Erlent

87 þúsund árásir með bjórglösum árlega

Óli Tynes skrifar

Breska innanríkisráðuneytið hefur kynnt tvær nýjar tegundir af bjórglösum sem ekki brotna þegar þeim er lamið eða kastað í andlit manna.

Næstum 87 þúsund bjórglasaárásir eru gerðar á breskum pöbbum ár hvert og það kostar heilsugæsluna 100 milljónir sterlingspunda eða um 20 milljarða króna. Margir þeirra sem verða fyrir árásum bera ljót ör það sem eftir er ævinnar.

Bjórglös þau sem nú eru í notkun brotna þegar þeim er lamið í andlit og það eru brotin sem skilja eftir sig skelfilega skurði.

Gerðar voru tilraunir með glös úr mjúku plasti en þau líkuðu illa. Því ákvað innanríkisráðuneytið að taka á málinu og láta gera nýja tegund óbrjótanlegra bjórglasa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×