgerðir Darraðardansinn í kring um Icesave minnir á lönguvitleysu og tekur allan tíma Alþingis og stjórnvalda, segir í ályktun AFLs Starfsgreinafélags. 16.3.2010 10:42 Bandaríkjamenn hætta við Ísraelsheimsókn Bandaríkjamenn hafa hætt við að senda George Mitchell til Ísraels í dag, en hann er sérlegur sendimaður þeirra í Miðausturlöndum. 16.3.2010 10:33 Verulega dregur úr umferð Verulega hefur dregið úr umferð á vegum landsins fyrstu tvo mánuði ársins, og þarf að far fjögur ár aftur í tímann til að finna álíka umferðartölur og nú. 16.3.2010 10:19 Holskefla nauðungaruppboða í Danmörku Nauðungaruppboðum á íbúðarhúsnæði hefur fjölgað um 164 prósent í Danmörku síðan árið 2006. 16.3.2010 10:10 Einn á slysadeild eftir harðan árekstur Beita þurfti klippum á bifreið til að ná manni úr bíl eftir harðan árekstur sem varð á Kringlumýrabraut rétt eftir klukkan níu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkraflutningamönnum var einn maður fluttur á slysadeild. Ekki er vitað um tildrög slyssins að öðru leyti en því að um aftanákeyrslu var að ræða. 16.3.2010 09:44 Pólitíkusar vilja stýra nýjum skóla í Úlfarsárdal Þrjátíu umsækjendur voru um stöðu skólastjóra í samreknum leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili í Úlfarsárdal sem tekur til starfa í haust. Umsóknarfrestur rann út fyrir helgi og sóttu 23 konur um stöðuna og sjö karlar. Á meðal umsækjenda voru Hermann Valsson, varaborgarfulltrúi VG, og Petrína Baldursdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Grindavík. Báðum var nýverið hafnað í forvali flokka sinna. 16.3.2010 09:41 Landsmönnum fækkaði um hálft prósent í fyrra Fólksfækkun varð á landinu í fyrra í fyrsta sinn frá lokum 19. aldar. Þann 1. janúar síðastliðinn voru 317.630 íbúar með fasta búsetu á Íslandi, en 319.368 ári áður. Fækkunin nemur hálfu prósenti. Á síðustu fimm árum hefur fjölgun landsmanna þó verið hlutfallslega ör eða 1,6% á ári að jafnaði. 16.3.2010 09:01 Eftirskjálfti upp á 6,7 skók Chile Eftirskjálfti upp á 6,7 á Richter skók strendur Chile í gærkvöld um 70 kílómetrum frá borginni Conception. Borgin varð illa úti í skjálfta upp á 8,8 á Richter sem reið yfir landið þann 27. febrúar síðastliðinn. Björgunarsveitamenn í Chile segja að enginn hafi skaðast í eftirskjálftanum og ekki sé vitað um að neinar skemmdir hafi orðið. Ekki er búist við að skjálftinn valdi flóðbylgju. 16.3.2010 08:26 Fleiri skjálftar undir Eyjafjallajökli Mun meiri skjálftavirkni var undir Eyjafjallajökli í nótt en í fyrrinótt. Þar hafa mælst 30 til 40 skjálftar á klukkustund og var sá snarpasti 2,6 á Richter. Flestir voru þó um og innan við tveir á Richter. 16.3.2010 08:15 Börnum þrælað út í kakóframleiðslu Næstum helmingurinn af kakói sem framleitt er í heiminum er unnið í barnaþrælkun á Fílabeinsströndinni. Þar er börnum þrælað út, allt niður í átta ára að aldri. Börnunum er í sumum tilfellum smyglað frá nærliggjandi löndum eins og Malí inn í Fílabeinsströndina. Þar er 40% af öllu kakói í heiminum framleitt og selt áfram til heimskunnra fyrirtækja á borð við Nestlé og Mars. 16.3.2010 07:14 Brotist inn í tvo grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu Brotist var inn í Árbæjarskóla í Reykjavík og í Setbergsskóla í Hafnarfirði í nótt. Á báðum stöðum var ýmsum tölvubúnaði stolið og einhverjar skemmdir unnar. Þjófarnir komust undan í báðum tilvikum og er þeirra nú leitað.- 16.3.2010 07:10 Múslimar ætla að stefna dönskum blöðum fyrir breskum dómstólum Hópur múslima hyggst stefna dönskum dagblöðum fyrir breskum dómstólum vegna birtinga á myndum af Múhameð spámanni. 16.3.2010 07:06 Fundað í dag vegna flugumferðastjóradeilu Samningamenn flugumferðarstjóra og Flugstoða koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan hálft tíu í dag, eftir að samningafundurinn í gær skilaði ekki árangri. 16.3.2010 07:02 Ók á tvöföldum hámarkshraða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði nítján ára ökumann í gærkvöldi eftir að bíll hans hafði mælst á 173 kílómetra hraða í Ártúnsbrekku. Þar er hámarkshraði 80 kílómetrar á klukkustund, þannig að hann var á meira en tvöföldum hámarkshraða. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða og mun mál hans að líkindum fara fyrir dómstóla.- 16.3.2010 06:57 Víða brotist inn í sumarbústaði Innbrotsþjófar gerðu tilraun til að stela hitalömpum úr gróðurhúsi í Reykhóltshverfi í Árnessýslu undir morgun. Eigandi gróðurstöðvarinnar var snemma á fótum og kom styggð að þjófunum, þegar þeir sáu til hans, og komust þeir undan. Brotist hefur verið inn í átta sumarbústaði í uppsveitum Árnessýslu undanfarna daga og þaðan stollið flatskjám og ýmsu öðru. Í einu tilvikinu virðist sem kona með barn hafi hafist við í bústað í einhvern tíma, án vitundar eða samþykkis eigendanna. 16.3.2010 06:52 Tekinn úr tjörn við íbúðarhús Furðufiskur sem fannst spriklandi úti í móa við Stekkjarhvamm í Hafnarfirði er síberíustyrja. Talið er að fugl hafi veitt skrautfiskinn úr tjörn við hús í Hafnar-firði. 16.3.2010 06:00 Barn fékk tífaldan sýklalyfjaskammt Sjö ára stúlka innbyrti um helgina tífaldan skammt af sýklalyfinu Furadantin, sem móðir hennar hafði leyst út í Árbæjar-apóteki. Málið hefur verið kært til Lyfjastofnunar. 16.3.2010 06:00 Fólk í hjólastól fær ókeypis í Smárabíó „Þarna get ég farið án þess að borga inn. Auðvitað kostar þetta stórfé í popp og kók en það er valfrjálst,“ segir Guðjón Sigurðsson, sem eins og aðrir sem eru í hjólastólum, fær frítt á sýningar í Smárabíói. 16.3.2010 04:00 Sérstakt félag stofnað til að reka hallalaust bílastæðahús Bílastæðasjóður Reykjavíkur mun leggja um 400 milljónir króna til félags, sem stofnað verður um bílastæðahús Hörpu, nýja tónlistar- og ráðstefnuhússins við Reykjavíkurhöfn. 16.3.2010 04:00 Verðhækkanir draga úr sölu áfengis Fjórtán prósent samdráttur varð í áfengissölu fyrstu tvo mánuði þessa árs miðað við janúar og febrúar 2009. 16.3.2010 04:00 Gistirýmið er aldrei fullnýtt í Reykjavík Alls bjóða nú 96 aðilar upp á gistingu í 4.898 rúmum á höfuðborgarsvæðinu, að því er kemur fram í gögnum frá Ferðamálaráði sem lögð voru fram á síðasta fundi skipulagsfulltrúans í Reykjavík. 16.3.2010 03:00 Lítil breyting á meðallánum Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu rúmum 1,6 milljörðum króna í síðasta mánuði. Þetta er rúmlega helmingssamdráttur á milli ára og fjórðungslækkun á milli mánaða. Heildarútlánin námu 2,8 milljörðum króna í febrúar fyrir tveimur árum. 16.3.2010 02:00 Hverfafundum borgarstjóra frestað Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri ætlar ekki að halda fyrirhugaða hverfafundi með íbúum Reykjavíkur. Hins vegar stendur til að halda þá síðar á árinu, eftir kosningarnar. 