Erlent

Unglingsstúlku bjargað úr rústunum á Haíti í kvöld

MYND/AP

Björgunarsveitir á Haítí fundu í kvöld unglingsstúlku á lífi í rústum byggingar í höfuðborginni Port au Prince. Stúlkan er lítið slösuð en þjáist af alvarlegri ofþornun. Ekki er ljóst hve lengi hún var föst í rústunum, en fimmtán dagar eru liðnir frá því jarðskjálftinn á Haítí lagði bæi og höfuðborgina í rúst.

Í gær bjargaðist maður úr rústum húss og nú er komið í ljós að hann lenti undir farginu í einum af þeim eftirskjálftum sem riðið hafa yfir eyjuna. Hann var fastur í rústum í 12 daga.

Staðfest hefur verið að 170 þúsund manns hafi látist í skjálftanum og óttast er að talan verði á endanum 200 þúsund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×