Fleiri fréttir

Flugmenn Icelandair samþykkja kjarasamning

Flugmenn Icelandair samþykktu nýgerðan kjarasamning við flugfélagið í atkvæðagreiðslu sem lauk á miðnætti á miðvikudag. Áður höfðu þeir boðað til verkfalls í byrjun febrúar en ekkert varð af því eftir að samningaviðræður hófust á nýjan leik.

Sophia Hansen dæmd í skilorðsbundið fangelsi

Sophia Hansen var dæmd í 6 mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára fyrir að bera rangar sakir á Sigurð Pétur Harðarson. Dómurinn féll fyrir stundu í Héraðsdómi Reykjavíkur en hún mætti ekki sjálf.

Þorleifur: Ég hefði getað valið orð mín betur

Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að hann hafi getað val orð sín betur í atburðarásinni sem hófst í kjölfar forvals flokksins um síðustu helgi. Við hafi tekið tilfinningaþrungið ferli og ásakanir gengið á víxl.

Leik- og grunnskóli undir sama þaki í Úlfarsárdal

Borgarráð samþykkti einróma á fundi sínum í gær að stofna skóla í Úlfarsárdal sem sameinar undir einu þaki leikskóla og grunnskóla ásamt frístundastarfi fyrir börn frá eins árs aldri til tólf ára. Áherslur í starfseminni verða listir og lýðheilsa, umhverfismennt og læsi.

Steingrímur: Stefnt að viðræðum í næstu viku

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, vonast til þess að nýjar viðræður við Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni hefjist í næstu viku. Það sé þó ekki frágengið. Staðan í málinu sé ákaflega viðkvæm og aðstæðurnar brothættar. Þetta kom fram í viðtali á Rás 2 í morgun.

Strákagöng lokuð í dag

Vegurinn um Strákagöng á Siglufjarðarvegi verður lokaður í dag milli klukkan tíu og eitt vegna viðgerða, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Holyfield færður á lögreglustöð

Bandaríski hnefaleikakappinn Evander Holyfield var nýverið færður á lögreglustöð í Georgíuríki í Bandaríkjunum eftir að hann lagði hendur á Candi eiginkonu sína. Ástæðan var ágreiningur um fjárframlög hennar til sóknarkirkju þeirra. Hann var í kjölfarið settur í nálgunarbann og má hvorki hitta hana né börn þeirra.

Kennari skaut skólastjóra

Bandarískur grunnskólakennari á fimmtugsaldri er í haldi lögreglu í Knoxville í Tennessee eftir að hann skaut og særði skólastjórnendur grunnskóla í borginni. Maðurinn skaut skólastjórann og aðstoðarskólastjórann á skólalóðinni skömmu eftir að nemendum var hleypt fyrr heim vegna snjókomu. Skólastjórinn er lífshættulega slasaður.

Obama með naumt forskot

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups í Bandaríkunum hefur Barack Obama, Bandaríkjaforseti, einungis tveggja prósenta forskot á frambjóðenda Repúblíkana þegar spurt er um forsetakosningarnar árið 2012.

Bandarísku trúboðunum á Haítí sleppt

Dómari á Haítí hefur sleppt tíu bandarískum trúboðum, fimm konum og fimm körlum, sem sakaðir eru um að hafa ætlað að smygla 33 börnum úr landi. Börnin eru á aldrinum tveggja mánaða til tólf ára. Rannsókn málsins verður framhaldið en fólkið neitar ásökunum.

Clinton heilsast vel

Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var fluttur með hraði á sjúkrahús í New York í gærkvöld með verk fyrir brjósti. Þar fór hann í aðgerð þar sem kransæð var víkkuð. Hún heppnaðist vel og heilsast Clinton ágætlega.

Brot á umgengnisrétti verði refsiverð

Úrræði skortir fyrir foreldra sem fá ekki að umgangast börnin sín eins og umgengnisréttur kveður á um. Þetta er mat Maríu Júlíu Rúnarsdóttur lögfræðings sem kynnti meistararitgerð sína um foreldrafirringu á ráðstefnu um umgengnistálmanir og innrætingu eftir skilnað sem haldin var í vikunni.

Klám er til sölu í vefgátt Vodafone

Upplýsingatækni Í farsímavefgáttinni Vodafone Live er að finna klám til sölu. Af stóru farsímafélögunum er Vodafone enn sem komið er eitt um að bjóða slíkt efni. Öll bjóða félögin hins vegar upp á tengingu við internetið og hvaðeina sem þar er að finna.

