Innlent

Frjálslyndir fá styrk frá borg

MYND/Anton

Reykjavíkurborg greiðir hér eftir Frjálslynda flokknum árlegan styrk en ekki Borgarmálafélagi F-lista Ólafs F. Magnússonar, sem var kjörinn fulltrúi F-lista, framboðs frjálslyndra og fleiri.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið ályktaði þann 4. febrúar að óumdeilt væri að Frjálslyndi flokkurinn hefði staðið að baki framboði F-lista. Styrkirnir eigi að renna til framboðs sem hafi boðið fram í næstliðnum kosningum.

Ekki skipti máli hvort og hvenær borgarfulltrúi þess framboðs, Ólafur F. Magnússon, hafi verið í Frjálslynda flokknum. - kóþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×