Fleiri fréttir

Andlegri sjálfsvörn frestað

Vegna leiks Íslands og Noregs á Evrópumeistaramótinu í handknattleik hefur verið ákveðið að fresta fyrirlestri Sigursteins Mássonar, formanns Geðhjálpar, um andlega sjálfsvörn sem halda átti í BSRB-húsinu klukkan fjögur í dag, fimmtudag.

Leiguverð á niðurleið frá áramótum

Leiguverð er á niðurleið núna, segir Berglind Eva Gísladóttir hjá Leigulistanum. Hún segir að leiguverð hafi hækkað lítillega á haustmánuðum miðað við mánuðina á undan en frá áramótum aftur lækkað lítillega. Mest er framboðið af leiguíbúðum í hverfum í póstnúmeri 101, 105 og 107. Að sögn Berglindar er ekki mikið framboð á leiguhúsnæði í nýbyggingarhverfum í Kópavogi og Hafnarfirði, minna en starfsmenn Leigulistans hafi búist við.

Álftanes er ógjaldfært

Stórfelldar skattahækkanir, 13,5 prósenta niðurskurður í rekstri og uppsagnir embættismanna duga hvergi nærri til þess að ná tökum á hallarekstri sveitarfélagsins Álftanes þannig að það geti risið undir skuldbindingum sínum á þessu ári.

Kosið í stjórn RÚV til eins árs

Alþingi verður sett á ný á föstudag klukkan 12. Fyrir þinginu liggur að kjósa fimm manna stjórn Ríkisútvarpsins ohf. til eins árs og fimm til vara.

Fjölþjóðlegt fjör í Háteigskirkju

Það hefur verið líf í tuskunum í Háteigskirkju þessa vikuna, þar hafa fjörutíu unglingar frá jafnmörgum löndum fræðst um föðurlönd hinna, menningu í breiðum skilningi og trúarbrögð. Unglingarnir, sem flestir eru um fimmtán ára gamlir, eru frá litlum bæ í Norður-Tyrklandi, smábæ á Sikiley, frá Vilníus í Litháen og svo frá Íslandi.

Svínshöfuð sett í tvær moskur

Gestir tveggja moskna í Kúala Lúmpúr í Malasíu gengu fram á afskorin svínshöfuð þegar þeir gengu til bæna í gær. Atburðurinn kemur í kjölfar árása á kirkjur og deilur um notkun kristinna á orðinu „Allah“ fyrir guð, hefur fréttastofa AP eftir staðaryfirvöldum.

Helst til mikið gert úr alræðisvaldinu

„Mér líst vel á skýrsluna og er hjartanlega sammála mörgum tillögum sem þar koma fram um breytingar á umbúnaði og regluverki Ríkisútvarpsins,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri.

Sáttatillögunni dræmt tekið

Forsætisráðherrar Bretlands og Írlands, þeir Gordon Brown og Brian Cowen, fengu lítinn hljómgrunn meðal bæði kaþólskra og mótmælenda á Norður-Írlandi þegar þeir kynntu málamiðlunartillögu sína í gær.

Átta prósenta samdráttur milli ára

Alls flugu 101.504 flugvélar um íslenska flugstjórnarsvæðið á síðasta ári, að því er fram kemur í tilkynningu Flugmálastjórnar. Mun það vera í þriðja sinn á jafnmörgum árum sem fjöldi véla fer yfir 100 þúsunda markið.

Ósiðlegt að fjárfesta í tóbaki

Eftirlaunasjóður norska ríkisins, Olíusjóðurinn svokallaði, ætlar að selja hlutabréf sín í sautján tóbaksframleiðslufyrirtækjum fyrir alls 1,8 milljarða evra og lýsir því jafnframt yfir að hann muni ekki fjárfesta framvegis í tóbaksframleiðslu. Frá þessu er greint á vef Landssamtaka lífeyrissjóða.

Hvetja til fuglaskoðunar

Fuglavernd hvetur landsmenn til að skoða og skrá fjölda og tegundir fugla í görðum um næstu helgi, frá föstudegi til sunnudags, einn klukkutíma í senn. Þá er átt við þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.

Fimm vilja í Selfosskirkju

Fimm sækja um embætti prests í Selfossprestakalli, en umsóknarfrestur um starfið rann út á mánudag. Skipað er í embættið frá og með 1. mars.

Börnin eru í mestri hættu

Þúsundir barna, sem lifðu af jarðskjálftann á Haítí, eru munaðarlaus og eftirlitslaus á vergangi í rústum höfuðborgarinnar Port-au-Prince.

Iðnskólinn smíðar kirkjuna

Iðnskólinn í Hafnarfirði hefur boðist til þess að endurreisa Krýsuvíkurkirkju, sem brann til grunna í byrjun janúar. Vinafélag Krýsuvíkurkirkju mun standa straum af kostnaði við bygginguna, segir Jónatan Garðarsson, formaður bráðabirgðastjórnar hins nýstofnaða félags.

Nýr iPad lítur dagsins ljós

Steve Jobs, forstjóri tæknifyrirtækisins Apple, svipti hulunni af nýrri tölvu á tækniráðstefnu í San Fransisco í Bandaríkjunum í gær ásamt því að kynna netbókaverslunina iBooks.

Unglingsstúlku bjargað úr rústunum á Haíti í kvöld

Björgunarsveitir á Haítí fundu í kvöld unglingsstúlku á lífi í rústum byggingar í höfuðborginni Port au Prince. Stúlkan er lítið slösuð en þjáist af alvarlegri ofþornun. Ekki er ljóst hve lengi hún var föst í rústunum, en fimmtán dagar eru liðnir frá því jarðskjálftinn á Haítí lagði bæi og höfuðborgina í rúst.

Sitjandi forseti sigraði á Sri Lanka

Forseti Sri Lanka, Mahinda Rajapaksa, hefur verið lýstur sigurvegari í kosningum sem fram fóru í landinu í vikunni. Deilur hafa þegar blossað upp vegna niðurstöðunnar en um var að ræða fyrstu lýðræðislegu kosningarnar á eyjunni frá því Tamíl tígrar voru sigraðir af stjórnarhernum á síðasta ári eftir 25 ára borgarastyrjöld. Kjörstjórn hefur gefið það út að forsetinn hafi hlotið 57,8 prósent atkvæða í kosningunni en að aðalkeppinautur hans, Fonseka hershöfðingi, hafi fengið 40 prósent. Hershöfðinginn neitar að viðurkenna úrslitin og hefur farið fram á endurtalningu.

Ísland „umhverfisvænasta“ land í heimi

Ísland lendir í fyrsta sæti þegar frammistaða þjóðríkja í umhverfismálum er metin. Frá þessu var skýrt á Davos ráðstefnunni í dag þar sem valdamestu menn heimsins koma saman til þess að ræða efnahagsmál og önnur málefni sem hæst eru á baugi hverju sinni. Þetta kemur fram í skýrslu sem gefin er út annað hvert ár og kallast EPI, eða The Envrironmental Performance Index, sem útleggja mætti sem Umhverfis-frammistöðu vísitalan.

Flugslys: Flugritarnir fundnir

Svarti kassinn svokallaði, eða flugritar farþegaflugvélarinnar sem fórst undan ströndum Líbanons eru fundnir. Vélin, sem var frá Ethiopian Airlines fórst fyrir tveimur dögum síðan og fórust allir 90 farþegar vélarinnar í slysinu. Flugritarnir eru á rúmlega kílómeters dýpi um 10 kílómetrum frá höfuðborginni Beirút. Unnið er að því að reyna að ná flugritunum af hafsbotni.

Menntamálaráðherra ræðir málefni RÚV á opnum fundi

Vinstri hreyfingin - grænt framboð stendur fyrir opnum fundi um RÚV og fyrirhugaðan niðurskurð í menningarmálum. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Svanhildur Kaaber, formaður stjórnar RÚV hafa boðað komu sína á fundinn sem hefst klukkan 17:00 að Vesturgötu 7.

Íslendingar erlendis geta kosið frá og með morgundeginum

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 6. mars 2010, hefst á morgun, 28. janúar. Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu segir að utankjörfundaratkvæðagreiðslan fari fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis og aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Shanghai og Þórshöfn í Færeyjum.

Mansalsmál: Sönnunargögnum ábótavant

Saksóknari í mansalsmálinu fór fram á frest eftir að í ljós kom að aðalsönnunargagninu í málinu var verulega ábótavant. Tveir hinna ákærðu voru yfirheyrðir aftur fyrir dómi, eftir að fórnarlambið hafði sakað þá um að hafa neytt sig til kynferðislegra athafna.

Fólk á níræðis- og tíræðisaldri staðið að hnupli

Hnuplmál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær en slíkt er nánast orðið daglegt brauð að því er fram kemur í tilkynningu. Að sögn lögreglu eru snyrtivörur og fatnaður á meðal þess sem þjófar ásælast en hinir óprúttnu aðilar eru á öllum aldri og af báðum kynjum.

Ólafur Ragnar í Davos: Engir Icesave fundir, en....

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir að uppsveifla hefjist á Íslandi fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Hann er nú staddur Í Davos í Sviss þar sem áhrifamestu menn heimsins í stjórnmálum og viðskiptum funda.

Gæslan fylgist með gasflutningaskipi

Landhelgisgæslan hefur síðastliðinn sólarhring fylgst með siglingu norska gasflutningaskipsins Arctic Princess. Skipið er 288 metrar að lengd og kom inn í eftirlitskerfi stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar um 100 sjómílur A-af landinu en skipið er á siglingu til Bandaríkjanna. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að skipið hafi ekki siglt inn fyrir íslenska landhelgi en fór næst landi 12 sjómílur af eyjunni Hvalbak sem er austur af landinu.

Yfirheyrslum yfir Lýði lokið í bili

Yfirheyrslur á vegum embættis sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á málefnum Exista yfir Lýði Guðmundssyni er lokið í bili. Hann var yfirheyrður í húsnæði Ríkislögreglustjóra við Skúlagötu. Gestur Jónsson, lögmaður Lýðs, vildi ekkert tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann.

Stóð tíu metrum frá Þistilfjarðarbirnunni - myndir

„Manni brá svolítið en ég var ekkert hrædd,“ segir Svanhvít Geirsdóttir, ábúandi á Sævarlandi í Þistilfirði, en hún tilkynnti til lögreglunnar um Ísbjörn sem nú hefur verið felldur. Í ljós kom að um birnu var að ræða en hún var ekki horuð og í góðu ásigkomulagi.

Upplýsingavefur um þjóðaratkvæðagreiðsluna

Upplýsingavefur dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave lögin sem fer fram 6. mars næstkomandi hefur verið opnaður. Á vefnum, sem hefur slóðina www.kosning.is, er að finna fróðleik og hagnýtar upplýsingar er lúta að framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Lögregla hafi frumkvæði að brottvísun erlendra glæpamanna

Vinnuhópur dómsmála- og mannréttindaráðherra um aukið eftirlit með útlendingum til að uppræta skipulagða glæpastarfsemi hér á landi leggur til að að frumkvæði að beitingu brottvísana verði fært til lögreglu sem undirbúi mál til ákvarðanatöku hjá Útlendingastofnun. Lögreglan annist þannig undirbúning máls í samræmi við ákvæði laga um útlendinga og ábyrgðin á því liggi hjá því lögregluembætti sem rannsakar mál viðkomandi útlendings.

