Fleiri fréttir

Japanar segja bílinn verða innkallaðan

Fréttir frá Japan herma að bílaframleiðendur Toyota þurfi að innkalla nýjustu útgáfu Prius vegna hugsanlegs galla í bremsubúnaði bifreiðanna.

Nýstárleg leið til að fá karla á fund

Fundur Ódýrara er fyrir karl og konu að mæta saman á morgunverðarfundinn Fjölbreytni í forystu en fyrir einstakling að skrá sig til leiks. Á fundinum verður greint frá leiðum sem viðskiptalífið hyggst fara til að fjölga konum í forystusveit atvinnulífsins auk þess sem nýjar tölur Creditinfo um kynjahlutföll í atvinnulífinu verða birtar.

Vegurinn liggi um Varmahlíð

Skipulagsnefnd Skagafjarðar er andvíg áformuðum flutningi hringvegarins þannig að hann liggi ekki lengur um Varmahlíð heldur frá Arnarstapa að Sólheimagerði.

SÁÁ er of stór biti fyrir okkur

„Auðvitað eru það vonbrigði að þeir skuli ekki finna aðrar leiðir til að fást við sinn niðurskurð,“ segir Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri, um þá ákvörðun SÁÁ að loka göngudeild samtakanna á Akureyri í vor.

Kosningin í samræmi við reglur

„Niðurstaðan er sú að þessi kosning hafi verið í samræmi við reglur. Úrslitin standa því óbreytt,“ segir Stefán Pálsson, formaður kjörnefndar VG í Reykjavík. Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi og frambjóðandi í prófkjöri VG fyrir sveitastjórnarkosningarnar, sem fram fóru í gær kærði

Jarðkjálftar við Eldey

Hrina jarðskjálfta hefur fundist við Eldey á Reykjaneshrygg í kvöld. Stærsti skjálftinn var um 3,9 á Richter en hann fannst þegar klukkan var átta mínútur gengin í ellefu. Að minnsta kosti fjórir aðrir minni skjálftar hafa mælst í kvöld.

Mikill hiti í nemendum vegna árshátíðarmálsins

„Ákvörðunin stendur," segir Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, skólameistari í Fjölbrautaskólans í Breiðholti, um þá ákvörðun að meina nemendafélaginu í FB að halda árshátíð utan Reykjavíkur.

Segir að atkvæði fólks hafi verið sótt heim

„Ég frétti af því að það væru ákveðnir aðilar að bjóða upp á að fara heim til fólks með kjörseðil og láta það fylla hann út og koma með hann á kjörstað,“ segir Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi.

Viltu kaupa flottasta símanúmer í heimi?

Símafyrirtækið Nova fór um helgina af stað með uppboð á símanúmerinu 777 7777, sem stjórnendur fyrirtækisins telja að sé flottasta símanúmer í heimi. Lágmarksboð í númerið var 10 þúsund krónur en hæsta boð stendur nú í 112 þúsund krónum.

Læknir Jacksons ákærður fyrir manndráp

Dr Conrad Murray, sem var læknir Michaels Jackson, var í dag ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna andláts popparans. Andlát Jacksons hefur verið rekinn til deyfilyfja. Murray hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og segist ekki hafa útvegað lyf sem hafi valdið andlátinu. Fjöldi lyfja fannst í líkama Jacksons en talið er að hið sterka deyfilyf Propofol hafi átt stærstan þátt.

Möguleikar Húsavíkur aukast

Ákvörðun umhverfisráðherra að stöðva Þjórsárvirkjanir styrkir stöðu Norðurlands í samkeppni um iðnaðaruppbyggingu og gæti dregið úr líkum á því að álver rísi við Húsavík.

Hæsta turni heims óvænt lokað

Lokað hefur verið fyrir gesti í hæstu byggingu heims Burj Khalifa turninum í Dubai. Engin skýring hefur verið gefin á þessari lokun.

Segir smálán „siðlausa sjóræningjastarfsemi“

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, hyggst beita sér fyrir lagasetningu sem kemur böndum á starfsemi fyrirtækja sem veita smálán. Hann segir lánveitingar til ungmenna með mörg þúsund prósenta vöxtum siðlausa sjóræningjastarfsemi.

Bloggið kemur upp um tryggingasvindlara

Dæmi eru um að upp komist um íslenska tryggingasvindlara í kjölfar gáleysislegra skrifa þeirra á bloggi og öðrum netsíðum. Einn svikarinn gekk svo langt að gorta sig á alheimsnetinu af vátryggingasvindli sem hann hafði kokkað upp. Talið er að tryggingafélögin tapi milljörðum á tryggingarsvikum árlega.

Leiðindaskjóða fékk á kjaftinn

Tveir sextán ára piltar voru handteknir í Reykjavík í fyrrinótt eftir að hafa látið dólgslega og ógnað vegfarendum. Piltarnir heimtuðu fjármuni og áfengi af fólki sem þeir mættu á förnum vegi. Annar þeirra var vopnaður hnífi sem lögreglan lagði hald á.

Skipar fjárhaldsstjórn yfir Álftanes

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur ákveðið að skipa fjárhaldsstjórn til að hafa forystu um endurskipulagningu fjármála Sveitarfélagsins Álftaness

Fyrrverandi umhverfisráðherra vill verða forstjóri Útlendingastofnunar

Jónína Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, er á meðal 10 umsækjenda um embætti forstjóra Útlendingastofnunar. Umsóknarfrestur rann út á fimmtudaginn síðasta en embættið var auglýst laust til umsóknar þann 15. janúar. Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra skipar í embættið til fimm ára í senn frá og með 1. apríl 2010.

Beitti dóttur vatnspyntingum

Bandarískur faðir hefur verið handtekinn fyrir að beita fjögurra ára gamla dóttur sína vatnspyntingum vegna þess að hún vildi ekki fara með stafrófið fyrir hann.

Mikill erill hjá gæslunni í tengslum við loðnuveiðarnar

Mikill erill hefur verið hjá Landhelgisgæslunni undanfarna daga vegna loðnuveiða Norðmanna djúpt undan Austfjörðum. Varðskip hefur verið við eftirlit á miðunum en gefinn var út loðnukvóti fyrir norsk skip upp á 28.431 tonn. Öll norsku skipin hættu veiðum í gær sunnudag og tilkynntu þau alls 27.745 tonna afla að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Vegleg gjöf sem bragð er að

Krabbameinsfélagið Framför hefur gefið öllum 40 almenningsbókasöfnum á landinu eintak af bókinni Bragð í baráttunni: Matur sem vinnur gegn krabbameini auk DVD disks sem félagið gaf nýlega út. Það var söfnunarátak hárgreiðslustofunnar 101 Hárhönnun sem gerði félaginu kleift að veita þessa gjöf en starfsmenn stofunnar söfnuðu alls 330.000 krónum þann 6. nóvember sl. með því að láta allan ágóða af klippingum renna til Krabbameinsfélagsins Framfarar.

Jafnmargir Bretar hafa fallið í Afganistan og á Falklandseyjum

Tveir breskir hermenn létust í Afganistan í dag og hafa því 255 breskir hermenn fallið síðan herleiðangurinn í landinu hófst árið 2001. Nú hafa því jafnmargir Bretar fallið í Afganistan og féllu á sínum tíma í Falklandseyjastríðinu sem stóð yfir árið 1982. Þar börðust Bretar við Argentínumenn um yfirráð yfir Falklandseyjum.

Indverskir hermenn fórust í snjóflóði

Ellefu indverskir hermenn létust hið minnsta í dag þegar snjóflóð féll á herflokk sem var við æfingar í Kashmir héraði. Tæplega hundrað hermenn grófust í flóðinu en 80 þeirra komust lífs af. Þriggja er enn saknað og fimmtán eru lífshættulega slasaðir.

