Erlent

Kaþólskir biðja með vúdúfólki

Útimessa í Port-au-prince Aðalathöfnin var fyrir utan forsetahöllina sem er gereyðilögð eftir jarðskjálftann.
nordicphotos/AFP
Útimessa í Port-au-prince Aðalathöfnin var fyrir utan forsetahöllina sem er gereyðilögð eftir jarðskjálftann. nordicphotos/AFP

Haítí, AP Leiðtogar beggja opinberu trúarbragðanna á Haítí, biskup kaþólskra og æðstiprestur vúdú­manna, báðir hvítklæddir, tóku þátt í sameiginlegri bænastund með prestum mótmælenda í höfuðborginni Port-au-Prince í gær.

Tilefnið var að mánuður var liðinn frá því jarðskjálftinn mikli varð, sem kostaði meira en 200 þúsund manns lífið. Þúsundir manna tóku þátt í athöfninni, þar á meðal René Préval forseti, sem táraðist eins og reyndar margir aðrir viðstaddir.

„Sársaukinn er of mikill, við getum ekki útskýrt það,“ sagði Préval. Hann notaði tækifærið til að biðja fólk um að sýna ríkisstjórn sinni fullan stuðning, en minntist ekki á að víðs vegar um landið hafa íbúar efnt til mótmæla gegn honum undanfarna daga og krafist afsagnar hans.

Talið er að um milljón manns hafist nú við í tjaldbúðum og bráðabirgðaskýlum sem komið hefur verið upp, einkum í úthverfum höfuðborgarinnar.

Fólk kom saman bæði fyrir utan forsetahöllina, sem eyðilagðist í jarðskjálftanum, og víða á torgum og götum höfuðborgarinnar, meðal annars ofan á kirkjurústum.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×