Erlent

Grafin lifandi fyrir að vingast við stráka

Óli Tynes skrifar
Í þessari holu var stúlkan grafin í sitjandi stellingu.
Í þessari holu var stúlkan grafin í sitjandi stellingu.

Faðir og afi hafa verið handteknir í Tyrklandi fyrir að grafa sextán ára stúlku lifandi vegna þess að hún vingaðist við stráka.

Fjörutíu dögum eftir að stúlkan hvarf fékk lögreglan vísbendingu sem leiddi til þess að hún fannst. Hún hafði verið grafin í tveggja metra djúpri holu í sitjandi stellingu með hendurnar bundnar.

Krufning leiddi í ljós að mold var í bæði lungum hennar og maga sem þýðir að hún var lifandi og með fullri meðvitund þegar hún var grafin.

Sky fréttastofan segir að við yfirheyrslu hafi faðirinn sagt að fjölskyldan hafi verið óánægð með að hún skyldi eiga stráka að vinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×