Erlent

Lögreglumaður sviðsetti árás

Ali Dizaei. Mynd/AFP
Ali Dizaei. Mynd/AFP

Breskur lögreglumaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi, þar af tvö ár skilorðsbundinn, fyrir að hafa sviðsett árás og misbeitt valdi sínu þegar hann handtók karlmann á fertugsaldri að ósekju. Það var vegna innbyrðis deilna þeirra um 600 pund sem samsvarar ríflega 120 þúsund íslenskum krónum. Lögreglumaðurinn sem heitir Ali Dizaei fullyrti að maðurinn hefði reynt að stinga sig en það reyndist vera uppspuni.

Dizaei sem er 47 ára hefur starfað sem lögreglumaður í London í aldarfjórðung. Dómarinn sem kvað upp dóminn sagði mikilvægt að senda þau skilaboð út í samfélagið að lögreglumenn væru ekki hafnir yfir lög.

Dizaei verður sviptur starfinu og að öllum líkindum einnig eftirlaununum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×