Engin rök fyrir ofurlaunum útvarpsstjóra 5. febrúar 2010 11:32 Skúli Helgason. Mynd/Anton Brink Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingar, segir að spara þurfi meira í yfirstjórn Ríkisútvarpsins. Engin málefnaleg rök eru fyrir launum Páls Magnússonar útvarpsstjóra sem eru 1,5 milljónir króna á mánuði, að mati þingmannsins. Skúli segir í pistli á Pressunni að styrr hafi staðið um Ríkisútvarpið svo lengi sem hann muni eftir sér. Þrátt fyrir það hafi stofnunin alltaf notið trausts almennings. „Afnotagjöldin voru lengi vel umdeild og hötuð í ákveðnum kreðsum, pólitískar ráðningar í helstu stjórnunarstöður hafa verið úthrópaðar af fulltrúum allra flokka, útvarpsráð var gagnrýnt fyrir að vera með puttana í tittlingaskít og núverandi útvarpsstjóri hefur verið gagnrýndur fyrir meint ofurlaun, fréttalestur og flottræfilshátt," segir þingmaðurinn. Skúli segir að lengi hafi loðað við Ríkisútvarpið sú gagnrýni að stjórnunarkostnaður þar sé mikill. „Athyglisvert er að Ríkisútvarpið greiddi 100 milljónir króna á síðasta ári til tíu helstu stjórnenda stofnunarinnar eða svipaða upphæð og til kaupa á innlendu efni frá sjálfstæðum framleiðendum. Þar af voru laun og hlunnindi útvarpsstjóra 18 milljónir króna eða 1,5 milljón króna á mánuði," segir Skúli. Hann bendir á að tekjur útvarpsstjóra eru mun hærri en laun forsætisráðherra og flestra stjórnenda opinberra stofnana og fyrirtækja. Fyrir því eru ekki málefnaleg rök, að mati Skúli. „Nú er rétt að halda því til haga að tekið hefur verið til í rekstrinum á undanförnum misserum og tókst t.d. að bæta rekstrarniðurstöðu milli ára um tæplega 500 milljónir á síðasta ári með víðtækum sparnaðaraðgerðum. Eftir stendur að yfirbyggingin er stór og þung og eðlileg krafa að forgangsraðað sé í þágu dagskrár og fréttaþjónustu með auknum sparnaði í yfirbyggingu," segir Skúli í pistlinum sem er hægt að lesa hér. Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingar, segir að spara þurfi meira í yfirstjórn Ríkisútvarpsins. Engin málefnaleg rök eru fyrir launum Páls Magnússonar útvarpsstjóra sem eru 1,5 milljónir króna á mánuði, að mati þingmannsins. Skúli segir í pistli á Pressunni að styrr hafi staðið um Ríkisútvarpið svo lengi sem hann muni eftir sér. Þrátt fyrir það hafi stofnunin alltaf notið trausts almennings. „Afnotagjöldin voru lengi vel umdeild og hötuð í ákveðnum kreðsum, pólitískar ráðningar í helstu stjórnunarstöður hafa verið úthrópaðar af fulltrúum allra flokka, útvarpsráð var gagnrýnt fyrir að vera með puttana í tittlingaskít og núverandi útvarpsstjóri hefur verið gagnrýndur fyrir meint ofurlaun, fréttalestur og flottræfilshátt," segir þingmaðurinn. Skúli segir að lengi hafi loðað við Ríkisútvarpið sú gagnrýni að stjórnunarkostnaður þar sé mikill. „Athyglisvert er að Ríkisútvarpið greiddi 100 milljónir króna á síðasta ári til tíu helstu stjórnenda stofnunarinnar eða svipaða upphæð og til kaupa á innlendu efni frá sjálfstæðum framleiðendum. Þar af voru laun og hlunnindi útvarpsstjóra 18 milljónir króna eða 1,5 milljón króna á mánuði," segir Skúli. Hann bendir á að tekjur útvarpsstjóra eru mun hærri en laun forsætisráðherra og flestra stjórnenda opinberra stofnana og fyrirtækja. Fyrir því eru ekki málefnaleg rök, að mati Skúli. „Nú er rétt að halda því til haga að tekið hefur verið til í rekstrinum á undanförnum misserum og tókst t.d. að bæta rekstrarniðurstöðu milli ára um tæplega 500 milljónir á síðasta ári með víðtækum sparnaðaraðgerðum. Eftir stendur að yfirbyggingin er stór og þung og eðlileg krafa að forgangsraðað sé í þágu dagskrár og fréttaþjónustu með auknum sparnaði í yfirbyggingu," segir Skúli í pistlinum sem er hægt að lesa hér.
Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira