Fleiri fréttir

Hægt að kjósa um Icesave frá og með morgundeginum

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave lögin sem Alþingi samþykkti í lok desember og forsetinn neitaði fáeinum dögum síðar að staðfesta hefst á morgun.

Norðurlöndin veiti Íslandi tafarlaust lán

Systurflokkar Vinstri grænna í Norðurlandaráði hvetja ríkisstjórnir norrænu ríkjanna til að greiða nú þegar út þau lán sem búið var að samþykkja að veita Íslendingum, og bíða ekki eftir að deilan við Hollendinga og Breta leysist. Málið var rætt á fundi VG og systurflokkanna á janúarfundi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í gær.

Ákvörðun Seðlabankans hænufet í rétta átt

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að lækka stýrivexti um 0,5 prósentur vera hænufet á réttri leið en breyti ekki miklu varðandi fjármagnskostnað og möguleika lítilla og meðalstórra fyrirtæka til að byggja upp.

Flugmenn Icelandair boða verkfall

Flugmenn Icelandair hafa boðað verkfall sem hefst klukkan sex að morgni fimmtudags 4. febrúar og stendur það í tvo sólarhringa eða til klukkan sex að morgni 6. febrúar. Verkfallið hefst svo að nýju klukkan sex fimmtudagsmorguninn 11. febrúar og eru lok þess ótímabundin.

Hross hætt komin þegar eldur kviknaði í hesthúsi

Fimmtán hross voru hætt komin þegar eldur kviknaði í hesthúsi á móts við Dýraspítalann í Víðidal við Breiðholtsbraut upp úr klukkan hálf fimm í nótt. Slökkviliðið sendi fimm bíla og mikinn mannskap á vettvang og réðust slökkviliðsmenn þegar til inngöngu til að hleypa hrossunum út. Það gekk vel og var eldurinn, sem aðallega logaði í klæðningu á húsinu, slökktur á skammri stundu. Eftir það þurftu slökkviliðsmenn að rjúfa klæðningu og slökkva í glæðum.

Myndband af Eþíópíu vélinni springa á flugi

Níutíu manns fórust með Boeing 737 þotu Ethiopian Airlines. Mikið þrumuveður og rigning var í Beirut þegar vélin hóf sig til flugs og hafa verið vangaveltur um að það hafi verið orsök slyssins.

Alræði útvarpsstjóra er metið óviðeigandi

Útvarpsstjóri Ríkis­útvarpsins hefur nánast alræðisvald varðandi dagskrá, mannaráðningar og stefnumótun, að mati starfshóps mennta- og menningarmálaráðherra um almannahlutverk RÚV. Þykir fyrirkomulagið ólýðræðislegt og ógagnsætt og ekki viðeigandi í félagi sem hefur mikilvægt menningar- og lýðræðishlutverk og starfar í almannaþágu.

Segist ekki hafa stundað ritstuld

„Ég hef ekki brotið neitt af mér,“ segir Jón Halldór Guðmundsson. Meistaragráða hans í lögfræði hefur nú verið felld úr gildi vegna ritstuldar. Hann segist vera að skoða málið.

Meistaragráða felld úr gildi vegna ritstuldar

Meistaragráða nemanda sem útskrifaðist með lögfræðipróf frá Háskólanum á Bifröst sumarið 2008 hefur verið felld úr gildi þar sem nemandinn varð uppvís að ritstuldi í lokaritgerð.

Ásbjörn játar brot á lögum - Bjarni segir brotið ekki hafa áhrif

Ásbjörn Óttarsson, þingmaður sjálfstæðismanna, viðurkenndi í Kastljósi Sjónvarps í gær að hafa brotið lög þegar hann greiddi sér og konu sinni tuttugu milljónir króna í arð árið 2007, fyrir árið 2006, þegar eigið fé fyrirtækisins var neikvætt.

Endurskoða ætti lögin

Nota ætti hugtakið landráð varlega í samhengi við aðdraganda og hrun íslenska efnahagskerfisins, er mat sagnfræðingsins Guðna Th. Jóhannessonar, lektors við laga- og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Í erindi sem hann flutti í vikunni á vegum lagadeildarinnar sagði hann lítið hægt að græða á sögunni í þeirri viðleitni að meta hvort landráð hafi verið framin á allra síðustu árum.

