Fleiri fréttir Orkuveitan og Ölfus í samningum um kísilver Samningar eru í burðarliðnum um risastóra kísilverksmiðju í Þorlákshöfn. Fjárfestingin næmi um 150 milljörðum króna og yfir þrjúhundruð framtíðarstörf skapast. 9.2.2010 18:32 Þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun og sifjaspell Héraðsdómur dæmdi í dag karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun og sifjaspell auk fjölda annarra brota. Hann var sakfelldur fyrir að nauðga systur sinni í júní í fyrra auk þess sem hann útvegaði henni ofskynjunarlyfið LSD. Maðurinn bar við minnisleysi en DNA rannsókn þótti sanna að hann hafi haft mök við systur sína. 9.2.2010 16:29 Átján ára piltur játaði vopnað rán Átján ára piltur hefur játað að hafa framið rán í matvöruverslun í Hlíðunum um kvöldmatarleytið á sunnudag. 9.2.2010 18:11 Meira en 270 milljónir renna frá Actavis til Haítí Actavis hefur ákveðið að styrkja hjálparstarfið í kjölfar jarðskjálftans í Haítí um meira en 270 milljónir króna, í formi fjárstyrkja og lyfja. Í fréttatilkynningu frá Actavis kemur fram að lyfin séu send frá ýmsum löndum þar sem fyrirtækið starfi, meðal annars Íslandi, Búlgaríu, Tyrklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Hluti framlagsins sé þegar kominn til viðtakenda. 9.2.2010 16:53 Ný Boeing 747 Ný útgáfa af Boeing 747 breiðþotunni fór í sitt fyrsta flug í gær. Það er Beoing 747-8 sem er fragtvél. 9.2.2010 16:48 Undirbúa stórárás í Afganistan Þetta er fyrsta stórárásin sem gerð verður í Afganistan síðan Barack Obama sendi þrjátíu þúsund manna liðsauka til landsins um áramótin. 9.2.2010 16:35 Í gæsluvarðhald grunaður um fíkniefnainnflutning Karl um fertugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 19. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem er erlendur ríkisborgari að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu, er grunaður um aðild á innflutningi fíkniefna til landsins en um er að ræða amfetamín í fljótandi formi. Lögregla segir að málið sé rannsakað í samvinnu við tollyfirvöld en ekki er tilgreint um hver mikið magn sé að ræða. 9.2.2010 16:25 Hvar er úrið mitt? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú eigenda nokkurra hluta sem sýnt þykir að séu stolnir, meðal annars forláta vasaúrs sem sést á meðfylgjandi mynd. Hinir sömu eru vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við lögreglustöðina á Dalvegi 18 í Kópavogi í síma 444-1130. 9.2.2010 16:00 Ljós á mótum Njarðargötu og Hringbrautar endurbætt Í fyrramálið, miðvikudaginn 10. febrúar, verður stýribúnaður umferðarljósa á gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar uppfærður. Vegna tengivinnu verða ljósin gerð óvirk tímabundið frá kl. 09:30, en áætlað er að verkið taki um þrjár klukkustundir. 9.2.2010 15:55 Sjúkrabílstjóri sektaður fyrir brot á umferðarlögum Héraðsdómur sektaði í dag ökumann sjúkrabíls fyrir brot á umferðarlögum þegar hann ók í forgangsakstri gegn rauðu ljósi með þeim afleiðingum að annar bíll ók á sjúkrabílinn sem valt. Áreksturinn varð á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu en sjúkrabíllinn var á leið í útkall á Hagamel og var í forgangsakstri vestur Hringbraut. 9.2.2010 15:24 Graðar endur valda usla í heimabæ Herriotts Bæjarstjórnin í markaðsbænum Thirsk í Norður-Jórvíkurskíri hefur áhyggjur af því að ofsafengnir ástaleikir anda fæli gesti frá markaðstorgi bæjarins. 