Fleiri fréttir

Brotist inn í ljósmyndavöruverslun

Brotist var inn í ljósmyndavöruverslun í Brautarholti á fjórða tímanum í nótt. Þrír voru handteknir á staðnum og segir lögreglan að þeir hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Þeir gistu fangageymslur lögreglunnar og munu þurfa að gera grein fyrir athæfi sínu þegar líður á daginn.

Danskir Vítisenglar stofna unglingaklúbb

Vélhjólaklúbburinn Vítisenglar í Danmörku stofnar í dag sérstakan hóp fyrir unglinga undir 18 ára aldri. Hópurinn mun bera titilinn Varnarhópur víkinga, segir Berlingske Tiderne.

Hálfrænulaus eftir dáleiðslu hjá Sailesh

Stúlka á átjánda ári lenti í hremmingum eftir að dávaldurinn Sailesh hafði dáleitt hana í hádegis­skemmtun í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ (FG). Hún losnaði ekki úr dáleiðslunni og kalla þurfti til sjúkralið sem ekkert gat gert.

Dæmi Íslands má ekki endurtaka

„Öll erum við sammála um að bankakreppa á við kreppuna á Íslandi megi ekki koma upp aftur,“ sagði Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), í ræðu sinni á ráðstefnu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), í gær. Ráðstefnan fjallaði um hvernig koma mætti á regluverki áfallastjórnunar á sameiginlegum fjármálamarkaði sambandsins.

Tóku 38 fíkniefnasmyglara

Lögreglan á Suðurnesjum og tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hafa tekið þrjátíu og átta manns með fíkniefni nú frá áramótum og fram að miðjum mars. Samtals hefur verið tekið á fimmta kíló af fíkniefnum á sama tíma.

OR vill aprílopnun

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í gær fyrir sitt leyti tillögu Þorleifs Gunnlaugssonar borgarfulltrúa um að veiðitími hefjist framvegis 1. apríl í Elliðavatni í staðinn fyrir 1. maí. Orkuveitan á um tvo þriðju veiðiréttar á Elliðavatni. Þar eiga einnig veiðirétt Reykjavíkurborg, Kópavogur og Mosfellsbær auk einstaklinga sem eiga tæpan fimmtung.

Fá enn fjarnám þótt ráðuneyti vilji skera

Bæði Fjölbrautaskólinn í Ármúla og Verzlunarskóli Íslands halda áfram að kenna grunnskólanemum í fjarnámi þrátt fyrir ákvörðun menntamálaráðuneytisins um að afnema fjárveitingar til þessa liðar frá síðustu áramótum.

Formanni vikið vegna framboðs

Formanni umhverfis­nefndar Flóahrepps var fyrirvaralaust vikið frá störfum á fundi sveitarstjórnar hreppsins á miðvikudag. Hann segir ákvörðun sveitarstjórnarinnar sýna þá heift og óbilgirni sem virkjanamál í hreppnum hafi kallað fram.

Orkuverð hækkar á næsta ári

Afar líklegt er að neytendur þurfi að greiða meira fyrir þjónustu Orkuveitu Reykjavíkur á næsta ári en þeir gera nú, að sögn Hjörleifs B. Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar.

Rætt um að verðtryggja framlögin

Fulltrúar stjórnmálaflokkanna hafa rætt um að verðtryggja þær 300.000 krónur sem flokkarnir mega nú fá í hámarksframlög. Upphæðin hækki því í tímans rás í takt við almennt verðlag.

Vilja syni og eiginmenn lausa

Undanfarna daga hefur hópur kvenna á Kúbu krafist þess að synir þeirra, eiginmenn og aðrir ástvinir verði látnir lausir úr fangelsi. Þeir voru handteknir fyrir sjö árum fyrir andóf gegn stjórnvöldum.

Beittu slökkvitæki og níu kílóa sleggju

Tveir bræður um fertugt hafa verið ákærðir fyrir hrottalega líkamsárás í Breiðholtinu í nóvember 2008. Er þeim gefið að sök að hafa beitt við árásina níu kílóa sleggju og slökkvitæki.

Grásleppuhrognaverð slær öll met

Aldrei í sögunni hefur fengist eins hátt verð fyrir grásleppuhrogn og nú og hefur verðið hækkað um sjötíu prósent frá því í upphafi síðustu vertíðar. Grásleppukarlar, sem lönduðu í Grindavík í dag, kvörtuðu þó undan aflaleysi. Á sama tíma er mokfiskerí í þorskinum og hrópað á meiri kvóta.

Sendiherrar kosta 74 milljónir

Níu starfsmenn hjá utanríkisráðuneytinu starfa þar með sendiherratitil og þiggja laun samkvæmt því. Tveir þeirra hafa aldrei starfað á erlendum vettvangi. Laun þeirra kosta íslenska ríkið tæpar sjötíu og fjórar milljónir króna á ári.

