Erlent

Ákærðir fyrir að oftaka fé

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands þarf að endurgreiða jafnvirði 2,5 milljóna króna. nordicphotos/afp
Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands þarf að endurgreiða jafnvirði 2,5 milljóna króna. nordicphotos/afp
Fjórir breskir þingmenn verða ákærðir og eiga jafnvel fangelsi yfir höfði sér fyrir að hafa þegið greiðslur úr ríkissjóði vegna útgjalda, sem ýmist voru tilbúningur eða óviðeigandi.

Breski endurskoðandinn Thomas Legg skýrði frá því á fimmtudag að 390 þingmenn neðri deildar breska þingsins, eða meira en helmingur þingmanna deildarinnar, hafi þegið slíkar greiðslur.

Öllum þessum þingmönnum hefur verið gert að endurgreiða féð, alls um 1,3 milljónir breskra punda eða um 2.600 milljónir króna. - gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×