Erlent

Lík í hjólageymslu farþegaþotu

Óli Tynes skrifar
Vél frá Delta.
Vél frá Delta.
Lík af manni fannst í hjólabúnaði Boeing 777 þotu frá Delta Airlines eftir að hún hafði lent í Tokyo í dag.

 

Japanska lögreglan segir að maðurinn hafi verið dökkur yfirlitum aðeins klæddur í gallabuxur og langerma skyrti.

Engir áverkar voru á líkinu og er talið að maðurinn hafi frosið í hel eða kafnað. Farþegaþotur fljúga í upp undir 40 þúsund feta hæð.

Þar fer frost yfir fimmtíu gráður og ekki er nægulegt súrefni til þess að lifa á.

Það gerist öðru hvoru að fólk treður sér inn í hjólageymslur flugvéla en enginn hefur komist líf af úr slíkri ferð.

Laumufarþeginn að þessu sinni var ekki með nein skilríki á sér og enginn farangur fannst. Ef hann hefur verið einhver hefur hann líklega dottið út þegar lendingarhjólin voru sett niður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×