9.2.2010 14:42 Tveggja ára fangelsi fyrir íkveikju á Leifsgötu Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja ára óskilorðisbundið fangelsi fyrir að leggja eld að bíl á Leifsgötu í Reykjavík í október 2008. Eldurinn breiddist út með þeim afleiðingum auk bifreiðin brann og önnur til sem stóð við hlið hennar. Dómarinn kemst að þeirri niðurstöðu að með íkveikjunni hafi maðurinn skapað almannahættu en auk tjónsins á bílunum urðu sótskemmdir á þriðja bílnum auk þess að sprungur komu í rúður hússins sem bílarnir stóðu við. 9.2.2010 14:37 Smáðir þingmenn fá ekki lokagreiðslu Þrír breskir þingmenn sem verða sóttir til saka fyrir oftöku fjár úr opinberum sjóðum fá enga lokagreiðslu þegar þeir hætta á þingi. 9.2.2010 14:12 Abbaðist upp á ranga flugfreyju Kinman Chan er þrítugur og vel á sig kominn. Hann taldi sig því ekki myndu eiga í vandræðum með hina fimmtíu og eins árs gömlu þriggja barna móður sem sagði honum að setjast í sæti sitt og þegja, þegar hann var með uppsteit um borð í flugvél US-Air frá Filadelfíu til San Francisco. 9.2.2010 13:40 Eyrarrósin afhent á Bessastöðum í næstu viku Eyrarrósin, sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, verður afhent á Bessastöðum mánudaginn 15. febrúar kl. 16.00 og er það í sjötta sinn sem viðurkenningin er veitt. Þrjú verkefni hafa verið tilnefnd úr hópi umsækjenda: tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystra, Eiríksstaðir í Haukadal og Skjaldborg - heimildarmyndahátíð á Patreksfirði.E 9.2.2010 13:09 Hafnar ásökunum um okurlánastarfsemi Árni Páll Árnason gagnrýndi harðlega starfsemi fyrirtækja sem veita smálán gegnum netið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hann sagði að lán til ungmenna á þúsund prósenta vöxtum væru siðlaus sjóræningjastarfsemi. Jafnframt hyggst ráðherrann beita sér fyrir lagasetningu til að takmarka starfsemi fyrirtækja eins og Kredia. Leifur A. Haraldsson, framkvæmdastjóri Kredia, segist ekki geta tekið undir orð ráðherrans. 9.2.2010 12:30 Ógn við samfélagið Samstarf vélhjólaklúbbsins MC Iceland, áður Fáfnis og erlendra deilda Hells Angels glæpasamtakanna sem og fyrirhuguð innganga íslenska hópsins í samtökin skapar hættu á aukinni skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi og felur því í sér ógn við samfélagið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni vegna ákvörðunar yfirvalda að senda Leif Ivar Kristanssen, foringja Hells Angels samtakanna í Noregi, sem var stöðvaður við komuna til landsins í gær aftur til Noregs með flugi í morgun. 9.2.2010 12:26 Tólf ára vill skilnað frá áttræðum eiginmanni Stjórnvöld í Saudi-Arabíu hafa fallist á að aðstoða tólf ára telpu sem vill fá skilnað frá áttræðum eiginmanni sínum. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt er gert og þetta gæti orðið prófmál. 9.2.2010 12:26 Sumarlokanir leikskóla lengja biðlista Fulltrúi Samfylkingar í leikskólaráði Reykjavíkurborgar furðar sig á að meirihlutinn hyggist lengja biðlista eftir plássi enn frekar með því að spara sér að ráða afleysingafólk í sumar. Hún efast um að sparnaðurinn skili sér. 9.2.2010 12:25 Andmælabréfin hafa verið send út Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sent út andmælabréf til þeirra einstaklinga í stjórnkerfinu sem nefndin telur að hafi hugsanlega sýnt vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins. 9.2.2010 12:01 Telur Svandísi brjóta gegn stjórnsýslulögum Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, telur að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hafi brotið gegn stjórnsýslulögum þegar hún hafnaði skipulagi Þjórsárvirkjana. Dæmi eru um að sveitarfélög séu með ákvæði um gjaldtöku fyrir aðalskipulag í sérstökum samþykktum, sem ráðherra hefur staðfest. 