Erlent

Japanar segja bílinn verða innkallaðan

Bílaframleiðendur Toyota hafa þurft að taka á sig fjárhagsleg áföll í kjölfar þess að hafa þurft að innkalla nokkrar milljónir farartækja undanfarið.
Bílaframleiðendur Toyota hafa þurft að taka á sig fjárhagsleg áföll í kjölfar þess að hafa þurft að innkalla nokkrar milljónir farartækja undanfarið.
Fréttir frá Japan herma að bílaframleiðendur Toyota þurfi að innkalla nýjustu útgáfu Prius vegna hugsanlegs galla í bremsubúnaði bifreiðanna.

Toyota hefur á síðasta ári þurft að afturkalla um átta milljónir farartækja vegna galla í eldsneytisfetlum og hefur forstjóri fyrirtækisins, Akio Toyoda, beðið opinberlega afsökunar á þeim vandamálum sem komið hafa upp.

Bremsugallarnir eru taldir geta haft áhrif á um 270.000 Priusa sem seldir voru í Bandaríkjunum og Japan í maí á síðasta ári. Eitt stærsta dagblað Japans, Yomiuri, segir forsvarsmenn Toyota nú þegar hafa gert söluaðilum sínum viðvart um fyrirætlanir sínar með að afturkalla Priusinn. Formlegrar tilkynningar sé hins vegar ekki að vænta fyrr en þeir hafi gert yfirvöldum viðvart um ráðagerðir sínar.

Óvíst er hvort hið sama verður upp á teningnum í Bandaríkjunum en heimildir herma að söluaðilum þar í landi hafi verið tjáð að Toyota hyggist laga bremsubúnað þúsunda Priusa þar í landi. - jma



Fleiri fréttir

Sjá meira


×