Innlent

Enn í kór eftir tæp áttatíu ár

tvær kynslóðir Páll Þorleifsson er hundrað ára í dag. Fréttablaðið/Anton
tvær kynslóðir Páll Þorleifsson er hundrað ára í dag. Fréttablaðið/Anton

Hafnfirðingurinn og söngfuglinn Páll Þorleifsson fagnar hundrað ára afmæli í dag. Páll, sem þekktur er í Hafnarfirði sem húsvörður í Flensborg, hefur sungið samfleytt með kórum í 77 ár, fyrst á Héraðsskólanum á Laugarvatni en frá 1933 með karlakórnum Þröstum í Hafnarfirði.

Um það leyti sem Páll fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði í kringum síðustu aldamót hætti hann í Þröstum, þá níræður. Á sama tíma gekk hann til liðs við Hrafnistukórinn. Í tilefni af hundrað ára afmæli Páls munu Þrestir ásamt kór eldri Þrasta halda tónleika til heiðurs honum í menningarsalnum á Hrafnistu í Hafnarfirði. Tónleikarnir hefjast klukkan 13.30 og eru þeir öllum opnir. Að því loknu mun Hrafnistukórinn taka lagið í fjölskylduboði og mun ætlunin vera að Páll syngi með. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×