Óvíst með fjármagn og orku fyrir kísilinn

Fjármögnun er ekki að fullu lokið og orkusölusamningar liggja ekki fyrir vegna kísil­málmverksmiðju í Helguvík. Áformað er að hefja framkvæmdir við byggingu verksmiðjunnar í sumar.

Íbúar Suður-Afríku fagna

Suður-Afríkubúar fögnuðu í gær með Nelson Mandela, fyrrverandi forseta landsins, að rétt tuttugu ár voru liðin frá því hann var látinn laus eftir 27 ára fangavist. Þúsundir manna lögðu leið sína að fangelsinu í Höfðaborg, þar sem Mandela var hafður í haldi síðustu vikurnar.

Giftingar í sögulegu lágmarki

Sífellt færri Bretar virðast kjósa hjónabandið, en nú er svo komið að hjónabönd þar í landi hafa ekki verið hlutfallslega færri frá því skráningar hófust árið 1862. Í breska dagblaðinu Telegraph kemur fram að samkvæmt tölum frá árinu 2008 séu bæði konur og karlar þar í landi sífellt eldri þegar þau gifta sig í fyrsta sinn. Konurnar 29,9 ára og karlarnir 32,1 árs.

Samningurinn nær óbreyttur

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Jacob Vestergaard, starfsbróðir hans í Færeyjum, hafa gengið frá fiskveiðisamningi Íslendinga og Færeyinga fyrir árið 2010. Samningurinn er nær óbreyttur milli ára.

Verðum að líta til Japans

Mikilvægt er að stjórnvöld marki leiðina úr kreppunni og móti framtíðarsýn fyrir landið, að sögn Kolbeins Björnssonar, kennara í japanskri hagsögu við Háskóla Íslands.

Sjálfstæðisflokkurinn og VG mælast stærstir

Sjálfstæðisflokkurinn mældist stærstur í könnun sem Frjáls verslun gerði fyrir vefsvæðið Heimur dagana 5. - 10. febrúar. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með um 35% fylgi,

Bill Clinton fluttur á spítala með brjóstverk

Bill Clinton var fluttur á sjúkrahús í New York í kvöld með verk fyrir brjósti. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir heimildum sem eru nákomnir forsetanum fyrrverandi. Bill Clinton var kjörinn forseti Bandaríkjanna árið 1992 og gegndi embætti í átta ár.

Kjörstjórn VGR segir af sér

Kjörstjórn Vinstri grænna í Reykjavík hefur ákveðið að víkja sæti eftir prófkjörið sem fór fram um helgina.

Svavar segir dóminn áfall fyrir íslenskt samfélag

Dómur Hæstaréttar Íslands þar sem lögbann yfir Ístorrent var staðfest er áfall fyrir frjáls skráarskipti á Íslandi og íslenskt samfélag, segir Svavar Lúthersson, eigandi Istorrent, í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum.

Símtölum fækkaði um 30 þúsund á einu ári

Símtölum í 112 fækkaði í fyrra frá árinu á undan í fyrsta sinn síðan að neyðarnúmerið var tekið upp. Þetta sagði Dagný Halldórsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Segir birgja vera þjakaða af margra ára fákeppni

Verðkönnun ASÍ á verðlagi lágvöruverðsverslana sem kynnt var í dag sendir skýr skilaboð til Samkeppniseftirlitsins, segir Jón Gerald Sullenberger í yfirlýsingu til fjölmiðla vegna verðlagskönnunar ASÍ. Jón Gerald segir að innlendir birgjar séu þjakaðir af margra ára fákeppni á matvörumarkaði. Það sjáist af því að Kostur sé fyllilega samkeppnisfær með þær vörur sem verslunin flytur sjálf inn, en ekki aðrar.

Eignir Landsbanka að fullu uppi í Icesave skuldir

Íslendingar munu krefjast þess að Icesave skuldbinding Íslands njóti forgangs við greiðslur úr þrotabúi gamla Landsbankans en eignir þess gætu dugað til að standa undir hlut Íslands. Þá verði engir vextir greiddir vegna skuldbindingarinnar.

Um 100 þúsund ónotaðir skammtar af bóluefni

Um eitt hundrað þúsund skammtar af bóluefni gegn svínaflensu eru ónotaðir hér á landi. Sóttvarnarlæknir áætlar að beinn kostnaður vegna aðgerða tengdum flensunni sé rúmlega hálfur milljarður króna. Þær aðgerðir sem gripið var til hafi dregið úr faraldrinum.