9.2.2010 12:00 Selja fasteignir án réttinda Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, segir allt of algengt að sölumenn komi fram sem fasteignasalar án þess að vera það. Slíkt sé grafalvarlegt líkt og nýlegt dæmi frá Danmörku sýni þegar rúmlega 70 sölumenn á fasteignasölum voru kærðir til lögreglu af eftirlitsaðilum fyrir að sigla undir fölsku flaggi. 9.2.2010 11:58 Enn fundað um Icesave Nú stendur yfir fundur stjórnar og stjórnarandstöðu um Icesave, í fjármálaráðuneytinu. Rætt er við erlenda ráðgjafa, þar á meðal Bandaríkjamanninn Lee Buchheit sem fenginn hefur verið Íslendingum til aðstoðar í málinu. 9.2.2010 11:17 Umboðsmaður ætlar að fylgjast með kynningarefni Icesave-kosninga Umboðsmaður Alþingis ætlar ekki að hefja sérstaka athugun á því hvort kynningarefni sem gert er af stjórnvöldum í tengslum við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu í Icesave-málinu sé í samræmi við réttmætisreglu og að þar sé gætt að því að öll framsetning sé eins hlutlæg og kostur er. Umboðsmaður mun hins vegar fylgjast með því áð næstu dögum og vikum hvernig kynningarstarfsemi stjórnvalda verði háttað í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. 9.2.2010 10:47 Enn ein innköllun hjá Toyota Toyota verksmiðjurnar hafa kallað inn yfir 430 þúsund eintök af flaggskipi sínu Toyota Prius vegna galla í bremsukerfi. 9.2.2010 10:32 Steingrímur Hermannsson jarðsunginn í dag Útför Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, fer fram á í dag klukkan tvö frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 9.2.2010 10:19 Mótmæla bílalánum Íslandsbanka Samtökin Nýtt Ísland boða til mótmæla fyrir utan höfuðstöðvar Íslandsbanka við Kirkjusand í hádeginu vegna bílalána bankans. 9.2.2010 10:17 Norskur stjörnulögfræðingur í mál við Ísland Norski lögfræðingurinn Morten Furuholmen hefur í nógu að snúast. Hann er nú á Íslandi til að undirbúa málshöfðun gegn íslenskum stjórnvöldum fyrir að neita norskum Vítisenglum um landgöngu. 9.2.2010 10:12 Lásu um dauða bróður síns á Facebook Ástralskar tvíburasystur komust að því að bróðir þeirra hefði dáið í hræðilegu bílslysi í grennd við Sydney þegar þær lásu heimasvæði sín á samskiptavefnum Facebook síðastliðinn sunnudag. Lögreglan hafði þá ekki tilkynnt fjölskyldunni að bróðirinn Bobby Vourlis hefði lent í bílslysi. Fjögur önnur ungmenni voru í bifreiðinni og dóu tvö þeirra. 9.2.2010 08:56 Þrír skotnir í fagnaðarlátunum í New Orleans Tvær konur og einn karlmaður særðust þegar skotum var hleypt af skammbyssum í miðjum fagnaðarlátum í miðborg New Orleans í Bandaríkjunum eftir að heimamenn sigruðu Ofurskálarleikinn, sem jafnan er kallaður Super Bowl, í fyrsta skipti í sögu félagsins í fyrrinótt. 9.2.2010 08:26 Lögreglumaður sviðsetti árás Breskur lögreglumaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi, þar af tvö ár skilorðsbundinn, fyrir að hafa sviðsett árás og misbeitt valdi sínu þegar hann handtók karlmann á fertugsaldri að ósekju. Það var vegna innbyrðis deilna þeirra um 600 pund sem samsvarar ríflega 120 þúsund íslenskum krónum. Lögreglumaðurinn sem heitir Ali Dizaei fullyrti að maðurinn hefði reynt að stinga sig en það reyndist vera uppspuni. 9.2.2010 08:14 Fannst á lífi í rústunum á Haítí Manni var bjargað á lífi úr rústum byggingar á Haítí í gær, tæpum fjórum vikum eftir að jarðskjálfti olli gríðarlegu tjóni í landinu. 9.2.2010 08:11 Joe Jackson krefst réttlætis Conrad Murray, sem var læknir poppgoðsins Michaels Jackson, lýsti yfir sakleysi sínu í gær af ákærum um manndráp af gáleysi vegna andláts söngvarans. Fjölskylda popparans krefst réttlætis. 