16.3.2010 02:00 Í lagi fyrir skuldara að breyta myntkörfulánum Þeir sem tekið hafa gengistryggð lán munu ekki missa rétt sinn vegna aðgerða stjórnvalda gegn skuldavanda heimilanna. Þar á meðal er niðurfærsla fjármögnunar-fyrirtækja á bílalánum. 16.3.2010 01:00 Þrjú ungmenni svipt sig lífi í Hafnarfirði Vaxandi vanlíðunar gætir í samfélaginu. Nauðsynlegt er að fólk sýni náunga sínum hlýhug, ekki síst börnum og ungmennum, segir prestur í Hafnarfjarðarkirkju. Þrjú ungmenni úr bænum hafa svipt sig lífi á árinu. 15.3.2010 18:42 RÚV sjálfhætt læri það ekki á nýjustu tæknina Það verður sjálfhætt með Ríkisútvarpið innan tíðar, fylgi stofnunin ekki tækniþróun og nái til yngra fólks, að mati menntamálaráðuneytisins. Vinna við nýjan þjónustusamning stofnunarinnar við ráðuneytið er langt komin. 15.3.2010 18:38 Í farbann fyrir að hrista barn Móðir ungabarns og sambýlismaður hennar hafa verið úrskurðuð í farbann og staðfesti Hæstiréttur Íslands úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess eðlis í dag. 15.3.2010 17:08 Styttist í nýja sundlaug á Blönduósi Blönduósingar fá nýja sundlaug eftir tvö mánuði. Bæjarstjórinn segir að framkvæmdirnar hafa bjargað miklu í að halda uppi atvinnu í kreppunni. 15.3.2010 19:20 Skagaströnd græðir á atvinnuleysinu Skagaströnd er sennilega eina byggðarlagið á Íslandi sem græðir á atvinnuleysi. Eftir því sem fleiri missa vinnuna, því fleiri störf skapast á Skagaströnd. 15.3.2010 19:06 Skuldamálin við Húnaflóa eitt það sorglegasta í hruninu Fjármálaherra og bankastjóri Landsbankans segja báðir að skuldastaða sparisjóðseigenda við Húnaflóa sé eitt það sorglegasta sem komið hafi á þeirra borð. Hvorugur treystir sér til að lofa þeim neinni sérmeðferð umfram aðra skuldara. 15.3.2010 18:51 Fjöldi kærumála tvöfaldaðist á tveimur árum Fjöldi kærumála til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra tvöfölduðust á árunum 2007 til 2009. Þau voru 58 árið 2007 en 133 í fyrra. 15.3.2010 14:06 Bretar og Hollendingar bíða eftir gagntilboði Íslendinga Bretar og Hollendingar eru tilbúnir að halda áfram samningaviðræðum við Íslendinga vegna Icesave. Samkvæmt fréttavef Reuters þá ræddu Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands, saman í síðustu viku og þá var sameiginlegur skilningur þeirra að Ísland yrði að taka næsta skref í samningaviðræðunum og leggja fram gagntilboð. 15.3.2010 17:34 Nunna erfði hóruhús Fimmtíu og fimm ára gömul nunna í Skotlandi erfði hóruhús í Austurríki eftir móður sína sem hún hafði aldrei séð. 15.3.2010 16:53 Hundruð stúlkna koma til Íslands til að dansa á nektarstöðum Hundruð ungra erlendra stúlkna koma til Íslands á hverju ári til þess að dansa á nektardansstöðum. Lögregluyfirvöldum hefur reynst mjög erfitt að kanna stöðu þeirra, aðstæður og ástæður fyrir því að þæ 15.3.2010 16:11 Höfum byggt í Jerúsalem í 40 ár Bandaríkjamenn þrýsta mjög á Ísraela að hætta við áform um að byggja 1600 nýjar íbúðir í austurhluta Jerúsalem. 15.3.2010 15:57 Sjá næstu 50 fréttir
