Barn fékk tífaldan sýklalyfjaskammt 16. mars 2010 06:00 Sjö ára stúlka innbyrti um helgina tífaldan skammt af sýklalyfinu Furadantin, sem móðir hennar hafði leyst út í Árbæjar-apóteki. Málið hefur verið kært til Lyfjastofnunar. Samkvæmt lyfseðlinum átti stúlkan að taka inn þrjá fimm milligramma skammta á dag, en mæðg-urnar gengu út úr lyfsölunni með glas sem innihélt 50 milligramma skammta. Móðir telpunnar gaf henni svo þessa skammta. Stúlkan, Rosalía Hanna Canales Cederborg, fékk blöðrubólgu í liðinni viku og fór til læknis á fimmtudag. Lyfið var leyst út þann daginn og strax um kvöldið kvartaði stúlkan undan magaverk. „Á föstudaginn kastaði hún upp og var slöpp allt kvöldið. Ég hélt að hún væri komin með ælupest," segir móðir hennar, Maria Cederborg, í kæru sem hún hefur sent til Lyfjastofnunar. Maria gaf dóttur sinni lyfið aftur á laugardaginn, þrátt fyrir að stelpan færðist undan því. Þegar Rosalía kastaði upp annan daginn í röð runnu tvær grímur á móðurina og hún áttaði sig á mistökunum. „Við vorum heppin að þetta var ekki skaðlegra lyf. Hugsaðu þér ef þetta hefði verið eitthvað annað, eitthvað sem skemmir," segir Maria. Hún tekur fram að hún sé í góðu sambandi við apótekið og að þar séu allir miður sín vegna þessa. Hún hefur vakið athygli Lyfjastofnunar á málinu til að fyrirbyggja að svona geti komið fyrir aftur. Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að þetta mál fari nú í ferli hjá stofnuninni. Kannað verði hvað fór úrskeiðis og síðan óskað eftir viðbrögðum frá lyfsala um hvernig komið verði í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. „Sem betur er þetta sjaldgæft, að minnsta kosti okkur vitanlega," segir Rannveig. Lyfjastofnun hefur ekki réttindi sjúklinga á hendi og Rannveig vill því ekki segja til um hvaða rétt neytendur hafa í tilfelli sem þessu, til dæmis til skaðabóta. Spurð um viðurlög vegna mistaka lyfsala segir Rannveig: „Það er metið í hverju tilfelli fyrir sig, en ef það eru mörg mistök í sömu lyfjabúð þá getur viðkomandi aðili fengið áminningu sem gæti leitt til leyfissviptingar." Kristján Steingrímsson lyfjafræðingur í apótekinu staðfestir mistökin. „Því miður var þetta ranglega afgreitt," segir hann. Nú sé vandlega farið yfir verkferla innanhúss. klemens@frettabladid.is Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Sjá meira
Sjö ára stúlka innbyrti um helgina tífaldan skammt af sýklalyfinu Furadantin, sem móðir hennar hafði leyst út í Árbæjar-apóteki. Málið hefur verið kært til Lyfjastofnunar. Samkvæmt lyfseðlinum átti stúlkan að taka inn þrjá fimm milligramma skammta á dag, en mæðg-urnar gengu út úr lyfsölunni með glas sem innihélt 50 milligramma skammta. Móðir telpunnar gaf henni svo þessa skammta. Stúlkan, Rosalía Hanna Canales Cederborg, fékk blöðrubólgu í liðinni viku og fór til læknis á fimmtudag. Lyfið var leyst út þann daginn og strax um kvöldið kvartaði stúlkan undan magaverk. „Á föstudaginn kastaði hún upp og var slöpp allt kvöldið. Ég hélt að hún væri komin með ælupest," segir móðir hennar, Maria Cederborg, í kæru sem hún hefur sent til Lyfjastofnunar. Maria gaf dóttur sinni lyfið aftur á laugardaginn, þrátt fyrir að stelpan færðist undan því. Þegar Rosalía kastaði upp annan daginn í röð runnu tvær grímur á móðurina og hún áttaði sig á mistökunum. „Við vorum heppin að þetta var ekki skaðlegra lyf. Hugsaðu þér ef þetta hefði verið eitthvað annað, eitthvað sem skemmir," segir Maria. Hún tekur fram að hún sé í góðu sambandi við apótekið og að þar séu allir miður sín vegna þessa. Hún hefur vakið athygli Lyfjastofnunar á málinu til að fyrirbyggja að svona geti komið fyrir aftur. Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að þetta mál fari nú í ferli hjá stofnuninni. Kannað verði hvað fór úrskeiðis og síðan óskað eftir viðbrögðum frá lyfsala um hvernig komið verði í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. „Sem betur er þetta sjaldgæft, að minnsta kosti okkur vitanlega," segir Rannveig. Lyfjastofnun hefur ekki réttindi sjúklinga á hendi og Rannveig vill því ekki segja til um hvaða rétt neytendur hafa í tilfelli sem þessu, til dæmis til skaðabóta. Spurð um viðurlög vegna mistaka lyfsala segir Rannveig: „Það er metið í hverju tilfelli fyrir sig, en ef það eru mörg mistök í sömu lyfjabúð þá getur viðkomandi aðili fengið áminningu sem gæti leitt til leyfissviptingar." Kristján Steingrímsson lyfjafræðingur í apótekinu staðfestir mistökin. „Því miður var þetta ranglega afgreitt," segir hann. Nú sé vandlega farið yfir verkferla innanhúss. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Sjá meira