Erlent

Vill herskyldu í Afganistan

Hamid Karzai. Mynd/AP
Hamid Karzai. Mynd/AP

Hamid Karzai, forseti Afganistans, sagðist á fundi um varnarmál sem fór fram í Þýskalandi um helgina vera að íhuga að taka upp herskyldu í landi sínu. Hann sagði fjölmarga afganska leiðtoga hafa hvatt sig til að grípa til róttækra aðgerða í öryggis- og varnarmálum. Sjálfur vill hann fjölga í afganska hernum og lögregluliði landsins um 300 þúsund fyrir 2012.

Á ráðstefnu um framtíð Afganistans sem haldin var nýverið í London var meðal annars rætt um að koma til móts við Talíbana að einhverju leyti með samningum en jafnframt að fjölga afgönskum her- og lögreglumönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×