9.2.2010 08:06 Jarðskjálftar á Reykjaneshrygg Jarðskjálftahryna hófst á Reykjaneshrygg í gærkvöldi með að minnstakosti fimm skjálftum að styrkleika yfir þremur á Richter. Sá snarpasti mældist 3,9. Töluverð virkni hefur verið á svæðinu síðan og hafa nokkrir skjálftar mælst tæplega þrír á Richter í nótt. Upptök skjálftanna eru á tæplega tíu kílómetra dýpi. 9.2.2010 07:59 Kveikt í ruslagámi við Skipholt Eldur var kveiktur í ruslagámi við Skipholt í Reykjavík í nótt. Töluverður eldur var í gámnum þegar slökkvilið kom á vettvang, en hann stóð ekki hættulega nálægt byggingum við götuna. Þrátt fyrir að eldurinn hafi verið slökktur á skammri stundu, skemmdist gámurinn talsvert. Brennuvargurinn er ófundinn. 9.2.2010 07:56 Þungum áhyggjum lýst á fjölmennum fundi á Eskifirði Þungum áhyggjum var lýst vegna fyrirætlana stjórnvalda um að fyrna núgildandi kvótakerfi, á fjölmennum fundi á Eskifirði í gærkvöldi. 9.2.2010 07:54 Fáein loðnuskip að veiðum Fáein íslensk loðnuskip eru að veiðum út af ósum Rangánna, á milli lands og Vestmannaeyja, en síðasta norska loðnuskipið hélt heimleiðis í gær eftir löndun á Fáskrúðsfirði. 9.2.2010 07:51 Júlía hefur ekki viðurkennt ósigur sinn Nú er ljóst að Viktor Janukovitsj, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, sigraði í síðari umferð forsetakosninganna sem fram fóru í landinu á sunnudag. Búið er að telja 99% atkvæða og hefur Janukovitsj rúmlega þriggja prósenta forskot á Júlíu Tímósjenkó, forsætisráðherra. Hún hefur ekki viðurkennt ósigur sinn og þess í stað sakað andstæðing sinn um kosningasvik. Búist er við að hún boði til blaðamannafundar síðar í dag. 9.2.2010 07:49 Biðlistar lengjast að óbreyttu Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í leikskólaráði, telur víst að biðlistar eftir leikskólavist hjá Reykjavíkurborg muni lengjast mikið á næstu mánuðum vegna þeirrar ákvörðunar að breyta 9.2.2010 06:45 Leiðtogi norskra Vítisengla handtekinn í Leifsstöð Leiðtogi norskra Vítisengla var handtekinn í Leifsstöð við komuna til landsins í gær. Hann verður líklegast sendur aftur til Noregs nú á áttunda tímanum. 9.2.2010 06:30 Ákærðir fyrir að oftaka fé Fjórir breskir þingmenn verða ákærðir og eiga jafnvel fangelsi yfir höfði sér fyrir að hafa þegið greiðslur úr ríkissjóði vegna útgjalda, sem ýmist voru tilbúningur eða óviðeigandi. 9.2.2010 06:00 Er sáttur eftir krefjandi ár „Staðan er mjög góð og mun aðeins batna á næstunni,“ segir Theo Hoen, forstjóri Marel. Hann bætir við að alþjóðlega fjármálakreppan hafi gert flestum fyrirtækjum erfitt fyrir á síðasta ári. Geti Marel vel við unað. „Ég er sáttur,“ segir hann. 9.2.2010 06:00 Óttast verðfall verði jörðin Nauteyri seld Nokkur óánægja mun nú vera meðal landeigenda í innanverðu Ísfjarðardjúpi með að sveitarstjórn Strandabyggðar virti viðlits 15 milljóna króna tilboð Hraðfrystihússins Gunnvarar í jörðina Nauteyri á Langadalsströnd með því að ákveða að gera fyrirtækinu gagntilboð. 9.2.2010 06:00 Vonast eftir 140 listamönnum „Íbúum Skagastrandar fjölgaði um 21 prósent á síðasta ári miðað við þá 108 listamenn sem bjuggu í bænum á vegum Ness listamiðstöðvar. Miklu munar um þá 173 listamenn sem til Skagastrandar hafa komið frá upphafi,“ segir á skagastrond.is. 9.2.2010 06:00 Stofna samtök Evrópusinna Stofnfundur nýrra samtaka Evrópusinnaðra sjálfstæðismanna verður haldinn í Þjóðmenningarhúsinu á föstudag. Samtökin bera nafnið Sjálfstæðir Evrópumenn. 9.2.2010 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Orkuveitan og Ölfus í samningum um kísilver Samningar eru í burðarliðnum um risastóra kísilverksmiðju í Þorlákshöfn. Fjárfestingin næmi um 150 milljörðum króna og yfir þrjúhundruð framtíðarstörf skapast. 9.2.2010 18:32
Þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun og sifjaspell Héraðsdómur dæmdi í dag karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun og sifjaspell auk fjölda annarra brota. Hann var sakfelldur fyrir að nauðga systur sinni í júní í fyrra auk þess sem hann útvegaði henni ofskynjunarlyfið LSD. Maðurinn bar við minnisleysi en DNA rannsókn þótti sanna að hann hafi haft mök við systur sína. 9.2.2010 16:29
Átján ára piltur játaði vopnað rán Átján ára piltur hefur játað að hafa framið rán í matvöruverslun í Hlíðunum um kvöldmatarleytið á sunnudag. 9.2.2010 18:11
Meira en 270 milljónir renna frá Actavis til Haítí Actavis hefur ákveðið að styrkja hjálparstarfið í kjölfar jarðskjálftans í Haítí um meira en 270 milljónir króna, í formi fjárstyrkja og lyfja. Í fréttatilkynningu frá Actavis kemur fram að lyfin séu send frá ýmsum löndum þar sem fyrirtækið starfi, meðal annars Íslandi, Búlgaríu, Tyrklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Hluti framlagsins sé þegar kominn til viðtakenda. 9.2.2010 16:53
Ný Boeing 747 Ný útgáfa af Boeing 747 breiðþotunni fór í sitt fyrsta flug í gær. Það er Beoing 747-8 sem er fragtvél. 9.2.2010 16:48
Undirbúa stórárás í Afganistan Þetta er fyrsta stórárásin sem gerð verður í Afganistan síðan Barack Obama sendi þrjátíu þúsund manna liðsauka til landsins um áramótin. 9.2.2010 16:35
Í gæsluvarðhald grunaður um fíkniefnainnflutning Karl um fertugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 19. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem er erlendur ríkisborgari að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu, er grunaður um aðild á innflutningi fíkniefna til landsins en um er að ræða amfetamín í fljótandi formi. Lögregla segir að málið sé rannsakað í samvinnu við tollyfirvöld en ekki er tilgreint um hver mikið magn sé að ræða. 9.2.2010 16:25
Hvar er úrið mitt? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú eigenda nokkurra hluta sem sýnt þykir að séu stolnir, meðal annars forláta vasaúrs sem sést á meðfylgjandi mynd. Hinir sömu eru vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við lögreglustöðina á Dalvegi 18 í Kópavogi í síma 444-1130. 9.2.2010 16:00
Ljós á mótum Njarðargötu og Hringbrautar endurbætt Í fyrramálið, miðvikudaginn 10. febrúar, verður stýribúnaður umferðarljósa á gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar uppfærður. Vegna tengivinnu verða ljósin gerð óvirk tímabundið frá kl. 09:30, en áætlað er að verkið taki um þrjár klukkustundir. 9.2.2010 15:55
Sjúkrabílstjóri sektaður fyrir brot á umferðarlögum Héraðsdómur sektaði í dag ökumann sjúkrabíls fyrir brot á umferðarlögum þegar hann ók í forgangsakstri gegn rauðu ljósi með þeim afleiðingum að annar bíll ók á sjúkrabílinn sem valt. Áreksturinn varð á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu en sjúkrabíllinn var á leið í útkall á Hagamel og var í forgangsakstri vestur Hringbraut. 9.2.2010 15:24
Graðar endur valda usla í heimabæ Herriotts Bæjarstjórnin í markaðsbænum Thirsk í Norður-Jórvíkurskíri hefur áhyggjur af því að ofsafengnir ástaleikir anda fæli gesti frá markaðstorgi bæjarins. 9.2.2010 14:42
