Gistirýmið er aldrei fullnýtt í Reykjavík 16. mars 2010 03:00 Hótelrými á höfuðborgarsvæðinu Eftir því sem fjær dregur miðborg Reykjavíkur minnkar framboð gistirýma fyrir ferðamenn. 96 bjóða nú gistingu á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum Ferðamálaráðs. Alls bjóða nú 96 aðilar upp á gistingu í 4.898 rúmum á höfuðborgarsvæðinu, að því er kemur fram í gögnum frá Ferðamálaráði sem lögð voru fram á síðasta fundi skipulagsfulltrúans í Reykjavík. Eins og við er að búast eru flest gistirúmin í 101 Reykjavík eða 2.060 talsins. Í póstnúmerinu 105 eru næstflest rúm, 1.342. Að því er segir í greinargerð sem lögð var fyrir skipulagsfulltrúa er búist við fjölgun ferðamanna til landsins. „Með tilkomu tónlistar- og ráðstefnuhússins eru bundnar vonir við aukningu ráðstefnugesta til landsins og með auknum samgöngum til landsins og fleiri áfangastöðum hjá flugfélögunum geta ferðaþjónustuaðilar ekki verið annað en bjartsýnir á framhaldið,“ segir í greinargerðinni. Eðlilega er gistiþörfin mest mánuðina júní, júlí og ágúst og miðborgin hefur mesta aðdráttar-aflið. „Með auknu gistirými í miðborginni mun að líkindum halla á gististaði utan miðborgarinnar,“ er spáð í greinargerðinni. Fram hefur komið að ýmis áform um fjölgun gistirýma eru uppi, meðal annars rekstur hótels í gömlu Heilsuverndarstöðinni á Barónsstíg, eins og Fréttablaðið hefur skýrt frá. Mesta nýting gistirýma á höfuðborgarsvæðinu á einum stökum mánuði er rúmlega 80 prósent. Nýtingin sveiflaðist á milli þess að vera 81 prósent í júlí niður í 35 prósent í desember á árinu 2008 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Oftast er því hægt að fá gistingu eftir eigin höfði en á vissum álagstímum, til dæmis vikurnar í kring um menningarnótt og Gay Pride-hátíðina, fá ekki allir þá gistingu sem þeir helst kjósa. „Gestir urðu að sætta sig við gistiheimili og hótel utan miðborgarinnar, til dæmis í Kópavogi og Mosfellsbæ,“ segir í greinargerðinni. gar@frettabladid.is Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Sjá meira
Alls bjóða nú 96 aðilar upp á gistingu í 4.898 rúmum á höfuðborgarsvæðinu, að því er kemur fram í gögnum frá Ferðamálaráði sem lögð voru fram á síðasta fundi skipulagsfulltrúans í Reykjavík. Eins og við er að búast eru flest gistirúmin í 101 Reykjavík eða 2.060 talsins. Í póstnúmerinu 105 eru næstflest rúm, 1.342. Að því er segir í greinargerð sem lögð var fyrir skipulagsfulltrúa er búist við fjölgun ferðamanna til landsins. „Með tilkomu tónlistar- og ráðstefnuhússins eru bundnar vonir við aukningu ráðstefnugesta til landsins og með auknum samgöngum til landsins og fleiri áfangastöðum hjá flugfélögunum geta ferðaþjónustuaðilar ekki verið annað en bjartsýnir á framhaldið,“ segir í greinargerðinni. Eðlilega er gistiþörfin mest mánuðina júní, júlí og ágúst og miðborgin hefur mesta aðdráttar-aflið. „Með auknu gistirými í miðborginni mun að líkindum halla á gististaði utan miðborgarinnar,“ er spáð í greinargerðinni. Fram hefur komið að ýmis áform um fjölgun gistirýma eru uppi, meðal annars rekstur hótels í gömlu Heilsuverndarstöðinni á Barónsstíg, eins og Fréttablaðið hefur skýrt frá. Mesta nýting gistirýma á höfuðborgarsvæðinu á einum stökum mánuði er rúmlega 80 prósent. Nýtingin sveiflaðist á milli þess að vera 81 prósent í júlí niður í 35 prósent í desember á árinu 2008 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Oftast er því hægt að fá gistingu eftir eigin höfði en á vissum álagstímum, til dæmis vikurnar í kring um menningarnótt og Gay Pride-hátíðina, fá ekki allir þá gistingu sem þeir helst kjósa. „Gestir urðu að sætta sig við gistiheimili og hótel utan miðborgarinnar, til dæmis í Kópavogi og Mosfellsbæ,“ segir í greinargerðinni. gar@frettabladid.is
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Sjá meira