Erlent

Flugslys: Flugritarnir fundnir

Svarti kassinn svokallaði, eða flugritar farþegaflugvélarinnar sem fórst undan ströndum Líbanons eru fundnir. Vélin, sem var frá Ethiopian Airlines fórst fyrir tveimur dögum síðan og fórust allir 90 farþegar vélarinnar í slysinu. Flugritarnir eru á rúmlega kílómeters dýpi um 10 kílómetrum frá höfuðborginni Beirút. Unnið er að því að reyna að ná flugritunum af hafsbotni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×