Fannst meðvitundarlaus

Karlmaður á fertugsaldri fannst meðvitundarlaus í blóði sínu aðfaranótt laugardags á Bárugötu á Akranesi. Þegar lögregla kom á staðinn var maðurinn kominn til meðvitundar en mikið blæddi úr höfði hans og því var hann fluttur á sjúkrahús með sjúkrabifreið.

Líflegt undir Eyjafjallajökli

Jarðskjálftavirknin undir Eyjafallajökli frá áramótum er sú tíðasta sem mælst hefur í eldstöðinni frá upphafi stafrænna skjálftamælinga Veðurstofunnar árið 1994, að því er fram kemur í janúaryfirliti stofnunarinnar. Skjálftarnir eru skýrðir með því að svokallað kvikuinnskot sé í gangi en sérfræðingar Veðurstofunnar hafa ekki túlkað hræringarnar þannig að eldgos sé í uppsiglingu. Athygli vekur að skjálftavirkninn hefur færst ofar í jarðskorpuna, á eins til fjögurra kílómetra dýpi, en Steinunn Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, segir það ekki þýða að svo grunnt sé orðið niður á glóandi kviku. Hún sé talin vera á fimm til sex kílómetra dýpi. Steinunn telur að kvikan kunni að vera að safnast þar í kvikuhólf og segir ekki útlokað að ef þrýstingur byggist þar upp geti það leitt til eldgoss. Því verði áfram fylgst náið með þróun mála undir Eyjafjallajökli.

Þórarinn Tyrfingsson ekki hrifinn af spilavítum

Formaður SÁÁ segist finna fyrir miklum þrýstingi varðandi opnun spilavítis hér á landi. Allar helstu stofnanir landsins fjalla nú um spilavíti sem Icelandair vill opna við Suðurlandsbraut.

Sérfræðingur í samningatækni fenginn til ráðgjafar

Stjórn og stjórnarandstaða eru að ná saman um það á hvaða forsendum nýjar viðræður verða við Breta og Hollendinga, ef þær verða að raunveruleika. Lee Buchheit, bandarískur sérfræðingur í samningatækni og alþjóðalögum kemur væntanlega til landsins á morgun til ráðgjafar.

Mikilvægur stuðningur við hjálparstarfið á Haítí

Barnaheill, Save the Children, fengu nýverið fimm milljóna króna fjárstyrk frá utanríkisráðuneytinu til neyðaraðstoðar á Haítí. Framkvæmdastjóri Barnaheilla á Óslandi segir að þetta sé mikilvægur stuðningur við hjálparstarfið á Haítí.

Tiger kominn aftur til Elínar

Tiger Woods er kominn aftur í faðm fjölskyldunnar eftir að hafa lokið nokkurra vikna dvöl á hæli til að ná stjórn á kynhvöt sinni.

Hætta í Gettu betur verði ekki haldin árshátíð

Nemendur við Fjölbrautarskólann í Breiðholti eru ósáttir við ákvörðun skólameistara um að fella niður fyrirhugaða árshátíðarferð. Mótmæli standa nú yfir og íhugar nemendafélagið að draga lið skólans úr Gettu betur verði kröfum þeirra ekki mætt.

Það vantar snjó í Vancouver

Það eru allir að gera sig klára fyrir Vetrarólympíuleikana í Vancouver. Nema Vetur konungur. Í Vancouver er farið að tala um brúnu leikanna vegna leðjunnar á Cypress fjalli.

Brotist inn í 23 bíla Orkuveitunnar

Rúður voru brotnar og verðmætum stolið úr 23 bílum á afgirtu svæði Orkuveitu Reykjavíkur í gærmorgun. Bílarnir stóðu fyrir utan húsnæði framkvæmdadeildar fyrirtækisins rétt hjá aðalhúsnæði Orkuveitunnar á Bæjarhálsi. Upptökur af verknaðinum náðust á eftirlitsmyndavélar.

