Erlent

Bannar buffla

Buffall á mótmælafundi Forseti Indónesíu vill ekki láta líkja sér við „stór og heimsk“ dýr.fréttablaðið/AP
Buffall á mótmælafundi Forseti Indónesíu vill ekki láta líkja sér við „stór og heimsk“ dýr.fréttablaðið/AP
Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu, hefur bannað fólki að nota buffla á mótmælafundum. Ástæðan er sú að í síðustu viku var buffall með nafni forsetans leiddur um götur Djakarta í mótmæla­­aðgerðum gegn forsetanum. „Þau sögðu að ég væri eins og buffall, stór og heimskur og hægur,“ sagði forsetinn, harla ósáttur. Bannið nær reyndar til allra annarra dýra þegar mótmæli eru annars vegar.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×