Lögbann á torrent.is staðfest

Hæstiréttur staðfesti í dag lögbann sýslumannsins í Hafnarfirði á rekstri vefsíðunnar torrent.is, en á síðunni var höfundarvörðu efni, svo sem tónlist og myndböndum dreift um netið.

Kredia óskar eftir fundi með ráðherra

Framkvæmdastóri Kredia hefur óskað eftir fundi með Árna Páli Árnasyni félagsmálaráðherra til að ræða starfsemi félagsins. Hann er ósáttur við ummæli í fjölmiðlum undanfarið um að smálánastarfsemi félagsins sé

Hæstiréttur sýknar mann af kynferðisbroti gegn 12 ára dreng

Hæstiréttur vísaði í dag frá dómi máli manns sem sakfelldur var í héraðsdómi fyrir að beita 12 ára gamlan dreng kynferðisofbeldi árið 2003. Héraðsdómur hafði dæmt manninn til vistunar á viðeigandi hæli auk þess sem honum var gert að greiða drengnum 1,5 milljónir króna í skaðabætur.

Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir hrikalegt ofbeldi gegn eigin börnum

Hæstiréttur Íslands þyngdi dóm yfir karlmanni sem misþyrmdi börnum sínum hrottalega frá sumri 2005 til febrúar 2008. Maðurinn kastaði meðal annars hníf í læri sonar síns. Málið vakti mikla athygli þegar greint var frá því að hann hefði kastað hníf í son sinn. Uppskar hann þá viðurnefnið hnífakastarinn.

Braut rúðu á hóteli og var hálf út

Fjarlægja þurfti konu af hótelinu 4th Floor á gatnamótum Laugavegs og Snorrabrautar en hún braut rúðu á hótelherbergi og var komin hálf út.

Össur ræðir ESB umsókn við spænskan kollega

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ræddi umsókn Íslands að Evrópusambandinu á fundi með Miguel Angel Moratinos utanríkisráðherra Spánar í gærkvöldi, en hann gegnir nú formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins.

Alexander McQueen svipti sig lífi

Breski fatahönnuðurinn Alexander McQueen er látinn en hann framdi sjálfsmorð samkvæmt The Daily Mail. Alexander þótti einn af frumlegustu hönnuðum sinnar kynslóðar.

Óheppnir fíkniefnaneytendur

Tveir piltar, 17 og 19 ára, voru gripnir glóðvolgir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar þeir voru að neyta fíkniefna í bíl á ónefndu bílastæði í austurborginni í gær.

Google Buzz spinnur sig um netið

Google hefur hleypt af stokkunum nýrri þjónustu, Buzz, sem ætlað er að keppa við netsamfélög eins og Facebook og Twitter. Buzz er byggður inn í tölvupóstþjónustuna Gmail og gerir notendum kleift að uppfæra stöðu sína, skiptast á efni og gera athugasemdir við stöðu vina sinna.

Fimm þúsund Toyotur innkallaðar á Íslandi

Í dag verða póstlögð bréf til eigenda þeirra Toyotabifreiða á Íslandi sem kalla þarf inn til viðgerðar á eldsneytisinngjöf. Í tilkynningu frá Toyota segir að um fimm þúsund bílar verði kallaðir inn hér á landi og eru bréf til allra eigenda þeirra send út á sama tíma og berast þau á næstu dögum.

Engin fíkniefni í Tækniskólanum

Hátt í þúsund nemendur voru í Tækniskólanum á Frakkastíg þegar lögreglan ásamt fíkniefnahundum leituðu á nemendum í hádeginu í dag. Að sögn Aðalheiðar Sigursveinsdóttir, samskiptastjóra skólans, þá fundust engin fíkniefni og gekk átakið vonum framar.

Vörukarfan ódýrust í Bónus - dýrust í Kosti

22% verðmunur reyndist á matvörukörfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslununum sl. þriðjudag. Vörukarfan var ódýrust í Bónus þar sem hún kostaði kr. 14.736 en dýrust í Kosti kr. 17.920, verðmunurinn er 3.184 krónur. Aðeins 111 kr. verðmunur var á körfunni í Krónunni og Nettó samkvæmt frétt á heimasíðu ASÍ.

Sjá næstu 50 fréttir