Erlent

Indverskir hermenn fórust í snjóflóði

Snjóflóðið féll nálægt vinsælu skíðasvæði í Kashmír.
Snjóflóðið féll nálægt vinsælu skíðasvæði í Kashmír.

Ellefu indverskir hermenn létust hið minnsta í dag þegar snjóflóð féll á herflokk sem var við æfingar í Kashmir héraði. Tæplega hundrað hermenn grófust í flóðinu en 80 þeirra komust lífs af. Þriggja er enn saknað og fimmtán eru lífshættulega slasaðir.

Um 400 hermenn voru við æfingar nálægt helsta skíðasvæði landsins en hermennirnir voru í þriggja kílómetra hæð yfir sjávarmáli. Slæmt veður á svæðinu hefur hamlað björgunaraðgerðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×