Vill vita um kostnað við hrunið Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði fjármálaráðherra á Alþingi í gær um kostnað við bankahrunið. 16.3.2010 13:23
Sett verði þak á auglýsingakostnað í kosningabaráttunni Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar hefur ákveðið að leggja til við að aðra flokka að sett verði þak á auglýsingakostnað fyrir kosningabaráttuna vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Þetta var samþykkt á fundi framkvæmdastjórnar í gær eftir að Samfylkingin í Reykjavík beindi málinu til stjórnarinnar, að fram kemur á vef flokksins. 16.3.2010 13:19
Geta sótt um frystingu hjá LÍN Þeir sem eiga í verulegum fjárhagsörðugleikum geta nú sótt um þriggja ára frystingu á greiðslu afborgana námslána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Til að fá frystinguna þarf viðkomandi að vera með öll sín bankalán í frystingu, vera í skuldaaðlögun eða með mat frá Ráðgjafastofu heimilanna um að greiðslugeta viðkomandi sé mjög slæm. 16.3.2010 12:18
Líta aðgerðir flugumferðarstjóra alvarlegum augum Samgönguráðherra vonar að samningur takist í deilu flugumferðarstjóra í dag, en minnir á að stutt sé í boðaðar aðgerðir flugumferðarstjóra. Það líti stjórnvöld alvarlegum augum. 16.3.2010 12:10
Funda með Buchheit Forystufólk stjórnar og stjórnarandstöðu situr nú í hádeginu fund með Lee Buchheit formanni samninganefndar Íslands í Icesave deilunni í fjármálaráðuneytinu. 16.3.2010 12:02
Gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar í deilu flugumferðarstjóra Aðalritari Alþjóðaflutninga- verkamannasambandsins lýsir þungum áhyggjum af áformum ríkisstjórnarinnar um að stöðva fyrirhugað verkfall flugumferðarstjóra með lögum. Hann hefur sent Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, bréf í tilefni af deilu Flugstoða og flugumferðarstjóra. 16.3.2010 11:38
Fundi ólokið Fundi Flugstoða og samninganefndar flugumferðarstjóra sem hófst klukkan hálf tíu í morgun er ólokið, að sögn Ottós Garðars Eiríkssonar formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Ottó vonast til þess að samningsaðilar komist að sameiginlegri niðurstöðu á fundinum. Gerist það ekki hafa flugumferðarstjórar boðað til fjögurra klukkustunda verkfall í fyrramálið. 16.3.2010 11:25
Fæðingum fjölgaði um 13% Fæðingum á Landspítala fjölgaði um 70, eða 13%, á fyrstu tveimur mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. 16.3.2010 11:20
Sænskur vísindamaður hlýtur norræn líforkuverðlaun Göran Berndes, sænskur vísindamaður, hlaut í dag líforkuverðlauna Norrænu ráðherranefndarinnar. Verðlaunin eru veitt einstaklingi eða samtökum sem hafa lagt mikið af mörkum til að auka notkun eða framleiðslu á líforku. Það var Andreas Carlgren, umhverfisráðherra Svíþjóðar, sem afhenti Berndes verðlaunin á orkuþingi sem fer fram í dag í Stokkhólmi. 16.3.2010 11:12
Mótmæla fyrir utan Íslandsbanka Samtökin Nýtt Ísland ætla að mótmæla bílalánum fyrir utan Íslandsbanka á Kirkjusandi kl 12.15 í dag. Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að Nýtt Ísland muni bjóða bankann upp með sérstöku uppboði. Engin ábyrgð verði tekin á uppboðinu. Skipuleggjendur mótmælanna hvetja fólk til að fjölmenna fyrir utan bankann og þeyta flautur bifreiða sinna í hið minnsta þrjár mínútur til að mótmæla óréttlætinu í íslenska bankakerfinu. 16.3.2010 11:03
