Erlent

Börnin eru í mestri hættu

Viðkvæmari fyrir sjúkdómum og misnotkun hvers konar.
fréttablaðið/AP
Viðkvæmari fyrir sjúkdómum og misnotkun hvers konar. fréttablaðið/AP

Þúsundir barna, sem lifðu af jarðskjálftann á Haítí, eru munaðarlaus og eftirlitslaus á vergangi í rústum höfuðborgarinnar Port-au-Prince.

Þau eru í meiri hættu en aðrir íbúar landsins fyrir sjúkdómum og glæpum, þar á meðal barnaníðingum.

„Þau eru einstaklega viðkvæm,“ segir Kate Conradt, talskona Barnahjálpar. Hún segir að sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna telji að fjöldi barna, sem hafa misst að minnsta kosti annað foreldri sitt, geti verið um ein milljón.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×