Erlent

Flinkur hvalur

Óli Tynes skrifar
Sæl hjartað mitt.
Sæl hjartað mitt. Mynd/Wang Jianwei/AP

Þjálfunin tók eitt ár. En nú getur þessi hvíti hvalur í sædýrasafninu í Pólarlandi í Kína blásið frá sér snotru loftbólu-hjarta.

Pólarlandið er í borginni Harbin sem er höfuðborg Heilongjiang héraðs. Það er kannski til marks um uppganginn í Kína að menn skuli hafa tíma og nennu til þess að kenna hvölum að blása loftbólur.

En þetta hefur víst vakið mikla lukku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×