Fiskimjölið var skrásett sem hvalmjöl

Vegna frétta um meintan ólöglegan útflutning á hvalaafurðum hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið kannað þau tilvik sem vísað er til og gögn eru um á vef Hagstofu Ísland samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu.

Lést á Kanarí

Íslenskur karlmaður lést í vikunni af völdum áverka sem hann hlaut eftir að hann féll niður stiga á Kanarí þar sem hann var í fríi. Maðurinn sem var á sjötugsaldri hafði verið búsettur í Danmörku undanfarin ár. Ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu.

Fundi lauk án niðurstöðu

Fundi samninganefndar flugvirkja og viðsemjenda þeirra hjá Ríkissáttasemjara lauk á fimmta tímanum í dag án niðurstöðu. Nýr fundur er boðaður klukkan 11 á morgun.

Engin yfirheyrður vegna spellvirkjanna við Veðurstofuna

Engin hefur enn verið handtekinn eða yfirheyrður vegna spellvirkjanna sem unnin voru á fjarskiptamöstrunum í grennd við Veðurstofuna í fyrrinótt, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Nýtt hjúkrunarheimili vígt í Kópvogi

Nýtt hjúkrunarheimili Hrafnistu var vígt við Boðaþing í Kópavogi á dag. Rúm átta ár eru síðan nýtt og sérhannað hjúkrunarheimili tók til starfa á höfuðborgarsvæðinu.

Kristín skipuð forstjóri Útlendingastofnunar

Kristín Völundardóttir, sýslumaður á Ísafirði og lögreglustjóri Vestfjarða, hefur verið skipuð í embætti forstjóra Útlendingastofnunar, frá og með 1. apríl næstkomandi.

Óku of hratt um Vífilsstaðaveg

Brot 38 ökumanna voru mynduð á Vífilsstaðavegi í Garðabæ í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Vífilsstaðaveg í norðurátt, við Löngulínu. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 147 ökutæki þessa akstursleið og því ók um fjórðungur ökumanna, eða 26%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Meðalhraði hinna brotlegu var 69 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Tíu óku á 70 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 78.

Skipulögð leit að krabbameini tryggð til næstu ára

Þjónustusamningur milli Krabbameinsfélags Íslands og Sjúkratrygginga Íslands um skipulagða leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum kvenna var undirritaður í GÆR í aðalstöðvum Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra var viðstödd undirritunina og staðfesti samninginn.

Laugavegur opinn öllum nema bifreiðum um helgina

Hluta af Laugavegi og Skólavörðustíg ásamt Bankastræti verður breytt í göngugötur um helgina í tilefni af HönnunarMars 2010. Þetta er þáttur í Grænum skrefum í Reykjavík. Í sumar er ætlunin að nota öll þau tækifæri sem gefast til að gera miðborgina eftirsóknarverða fyrir gangandi, að fram kemur í tilkynningu frá umhverfis og samgöngusviði borgarinnar.

Vinsamlegur fundur með samgönguráðherra

„Þetta var vinsamlegur fundur. Við ræddum við ráðherrann og upplýstum hann um stöðu mála. Nú ræða fulltrúar Icelandair við hann,“ segir Kristján Kristinsson, formaður samninganefndar flugvirkja, sem fundaði með Kristjáni Möller, samgönguráðherra fyrr í dag um stöðu mála í kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Icelandair. Verkfall þeirra hefst næstkomandi mánudag hafi samningar ekki tekist.

Lýst eftir 15 ára gamalli stúlku

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Natalíu Rós Jósepsdóttur. Natalía strauk frá meðferðarheimilinu Stuðlum í gær ásamt tveimur öðrum stúlkum.

BSRB: Hótanir stjórnvalda mjög alvarlegar

Stjórn BSRB lítur það mjög alvarlegum augum að stjórnvöld skuli hafa haft uppi hótanir um að grípa inn í kjaradeilu flugumferðarstjóra með lagasetningu á löglega boðaðar verkfallsaðgerðir og brjóta þar með á grundvallarréttindum launafólks. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi BSRB í dag.

Flugfreyjurnar farnar

Síðasta tilraun til þess að miðla málum í kjaradeilu flugfreyja hjá British Airways runnu út í sandinn í dag. Þriggja daga verkfall hefst því á miðnætti.

Rafmagn komið á í Kópavogi

Viðgerð er lokið og rafmagn komið á eftir að bilun varð í háspennukerfi Orkuveitu Reykjavíkur í hádeginu sem olli rafmagnsleysi í hluta Kóra og Þinga í Kópavogi. Svokölluð Lögbergslína var úti og því var rafmagnslaust í Lækjarbotnum og þar um kring.