Tveggja ára fangelsi fyrir íkveikju á Leifsgötu Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja ára óskilorðisbundið fangelsi fyrir að leggja eld að bíl á Leifsgötu í Reykjavík í október 2008. Eldurinn breiddist út með þeim afleiðingum auk bifreiðin brann og önnur til sem stóð við hlið hennar. Dómarinn kemst að þeirri niðurstöðu að með íkveikjunni hafi maðurinn skapað almannahættu en auk tjónsins á bílunum urðu sótskemmdir á þriðja bílnum auk þess að sprungur komu í rúður hússins sem bílarnir stóðu við. 9.2.2010 14:37
Smáðir þingmenn fá ekki lokagreiðslu Þrír breskir þingmenn sem verða sóttir til saka fyrir oftöku fjár úr opinberum sjóðum fá enga lokagreiðslu þegar þeir hætta á þingi. 9.2.2010 14:12
Abbaðist upp á ranga flugfreyju Kinman Chan er þrítugur og vel á sig kominn. Hann taldi sig því ekki myndu eiga í vandræðum með hina fimmtíu og eins árs gömlu þriggja barna móður sem sagði honum að setjast í sæti sitt og þegja, þegar hann var með uppsteit um borð í flugvél US-Air frá Filadelfíu til San Francisco. 9.2.2010 13:40
Eyrarrósin afhent á Bessastöðum í næstu viku Eyrarrósin, sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, verður afhent á Bessastöðum mánudaginn 15. febrúar kl. 16.00 og er það í sjötta sinn sem viðurkenningin er veitt. Þrjú verkefni hafa verið tilnefnd úr hópi umsækjenda: tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystra, Eiríksstaðir í Haukadal og Skjaldborg - heimildarmyndahátíð á Patreksfirði.E 9.2.2010 13:09
Hafnar ásökunum um okurlánastarfsemi Árni Páll Árnason gagnrýndi harðlega starfsemi fyrirtækja sem veita smálán gegnum netið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hann sagði að lán til ungmenna á þúsund prósenta vöxtum væru siðlaus sjóræningjastarfsemi. Jafnframt hyggst ráðherrann beita sér fyrir lagasetningu til að takmarka starfsemi fyrirtækja eins og Kredia. Leifur A. Haraldsson, framkvæmdastjóri Kredia, segist ekki geta tekið undir orð ráðherrans. 9.2.2010 12:30
Ógn við samfélagið Samstarf vélhjólaklúbbsins MC Iceland, áður Fáfnis og erlendra deilda Hells Angels glæpasamtakanna sem og fyrirhuguð innganga íslenska hópsins í samtökin skapar hættu á aukinni skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi og felur því í sér ógn við samfélagið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni vegna ákvörðunar yfirvalda að senda Leif Ivar Kristanssen, foringja Hells Angels samtakanna í Noregi, sem var stöðvaður við komuna til landsins í gær aftur til Noregs með flugi í morgun. 9.2.2010 12:26
Tólf ára vill skilnað frá áttræðum eiginmanni Stjórnvöld í Saudi-Arabíu hafa fallist á að aðstoða tólf ára telpu sem vill fá skilnað frá áttræðum eiginmanni sínum. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt er gert og þetta gæti orðið prófmál. 9.2.2010 12:26
Sumarlokanir leikskóla lengja biðlista Fulltrúi Samfylkingar í leikskólaráði Reykjavíkurborgar furðar sig á að meirihlutinn hyggist lengja biðlista eftir plássi enn frekar með því að spara sér að ráða afleysingafólk í sumar. Hún efast um að sparnaðurinn skili sér. 9.2.2010 12:25
Andmælabréfin hafa verið send út Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sent út andmælabréf til þeirra einstaklinga í stjórnkerfinu sem nefndin telur að hafi hugsanlega sýnt vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins. 9.2.2010 12:01
Telur Svandísi brjóta gegn stjórnsýslulögum Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, telur að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hafi brotið gegn stjórnsýslulögum þegar hún hafnaði skipulagi Þjórsárvirkjana. Dæmi eru um að sveitarfélög séu með ákvæði um gjaldtöku fyrir aðalskipulag í sérstökum samþykktum, sem ráðherra hefur staðfest. 9.2.2010 12:00