Krefja stjórnvöld um aðgerðir Darraðardansinn í kring um Icesave minnir á lönguvitleysu og tekur allan tíma Alþingis og stjórnvalda, segir í ályktun AFLs Starfsgreinafélags. 16.3.2010 10:42
Bandaríkjamenn hætta við Ísraelsheimsókn Bandaríkjamenn hafa hætt við að senda George Mitchell til Ísraels í dag, en hann er sérlegur sendimaður þeirra í Miðausturlöndum. 16.3.2010 10:33
Verulega dregur úr umferð Verulega hefur dregið úr umferð á vegum landsins fyrstu tvo mánuði ársins, og þarf að far fjögur ár aftur í tímann til að finna álíka umferðartölur og nú. 16.3.2010 10:19
Holskefla nauðungaruppboða í Danmörku Nauðungaruppboðum á íbúðarhúsnæði hefur fjölgað um 164 prósent í Danmörku síðan árið 2006. 16.3.2010 10:10
Einn á slysadeild eftir harðan árekstur Beita þurfti klippum á bifreið til að ná manni úr bíl eftir harðan árekstur sem varð á Kringlumýrabraut rétt eftir klukkan níu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkraflutningamönnum var einn maður fluttur á slysadeild. Ekki er vitað um tildrög slyssins að öðru leyti en því að um aftanákeyrslu var að ræða. 16.3.2010 09:44
Pólitíkusar vilja stýra nýjum skóla í Úlfarsárdal Þrjátíu umsækjendur voru um stöðu skólastjóra í samreknum leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili í Úlfarsárdal sem tekur til starfa í haust. Umsóknarfrestur rann út fyrir helgi og sóttu 23 konur um stöðuna og sjö karlar. Á meðal umsækjenda voru Hermann Valsson, varaborgarfulltrúi VG, og Petrína Baldursdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Grindavík. Báðum var nýverið hafnað í forvali flokka sinna. 16.3.2010 09:41
Landsmönnum fækkaði um hálft prósent í fyrra Fólksfækkun varð á landinu í fyrra í fyrsta sinn frá lokum 19. aldar. Þann 1. janúar síðastliðinn voru 317.630 íbúar með fasta búsetu á Íslandi, en 319.368 ári áður. Fækkunin nemur hálfu prósenti. Á síðustu fimm árum hefur fjölgun landsmanna þó verið hlutfallslega ör eða 1,6% á ári að jafnaði. 16.3.2010 09:01
Eftirskjálfti upp á 6,7 skók Chile Eftirskjálfti upp á 6,7 á Richter skók strendur Chile í gærkvöld um 70 kílómetrum frá borginni Conception. Borgin varð illa úti í skjálfta upp á 8,8 á Richter sem reið yfir landið þann 27. febrúar síðastliðinn. Björgunarsveitamenn í Chile segja að enginn hafi skaðast í eftirskjálftanum og ekki sé vitað um að neinar skemmdir hafi orðið. Ekki er búist við að skjálftinn valdi flóðbylgju. 16.3.2010 08:26
Fleiri skjálftar undir Eyjafjallajökli Mun meiri skjálftavirkni var undir Eyjafjallajökli í nótt en í fyrrinótt. Þar hafa mælst 30 til 40 skjálftar á klukkustund og var sá snarpasti 2,6 á Richter. Flestir voru þó um og innan við tveir á Richter. 16.3.2010 08:15
Börnum þrælað út í kakóframleiðslu Næstum helmingurinn af kakói sem framleitt er í heiminum er unnið í barnaþrælkun á Fílabeinsströndinni. Þar er börnum þrælað út, allt niður í átta ára að aldri. Börnunum er í sumum tilfellum smyglað frá nærliggjandi löndum eins og Malí inn í Fílabeinsströndina. Þar er 40% af öllu kakói í heiminum framleitt og selt áfram til heimskunnra fyrirtækja á borð við Nestlé og Mars. 16.3.2010 07:14
