Innlent

Lögreglumenn mótmæla seinagangi í samningamálum

Aðalfundur Lögreglufélags Norðurlands vestra mótmælir sinnuleysi samninganefndar ríkisins gagnvart samninganefnd Landssambands lögreglumanna. Í ályktun fundarins er bent á að lögreglumenn hafi verið án kjarasamnings í á annað ár og lítið þokast í samkomulagsátt.

„Lögreglumenn hafa sýnt mikið langlundargeð en þolinmæði þeirra er á þrotum. Við skorum á samningsaðila að setjast niður og ná samkomulagi um nýjan kjarasamning fyrir lögreglumenn," segir einnig.

Þá er bent á að lögreglumenn hafi ekki verkfallsrétt og þurfa því að beita óhefðbundnum aðferðum til að leggja áherslu á stöðu sína. „Einnig velta lögreglumenn innan LNV því fyrir sér hvort að sinnuleysi viðsemjenda okkar og töf á samkomulagi hafi eitthvað með það að gera að verkfallsrétturinn sé ekki til staðar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×