Flugvirkjar funda með samgönguráðherra

Samninganefnd Flugvirkjafélags Íslands settist klukkan tvö á fund í samgönguráðuneytinu með Kristjáni Möller, samgönguráðherra, til að fara yfir stöðuna í kjaradeilu félagsmanna sinna er starfa hjá Icelandair. Verkfall þeirra hefst næstkomandi mánudag hafi samningar ekki tekist.

Varasamt að fara í Bláa lónið

Danskur verkalýðsforkólfur á í nokkrum vanda eftir heimsókn í Bláa lónið á Íslandi. Danskir fjölmiðlar hafa upplýst um það sem þeir kalla lúxuslíf Sörens Fibigere Olesen.

Hvar er kúlan mín?

Þegar kaupsýslumaðurinn Hong Kee Siong sló golfkúlu út í tjörn á golfvelli í Malasíu rölti hann niður að tjörninni til þess að kíkja eftir henni.

Kennir hollenskum hommum um fjöldamorðin í Bosníu

Fyrrverandi hershöfðingi í Bandaríkjaher segir að Hollendingum hafi mistekist að koma í veg fyrir fjöldamorðin í Srebrenica á sínum tíma vegna þess að her landsins hafi veikst við það að hommum var hleypt í herinn. John Sheehan, sem meðal annars starfaði hjá NATO í Evrópu, lét þessi orð falla á fundi hjá hernum þar sem rætt var um hvort yfirlýstum hommum verði leyft að ganga í herinn. Ummælin hafa vakið mikla athygli og Hollendingar segja hershöfðingjann rugla.

Spara 100 milljónir í lyfjakostnað á tveimur mánuðum

Eitt hundrað milljónir króna hafa sparast í lyfjamálum á Landspítala á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2010 miðað við sömu mánuði árið áður. Þetta kemur fram í pistli Björns Zoëga, forstjóra á heimasíðu, spítalans.

Steinunn Valdís: Minntist aldrei á Geira í Goldfinger

„Líklega þarf nú að nefna fólk á nafn til að það geti kært aðra fyrir meiðyrði,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, en Ásgeir Davíðsson, eigandi nektardansstaðarins Goldfinger, íhugar að kæra hana eftir að hún lét þau orð falla að nektardansstaðir hýstu oft mansal og skipulagða glæpastarfsemi.

Rafmagnslaust í hluta Kópavogs

Fyrir stundu varð bilun í háspennukerfi Orkuveitunnar sem veldur rafmagnsleysi í hluta Kóra og Þinga í Kópavogi. Svokölluð Lögbergslína er úti og því rafmagnslaust í Lækjarbotnum og þar um kring. Viðgerð er hafin og verður lokið svo fljótt sem unnt er, að fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur.

Frosin hindber innkölluð vegna gruns um nóróvírus

Aðföng hafa ákveðið að innkalla Euro Shopper hindber í 500 gramma pokum. Ákvörðun um þetta var tekin eftir að nóróvírus greindist í vörunni í Svíþjóð. Varan var í dreifingu í verslunum Bónus, Hagkaupa og 10-11 og hefur verið tekin úr sölu.

Líklegt að Jóna fái að afplána heima

Góðar líkur eru á því að Jóna Denný Sveinsdóttir, sem hefur verið í haldi lögreglunnar í Perú eftir að hún var tekinn með tvö kíló af kókaíni, geti afplánað refsidóm hér á Íslandi.

Tjáir sig ekki um lögbann á verkfall flugvirkja

Kristján L. Möller, samgönguráðherra, gefur ekkert uppi um hvort til greina komið að setja lög á verkfall flugvirkja sem hefjast á næst komandi mánudag hafi samningar ekki tekist. En flugvirkjar felldu nýgerðan kjarasamning sinn um mánaðamótin.

Ekkert samkomulag um makrílveiðar

Ekki náðist samkomulag um skiptingu heildarafla úr markílstofninum, á fundi strandríkja, sem lauk í Noregi í gær. Önnur ríki, sem eiga hagsmuna að gæta, reyna að afneita þeirri staðreynd að makríllinn er farinn að veiðast í stórum stíl við Íslandsstrendur.

Stjórnvöld gefa út handbók um kynjaða fjárlagagerð

Fjármálaráðuneytið hefur gefið út handbók undir yfirskriftinni „Kynjuð fjárlagagerð: handbók um framkvæmd“ sem ætlað er að varpa ljósi á aðferðafræði kynjaðrar fjárlagagerðar og vera þeim sem að fjárlagagerðinni koma til halds og traust. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð rík áhersla á kynjajafnrétti og er kynjuð fjárlagagerð ein leið að því marki, að fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.

Óttast að dóphagnaður fari í fyrirtækjakaup

Greiningardeild Ríkislögreglustjóra telur að hagnaði af fíkniefnaviðskiptum verði í auknum mæli varið til fjárfestinga þar sem verð áfasteignum, fyrirtækjum og ýmsum lausamunum hafi fallið mikið eftir bankahrunið.

Sjá næstu 50 fréttir