Brotist inn í tvo grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu Brotist var inn í Árbæjarskóla í Reykjavík og í Setbergsskóla í Hafnarfirði í nótt. Á báðum stöðum var ýmsum tölvubúnaði stolið og einhverjar skemmdir unnar. Þjófarnir komust undan í báðum tilvikum og er þeirra nú leitað.- 16.3.2010 07:10
Múslimar ætla að stefna dönskum blöðum fyrir breskum dómstólum Hópur múslima hyggst stefna dönskum dagblöðum fyrir breskum dómstólum vegna birtinga á myndum af Múhameð spámanni. 16.3.2010 07:06
Fundað í dag vegna flugumferðastjóradeilu Samningamenn flugumferðarstjóra og Flugstoða koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan hálft tíu í dag, eftir að samningafundurinn í gær skilaði ekki árangri. 16.3.2010 07:02
Ók á tvöföldum hámarkshraða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði nítján ára ökumann í gærkvöldi eftir að bíll hans hafði mælst á 173 kílómetra hraða í Ártúnsbrekku. Þar er hámarkshraði 80 kílómetrar á klukkustund, þannig að hann var á meira en tvöföldum hámarkshraða. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða og mun mál hans að líkindum fara fyrir dómstóla.- 16.3.2010 06:57
Víða brotist inn í sumarbústaði Innbrotsþjófar gerðu tilraun til að stela hitalömpum úr gróðurhúsi í Reykhóltshverfi í Árnessýslu undir morgun. Eigandi gróðurstöðvarinnar var snemma á fótum og kom styggð að þjófunum, þegar þeir sáu til hans, og komust þeir undan. Brotist hefur verið inn í átta sumarbústaði í uppsveitum Árnessýslu undanfarna daga og þaðan stollið flatskjám og ýmsu öðru. Í einu tilvikinu virðist sem kona með barn hafi hafist við í bústað í einhvern tíma, án vitundar eða samþykkis eigendanna. 16.3.2010 06:52
Tekinn úr tjörn við íbúðarhús Furðufiskur sem fannst spriklandi úti í móa við Stekkjarhvamm í Hafnarfirði er síberíustyrja. Talið er að fugl hafi veitt skrautfiskinn úr tjörn við hús í Hafnar-firði. 16.3.2010 06:00
Barn fékk tífaldan sýklalyfjaskammt Sjö ára stúlka innbyrti um helgina tífaldan skammt af sýklalyfinu Furadantin, sem móðir hennar hafði leyst út í Árbæjar-apóteki. Málið hefur verið kært til Lyfjastofnunar. 16.3.2010 06:00
Fólk í hjólastól fær ókeypis í Smárabíó „Þarna get ég farið án þess að borga inn. Auðvitað kostar þetta stórfé í popp og kók en það er valfrjálst,“ segir Guðjón Sigurðsson, sem eins og aðrir sem eru í hjólastólum, fær frítt á sýningar í Smárabíói. 16.3.2010 04:00
Sérstakt félag stofnað til að reka hallalaust bílastæðahús Bílastæðasjóður Reykjavíkur mun leggja um 400 milljónir króna til félags, sem stofnað verður um bílastæðahús Hörpu, nýja tónlistar- og ráðstefnuhússins við Reykjavíkurhöfn. 16.3.2010 04:00
Verðhækkanir draga úr sölu áfengis Fjórtán prósent samdráttur varð í áfengissölu fyrstu tvo mánuði þessa árs miðað við janúar og febrúar 2009. 16.3.2010 04:00
Gistirýmið er aldrei fullnýtt í Reykjavík Alls bjóða nú 96 aðilar upp á gistingu í 4.898 rúmum á höfuðborgarsvæðinu, að því er kemur fram í gögnum frá Ferðamálaráði sem lögð voru fram á síðasta fundi skipulagsfulltrúans í Reykjavík. 16.3.2010 03:00
Lítil breyting á meðallánum Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu rúmum 1,6 milljörðum króna í síðasta mánuði. Þetta er rúmlega helmingssamdráttur á milli ára og fjórðungslækkun á milli mánaða. Heildarútlánin námu 2,8 milljörðum króna í febrúar fyrir tveimur árum. 16.3.2010 02:00