Funda um Icesave í fjármálaráðuneytinu

Fundur er nú að hefjast í fjármálaráðuneytinu þar sem Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og starfandi forsætisráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra funda með forystumönnum stjórnarandstöðunnar.

Starfsfólkið eignast fyrirtækin - ekki fyrrverandi eigendur

Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG og formaður viðskiptanefndar, vill að starfsfólki fyrirtækja sem bankarnir hafa leyst til sín verði gefinn kostur á að eignast þau í stað fyrrverandi eigenda sem oftar en ekki komi ekki inn með eigið fé í reksturinn. Hún telur brýnt að settar verði meginreglur um markmið með skuldbreytingum fyrirtækja og heimila. Rætt var við Lilju í þættinum Í bítið á Bylgjunni fyrr í morgun.

Sekt fyrir að drepa rottu

Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur verið sektuð um 3000 dollara vegna rottu sem var drepin og étin í raunveruleikaþætti sem tekinn var upp í Ástralíu.

Gaf bresku rannsóknarnefndinni röng svör

Hans Blix, fyrrverandi yfirmaður vopnaeftirslits Sameinuðu þjóðanna, segir að Jack Straw, fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, hafi gefið röng svör þegar hann bar nýverið vitni fyrir rannsóknarnefnd sem fer ofan í saumana á aðdraganda Írakstríðsins.

25 milljónir fyrir ráðgjöf til Alþingis

Breska lögmannsstofan Mishcon de Reya hefur sent Alþingi og fjárlaganefnd 25 milljóna króna reikning fyrir lögfræðiráðgjöf vegna Icesave-deilunnar við Breta og Hollendinga. Þá var Jón Daníelsson, prófessur í Lundúnum, gerður út af örkinni til að rukka þingið um reikninginn.

Norsku loðnuskipin sigla heim á leið

Norsku loðnuskipin sem verið hafa að veiðum á Íslandsmiðum undanfarna daga hafa nú snúið til síns heima enda kvótinn fullnýttur. Norsk skip máttu veiða um 28 þúsund tonn af loðnukvótanum sem gefinn var út nýverið og nýttu þeir sér það til fulls.

Leituðu að ungum dreng

Björgunarsveit var kölluð út í Reykjanesbæ í gærkvöldi til þess að leita að fjögurra ára gömlum dreng sem horfið hafði af heimilli sínu. Lögreglumenn tóku einnig þátt í leitinni en strákurinn hvarf um hálf átta í gærkvöldi. Hann fannst þó skömmu síðar og hafði hann brugðið sér í heimsókn í næsta hús án þess að foreldrarnir yrðu þess varir. Ósk um aðstoð björgunarsveitar var því afturkölluð.

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar sigrar í Úkraínu

Allt lítur út fyrir að Viktor Janukovitsj, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Úkraínu og fyrrverandi forsætisráðherra, hafi sigrað í síðari umferð forsetakosninganna sem fram fóru í landinu í gær.

Vill herskyldu í Afganistan

Hamid Karzai, forseti Afganistans, sagðist á fundi um varnarmál sem fór fram í Þýskalandi um helgina vera að íhuga að taka upp herskyldu í landi sínu. Hann sagði fjölmarga afganska leiðtoga hafa hvatt sig til að grípa til róttækra aðgerða í öryggis- og varnarmálum. Sjálfur vill hann fjölga í afganska hernum og lögregluliði landsins um 300 þúsund fyrir 2012.

Fimm létust í sprengingunni í Connecticut

Að minnsta kosti fimm létust og 12 slösuðust í kröftugri sprengingu í orkuveri í borginni Middletown í Connecticut í Bandaríkjunum síðdegis í gær. Sprengingin sem rakin er til gasleka var að sögn sjónarvotta afar öflug og heyrðist í meira en 50 kílómetra fjarlægð. Brak þeyttist marga kílómetra frá orkuverinu sem var enn í byggingu. Allt að 60 iðnaðarmenn voru að störfum í verinu þegar sprengingin varð.

Sjá næstu 50 fréttir