Selja fasteignir án réttinda Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, segir allt of algengt að sölumenn komi fram sem fasteignasalar án þess að vera það. Slíkt sé grafalvarlegt líkt og nýlegt dæmi frá Danmörku sýni þegar rúmlega 70 sölumenn á fasteignasölum voru kærðir til lögreglu af eftirlitsaðilum fyrir að sigla undir fölsku flaggi. 9.2.2010 11:58
Enn fundað um Icesave Nú stendur yfir fundur stjórnar og stjórnarandstöðu um Icesave, í fjármálaráðuneytinu. Rætt er við erlenda ráðgjafa, þar á meðal Bandaríkjamanninn Lee Buchheit sem fenginn hefur verið Íslendingum til aðstoðar í málinu. 9.2.2010 11:17
Umboðsmaður ætlar að fylgjast með kynningarefni Icesave-kosninga Umboðsmaður Alþingis ætlar ekki að hefja sérstaka athugun á því hvort kynningarefni sem gert er af stjórnvöldum í tengslum við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu í Icesave-málinu sé í samræmi við réttmætisreglu og að þar sé gætt að því að öll framsetning sé eins hlutlæg og kostur er. Umboðsmaður mun hins vegar fylgjast með því áð næstu dögum og vikum hvernig kynningarstarfsemi stjórnvalda verði háttað í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. 9.2.2010 10:47
Enn ein innköllun hjá Toyota Toyota verksmiðjurnar hafa kallað inn yfir 430 þúsund eintök af flaggskipi sínu Toyota Prius vegna galla í bremsukerfi. 9.2.2010 10:32
Steingrímur Hermannsson jarðsunginn í dag Útför Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, fer fram á í dag klukkan tvö frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 9.2.2010 10:19
Mótmæla bílalánum Íslandsbanka Samtökin Nýtt Ísland boða til mótmæla fyrir utan höfuðstöðvar Íslandsbanka við Kirkjusand í hádeginu vegna bílalána bankans. 9.2.2010 10:17
Norskur stjörnulögfræðingur í mál við Ísland Norski lögfræðingurinn Morten Furuholmen hefur í nógu að snúast. Hann er nú á Íslandi til að undirbúa málshöfðun gegn íslenskum stjórnvöldum fyrir að neita norskum Vítisenglum um landgöngu. 9.2.2010 10:12
Lásu um dauða bróður síns á Facebook Ástralskar tvíburasystur komust að því að bróðir þeirra hefði dáið í hræðilegu bílslysi í grennd við Sydney þegar þær lásu heimasvæði sín á samskiptavefnum Facebook síðastliðinn sunnudag. Lögreglan hafði þá ekki tilkynnt fjölskyldunni að bróðirinn Bobby Vourlis hefði lent í bílslysi. Fjögur önnur ungmenni voru í bifreiðinni og dóu tvö þeirra. 9.2.2010 08:56
Þrír skotnir í fagnaðarlátunum í New Orleans Tvær konur og einn karlmaður særðust þegar skotum var hleypt af skammbyssum í miðjum fagnaðarlátum í miðborg New Orleans í Bandaríkjunum eftir að heimamenn sigruðu Ofurskálarleikinn, sem jafnan er kallaður Super Bowl, í fyrsta skipti í sögu félagsins í fyrrinótt. 9.2.2010 08:26
Lögreglumaður sviðsetti árás Breskur lögreglumaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi, þar af tvö ár skilorðsbundinn, fyrir að hafa sviðsett árás og misbeitt valdi sínu þegar hann handtók karlmann á fertugsaldri að ósekju. Það var vegna innbyrðis deilna þeirra um 600 pund sem samsvarar ríflega 120 þúsund íslenskum krónum. Lögreglumaðurinn sem heitir Ali Dizaei fullyrti að maðurinn hefði reynt að stinga sig en það reyndist vera uppspuni. 9.2.2010 08:14
Fannst á lífi í rústunum á Haítí Manni var bjargað á lífi úr rústum byggingar á Haítí í gær, tæpum fjórum vikum eftir að jarðskjálfti olli gríðarlegu tjóni í landinu. 9.2.2010 08:11