Hverfafundum borgarstjóra frestað Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri ætlar ekki að halda fyrirhugaða hverfafundi með íbúum Reykjavíkur. Hins vegar stendur til að halda þá síðar á árinu, eftir kosningarnar. 16.3.2010 02:00
Í lagi fyrir skuldara að breyta myntkörfulánum Þeir sem tekið hafa gengistryggð lán munu ekki missa rétt sinn vegna aðgerða stjórnvalda gegn skuldavanda heimilanna. Þar á meðal er niðurfærsla fjármögnunar-fyrirtækja á bílalánum. 16.3.2010 01:00
Þrjú ungmenni svipt sig lífi í Hafnarfirði Vaxandi vanlíðunar gætir í samfélaginu. Nauðsynlegt er að fólk sýni náunga sínum hlýhug, ekki síst börnum og ungmennum, segir prestur í Hafnarfjarðarkirkju. Þrjú ungmenni úr bænum hafa svipt sig lífi á árinu. 15.3.2010 18:42
RÚV sjálfhætt læri það ekki á nýjustu tæknina Það verður sjálfhætt með Ríkisútvarpið innan tíðar, fylgi stofnunin ekki tækniþróun og nái til yngra fólks, að mati menntamálaráðuneytisins. Vinna við nýjan þjónustusamning stofnunarinnar við ráðuneytið er langt komin. 15.3.2010 18:38
Í farbann fyrir að hrista barn Móðir ungabarns og sambýlismaður hennar hafa verið úrskurðuð í farbann og staðfesti Hæstiréttur Íslands úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess eðlis í dag. 15.3.2010 17:08
Styttist í nýja sundlaug á Blönduósi Blönduósingar fá nýja sundlaug eftir tvö mánuði. Bæjarstjórinn segir að framkvæmdirnar hafa bjargað miklu í að halda uppi atvinnu í kreppunni. 15.3.2010 19:20
Skagaströnd græðir á atvinnuleysinu Skagaströnd er sennilega eina byggðarlagið á Íslandi sem græðir á atvinnuleysi. Eftir því sem fleiri missa vinnuna, því fleiri störf skapast á Skagaströnd. 15.3.2010 19:06
Skuldamálin við Húnaflóa eitt það sorglegasta í hruninu Fjármálaherra og bankastjóri Landsbankans segja báðir að skuldastaða sparisjóðseigenda við Húnaflóa sé eitt það sorglegasta sem komið hafi á þeirra borð. Hvorugur treystir sér til að lofa þeim neinni sérmeðferð umfram aðra skuldara. 15.3.2010 18:51
Fjöldi kærumála tvöfaldaðist á tveimur árum Fjöldi kærumála til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra tvöfölduðust á árunum 2007 til 2009. Þau voru 58 árið 2007 en 133 í fyrra. 15.3.2010 14:06
Bretar og Hollendingar bíða eftir gagntilboði Íslendinga Bretar og Hollendingar eru tilbúnir að halda áfram samningaviðræðum við Íslendinga vegna Icesave. Samkvæmt fréttavef Reuters þá ræddu Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands, saman í síðustu viku og þá var sameiginlegur skilningur þeirra að Ísland yrði að taka næsta skref í samningaviðræðunum og leggja fram gagntilboð. 15.3.2010 17:34
Nunna erfði hóruhús Fimmtíu og fimm ára gömul nunna í Skotlandi erfði hóruhús í Austurríki eftir móður sína sem hún hafði aldrei séð. 15.3.2010 16:53
Hundruð stúlkna koma til Íslands til að dansa á nektarstöðum Hundruð ungra erlendra stúlkna koma til Íslands á hverju ári til þess að dansa á nektardansstöðum. Lögregluyfirvöldum hefur reynst mjög erfitt að kanna stöðu þeirra, aðstæður og ástæður fyrir því að þæ 15.3.2010 16:11
Höfum byggt í Jerúsalem í 40 ár Bandaríkjamenn þrýsta mjög á Ísraela að hætta við áform um að byggja 1600 nýjar íbúðir í austurhluta Jerúsalem. 15.3.2010 15:57
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent