Erlent

Sitjandi forseti sigraði á Sri Lanka

Mahinda Rajapaksa, hefur verið lýstur sigurvegari í kosningunum.
Mahinda Rajapaksa, hefur verið lýstur sigurvegari í kosningunum.
Forseti Sri Lanka, Mahinda Rajapaksa, hefur verið lýstur sigurvegari í kosningum sem fram fóru í landinu í vikunni. Deilur hafa þegar blossað upp vegna niðurstöðunnar en um var að ræða fyrstu lýðræðislegu kosningarnar á eyjunni frá því Tamíl tígrar voru sigraðir af stjórnarhernum á síðasta ári eftir 25 ára borgarastyrjöld.

Kjörstjórn hefur gefið það út að forsetinn hafi hlotið 57,8 prósent atkvæða í kosningunni en að aðalkeppinautur hans, Fonseka hershöfðingi, hafi fengið 40 prósent. Hershöfðinginn neitar að viðurkenna úrslitin og hefur farið fram á endurtalningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×