Veiðimenn búnir að fella ísbjörninn

Þrjár skyttur eru búnar að fella ísbjörninn sem sást til á Þistilfirði í dag að sögn lögreglumanns sem Vísir ræddi við. Svo virðist sem björninn, sem var frekar lítill, hafi verið felldur af skyttunum.

Björninn felldur þrátt fyrir sérhannað björgunarbúr

Búrið sem nota átti við síðustu björgunartilraun þegar ísbjörn gekk á land nærri Skagafirði er enn á landinu samkvæmt Umhverfisstofnun. Þá náðist ekki að fanga björninn lifandi. Búrið hefur því ekki verið notað. Ákveðið hefur verið að fella björninn þar sem ekki séu uppi ákjósanlegar aðstæður til þess að bjarga honum.

Vissi ekki af isbirni á landinu sínu

Geir Geirsson, íbúi á Sævarlandi í Þistilfirði, þar sem sást til ísbjörns fyrir um klukkustund síðan, var ekki heima þegar fréttastofa hafði samband við hann.

Ísbjörn í Þistilfirði

Lögreglunni á Þórshöfn barst tilkynning um að ísbjörn í grennd við bæinn Sævarland í Þistilfirði fyrir skömmu. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Fjölskylduhjálp býst við fimmhundruð fjölskyldum

„Við áætlum að um fimm hundruð fjölskyldur komi í dag,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdarstjóri Fjölskylduhjálpar, en í dag er þriðji úthlutunardagur mánaðarins. Í síðustu viku komu á fimmta hundrað fjölskyldna og fengu mataraðstoð. Til samanburðar þá komu um 170 til 200 fjölskyldur í janúar árið 2007.

Stórtækur niðurskurður á Álftanesi

Í skýrslu um fjárhagslega endurskipulagningu sveitarfélagsins Álftaness eru tillögur um hvernig mæta eigi slæmri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Endurskoðunarfyrirtækið KPMG vann skýrsluna að beiðni sveitarfélagsins og var hún lögð fyrir bæjarstjórn í gærkvöldi.

Varðskipið Óðinn 50 ára

Varðskipið Óðinn er 50 ára í dag en skipið tók þátt í öllum þremur þorskastríðunum á 20. öldinni. Síðasta sjóferð Óðins fyrir Landhelgisgæsluna var farin fyrir fjórum árum.

Neysla á kindakjöti snar minnkaði

Neysla á kindakjöti snar minnkaði í fyrra og hefur hún ekki verið minni síðan núgildandi söluskráning hófst fyrir 30 árum.

Lýður yfirheyrður

Yfirheyrslur á vegum embættis sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á málefnum Exista standa nú yfir. Lýður Guðmundsson, annar Bakkavarabræðranna, mætti til yfirheyrslu klukkan ellefu í morgun. Þá kom fram í hádegisfréttum RÚV að Ágúst hefði einnig verið yfirheyrður í morgun.

Samfylkingin með opið prófkjör

Á félagsfundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ í gær var samþykkt að bjóða fram undir eigin nafni í komandi bæjarstjórnarkosningum og að halda opið prófkjör þar sem öllum kosningabærum bæjarbúum gefist kostur á að taka þátt. Samfylkingin, VG og Framsóknarflokkur buðu fram undir merkjum A-lista í kosningunum 2006. Framboðið fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna af ellefu.

Dýr ostasneið

Afgreiðslustúlka hjá McDonalds í Hollandi hefur unnið mál gegn fyrirtækinu. Hún var rekin fyrir að setja ostasneið á hamborgara sem samstarfsmaður keypti, án þess að rukka sérstaklega fyrir hana.

Þrettán framsóknarmenn vilja í bæjarstjórn

Þrettán gefa kost á sér prófkjöri Framsóknarflokksins í Kópavogi sem fer fram laugardaginn 27. febrúar, en framboðsfrestur rann út í gær. Ómar Stefánsson, núverandi oddviti, Una María Óskarsdóttir varabæjarfulltrúi, Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, og Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, sækjast öll eftir oddvitasætinu.

Sjá næstu 50 fréttir