Um 8.000 tonn komin á land

Tvö þúsund tonnum af gulldeplu var landað á Akranesi í síðustu viku. Eftir brælu undanfarna daga héldu skip HB Granda á ný til gulldepluveiða í fyrrakvöld.

Yfir hundrað börn á biðlista

Rúmlega 120 börn eldri en átján mánaða bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum frá leikskólasviði. Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri leikskólasviðs, segir stöðuna ekki hafa verið betri í þau fimmtán ár sem hún hefur komið að þessum málum.

Leggur til uppsagnir og niðurskurð

Bæjarstjórn Álftaness fundaði seint í gærkvöldi um tillögur sínar til eftirlitsnefndar sveitarfélaganna, um hvernig ætti að mæta slæmri fjárhagsstöðu Álftaness.

Segir niðurstöðuna setja skýrt fordæmi

Niðurstaða áfrýjunarnefndar um samkeppnismál vegna samruna Vestia og Teymis setur skýrt fordæmi fyrir yfirtöku bankanna á fyrirtækjum á samkeppnismarkaði, segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra.

Mikil tækifæri í heilsuferðarþjónustu

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra, segir mikil tækifæri felast í heilsuferðarþjónustu hér á landi. Stofnfundur Samtaka um heilsuferðaþjónustu er á morgun.

Mannréttindi og vernd verði sett í öndvegi

Mannréttindasamtökin Amnesty Inter­national leggja áherslu á nauðsyn þess að mannréttindi og vernd þeirra verði sett í öndvegi við neyðaraðstoð og enduruppbyggingu á Haítí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í gær.

Pör geta borgað fyrir svefnrými

Flugfélagið Air New Zealand hefur tilkynnt að í apríl muni pörum gefast kostur á að borga fyrir svefnpláss á ódýrasta farrými í nýjum Boeing 777-300 þotum félagsins, að því er fram kemur í frétt á vef BBC.

Ramos skal verða framseldur

Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í gær þá ákvörðun dómsmálaráðuneytisins þess efnis að orðið verði við beiðni brasilískra yfirvalda um að framselja brasilíska gæsluvarðhaldsfangann Hosmany Ramos. Að sögn Hilmars Ingimundarsonar hrl., lögmanns Ramosar, verður úrskurður héraðsdóms kærður til Hæstaréttar.

Flugstjóri tók ranga stefnu

Flugstjóri eþíópískrar farþegaflugvélar, sem hrapaði í hafið við strönd Líbanons á mánudag, tók öfuga stefnu og flaug í andstæða átt við það sem starfsfólk í flugturni hafði mælt með.

Fannst á lífi í rústunum á Haítí

Manni var bjargað úr rústum byggingar á Haítí í dag, tveimur vikum eftir að jarðskjálfti olli gríðarlegu tjóni í landinu. Það voru bandarískir hermenn sem björguðu manninum úr rústunum í höfuðborginni Port au Prince og var hann fluttur á spítala.

Fimm hafa skrifað undir eiðinn

Fimm alþingismenn hafa skrifað undir yfirlýsingu á heimasíðunni heidur.is en þar eru þingmenn hvattir til að heita því að fylgja ákveðnum siðareglum sem settar eru fram á síðunni. Nær þúsund manns hafa skráð sig á facebook síðu þar sem skorað er á þingmenn að skrifa undir og í dag hafa eins og áður segir fimm alþingismenn tekið áskoruninni.

Varað við lúmskri hálku

Veðurstofan varar við hálku víða um land þar sem vegir eru víða blautir eftir rigningu og spáð er hratt kólnandi veðri. Hálkan sem myndast getur því verið lúmsk og mikil og eru vegfarendur beðnir um að sýna sérstaka aðgát.

Endurgreiddi arðgreiðslu

Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur skilað 20 milljóna arðgreiðslu úr fyrirtæki sínu fyrir árið 2006, en þá var eiginfjárstaða fyrirtækisins neikvæð og því um ólöglegan gjörning að ræða.

Frakkar banna líklegast Búrkur

Frönsk þingnefnd mælti með því í dag að bann verði sett við því að múslimskar konur klæðist svokölluöum búrkum og öðrum fatnaði sem hylur andlitið. Verði lög sett í samræmi við tilmæli nefndarinnar yrði bannað að klæðast slíkum fatnaði í skólum, á spítulum og í almenningsfarartækjum á borð við lestir og strætisvagna.

Nýjar upplýsingar komu fram í mansalsmálinu í dag

Réttarhöldin í mansalsmálinu svokallaða tóku óvænta stefnu þegar fórnarlambið í málinu sagði frá því að hún hafi þurft að hafa samfarir við ákærðu eftir að hún kom til Íslands. Fórnarlambið hafði ekki sagt frá þessu við rannsókn málsins.

Hollvinir harma niðurskurð

Stjórn Hollvina Ríkisútvarpsins harmar þann gríðarlega niðurskurð sem nú hefur dunið á Ríkisútvarpinu, í þriðja sinn á skömmum tíma, vegna þeirrar ákvörðunar Alþingis að klípa tíunda hluta af útvarpsgsjaldi því sem er undirstaða tekna RÚV.

Skautadrottningu komið undir læknishendur

Stúlka um tvítugt brenndist á hendi þegar yfir hana helltist heitt vatn í íbúð í Breiðholti í hádeginu í gær samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Tvö atriði standa eftir

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir mikilvægt að stjórnvöld ljúki ákveðinni vinnu svo endurskoðun á efnahagsáætlun þeirra og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins geti farið fram. Tvö atriði standi eftir.

Hjálmar Sveinsson: Tónlistarhúsið fjármagnað með Icesave

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við höfnina í Reykjavík er líkast til fjármagnað að hluta til með Icesave. Þetta segir útvarpsmaður Hjálmar Sveinsson sem gefur kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Húsið sé því að einhverju leyti í boði breskra líknarfélaga og bæjarfélaga.

18 látnir eftir sjálfsmorðsárás

Að minnsta kosti 18 eru látnir eftir sjálfsmorðsárás í miðborg Bagdad, höfuðborgar Íraks, fyrr í dag. Talið er að tæplega 100 séu særðir. Tilræðismaðurinn sprengdi bifreið sína í loft upp við innanríkisráðuneytið og er byggingin talsvert mikið skemmd.

Fólk hvatt til að láta vita um grunsamlegar mannaferðir

Lögreglan hvetur fólk til að láta vita um grunsamlegar mannaferðir, ekki síst í íbúðahverfum. Innbrot á heimili eiga sér oft stað að degi til og þá geta upplýsingar, til dæmis frá nágrönnum, ráðið miklu, að fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni.

Yfirheyrslur hafnar vegna rannsóknar sérstaks saksóknara

Embætti sérstaks saksóknara hefur með höndum rannsóknir og réttarbeiðnir sem tengjast Exista en vegna þeirra fóru fram húsleitir í dag á 8 stöðum á Íslandi og 4 stöðum í Englandi samkvæmt tilkynningu frá embætti sérstaks saksóknara.

Mikilvægt að Seðlabankinn lækki stýrivexti

Samtök atvinnulífsins telja mikilvægt að Seðlabankinn stuðli að efnahagsbata með því að lækka vexti sína verulega við næstu vaxtaákvörðun og brjótist út úr „vaxtasjálfheldunni.“

Flugumferð dróst saman milli ára

Í þriðja skiptið á jafnmörgum árum fór fjöldi flugvéla um íslenska flugstjórnarsvæðið, sem er 5,4 milljónir ferkílómetrar að stærð, yfir 100 þúsund markið. Heildarfjöldinn á síðasta ári var 101.504 þúsund flugvélar. Ef miðað er við árið 2008 þá dróst flugumferð saman um 8% en þá fóru 110.366 flugvélar um íslenska flugstjórnarsvæðið og höfðu aldrei orðið fleiri, að fram kemur í tilkynningu frá Flugstoðum.

Sjá næstu 50 fréttir