Joe Jackson krefst réttlætis Conrad Murray, sem var læknir poppgoðsins Michaels Jackson, lýsti yfir sakleysi sínu í gær af ákærum um manndráp af gáleysi vegna andláts söngvarans. Fjölskylda popparans krefst réttlætis. 9.2.2010 08:06
Jarðskjálftar á Reykjaneshrygg Jarðskjálftahryna hófst á Reykjaneshrygg í gærkvöldi með að minnstakosti fimm skjálftum að styrkleika yfir þremur á Richter. Sá snarpasti mældist 3,9. Töluverð virkni hefur verið á svæðinu síðan og hafa nokkrir skjálftar mælst tæplega þrír á Richter í nótt. Upptök skjálftanna eru á tæplega tíu kílómetra dýpi. 9.2.2010 07:59
Kveikt í ruslagámi við Skipholt Eldur var kveiktur í ruslagámi við Skipholt í Reykjavík í nótt. Töluverður eldur var í gámnum þegar slökkvilið kom á vettvang, en hann stóð ekki hættulega nálægt byggingum við götuna. Þrátt fyrir að eldurinn hafi verið slökktur á skammri stundu, skemmdist gámurinn talsvert. Brennuvargurinn er ófundinn. 9.2.2010 07:56
Þungum áhyggjum lýst á fjölmennum fundi á Eskifirði Þungum áhyggjum var lýst vegna fyrirætlana stjórnvalda um að fyrna núgildandi kvótakerfi, á fjölmennum fundi á Eskifirði í gærkvöldi. 9.2.2010 07:54
Fáein loðnuskip að veiðum Fáein íslensk loðnuskip eru að veiðum út af ósum Rangánna, á milli lands og Vestmannaeyja, en síðasta norska loðnuskipið hélt heimleiðis í gær eftir löndun á Fáskrúðsfirði. 9.2.2010 07:51
Júlía hefur ekki viðurkennt ósigur sinn Nú er ljóst að Viktor Janukovitsj, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, sigraði í síðari umferð forsetakosninganna sem fram fóru í landinu á sunnudag. Búið er að telja 99% atkvæða og hefur Janukovitsj rúmlega þriggja prósenta forskot á Júlíu Tímósjenkó, forsætisráðherra. Hún hefur ekki viðurkennt ósigur sinn og þess í stað sakað andstæðing sinn um kosningasvik. Búist er við að hún boði til blaðamannafundar síðar í dag. 9.2.2010 07:49
Biðlistar lengjast að óbreyttu Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í leikskólaráði, telur víst að biðlistar eftir leikskólavist hjá Reykjavíkurborg muni lengjast mikið á næstu mánuðum vegna þeirrar ákvörðunar að breyta 9.2.2010 06:45
Leiðtogi norskra Vítisengla handtekinn í Leifsstöð Leiðtogi norskra Vítisengla var handtekinn í Leifsstöð við komuna til landsins í gær. Hann verður líklegast sendur aftur til Noregs nú á áttunda tímanum. 9.2.2010 06:30
Ákærðir fyrir að oftaka fé Fjórir breskir þingmenn verða ákærðir og eiga jafnvel fangelsi yfir höfði sér fyrir að hafa þegið greiðslur úr ríkissjóði vegna útgjalda, sem ýmist voru tilbúningur eða óviðeigandi. 9.2.2010 06:00
Er sáttur eftir krefjandi ár „Staðan er mjög góð og mun aðeins batna á næstunni,“ segir Theo Hoen, forstjóri Marel. Hann bætir við að alþjóðlega fjármálakreppan hafi gert flestum fyrirtækjum erfitt fyrir á síðasta ári. Geti Marel vel við unað. „Ég er sáttur,“ segir hann. 9.2.2010 06:00
Óttast verðfall verði jörðin Nauteyri seld Nokkur óánægja mun nú vera meðal landeigenda í innanverðu Ísfjarðardjúpi með að sveitarstjórn Strandabyggðar virti viðlits 15 milljóna króna tilboð Hraðfrystihússins Gunnvarar í jörðina Nauteyri á Langadalsströnd með því að ákveða að gera fyrirtækinu gagntilboð. 9.2.2010 06:00
Vonast eftir 140 listamönnum „Íbúum Skagastrandar fjölgaði um 21 prósent á síðasta ári miðað við þá 108 listamenn sem bjuggu í bænum á vegum Ness listamiðstöðvar. Miklu munar um þá 173 listamenn sem til Skagastrandar hafa komið frá upphafi,“ segir á skagastrond.is. 9.2.2010 06:00
Stofna samtök Evrópusinna Stofnfundur nýrra samtaka Evrópusinnaðra sjálfstæðismanna verður haldinn í Þjóðmenningarhúsinu á föstudag. Samtökin bera nafnið Sjálfstæðir Evrópumenn. 9.2.2010 06:00