Fleiri fréttir Starfaði fyrir Bandaríkin Sjálfsvígsárásarmaður, sem varð í árslok átta manns að bana í bækistöðvum bandarísku leyniþjónustunnar CIA í Afganistan, var í þjálfun hjá leyniþjónustunni til gagnnjósnastarfa. 6.1.2010 04:30 Sendu áskorun til stjórnvalda Áttatíu og átta prófessorar við háskóla í Teheran, höfuðborg Írans, skora á stjórnvöld landsins að láta af ofbeldi og hörku gagnvart hreyfingu mótmælenda. 6.1.2010 04:15 Áfellisdómur Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, lítur á ákvörðun forseta sem áfellisdóm yfir störfum sínum. 6.1.2010 04:15 Ísland í fimmta sæti Hlutfallslega fæst banaslys urðu í umferðinni á Möltu samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir nýliðið ár. Banaslysin voru 3,7 á hverja 100 þúsund íbúa á Möltu, en 5,4 á hverja 100 þúsund íbúa hér á landi. 6.1.2010 04:15 HIV-smitaðir velkomnir Fólk sem smitað er af HIV eða alnæmi getur ferðast til Bandaríkjanna eftir að bann sem staðið hafði í 22 ár var fellt úr gildi á mánudag. Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að bannið hafi rímað illa við áform landsins um að vera í forystu í baráttunni við HIV og alnæmi. 6.1.2010 04:00 Ákærðir fyrir að ræna mann Dómsmál Tveir karlmenn, 29 og 35 ára, hafa verið ákærðir fyrir húsbrot, rán, eignaspjöll og tilraun til fjárkúgunar. 6.1.2010 04:00 Líkur minnka á hagvexti í ár „Lykillinn að endurreisninni er að Ísland hafi aðgang að fjármálamörkuðum. Með þessu er óvissa um aðgang ríkisins að lánsfé sem og opinberra fyrirtækja sem hafa verið að leita eftir fyrirgreiðslu. Svo snertir þetta bankana sem þurfa erlent lánsfé til að endurlána inn í atvinnulífið," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. „Þessi ákvörðun tefur fyrir og skapar óþarfa óvissu." 6.1.2010 04:00 Óvissa og tóm í stjórnarskránni „Forsetinn þarf ekki að rökstyðja ákvörðun sína þótt hann vilji gera það til að réttlæta niðurstöðuna,“ segir Björg Thorarensen, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands. Hún segir rökstuðninginn hafa litla þýðingu. Aðalatriðið segir Björg vera málskotsheimild forseta í stjórnarskrá og segir merkilegt að stjórnmálamenn skuli ekki, eftir ákvörðun forseta árið 2004, þegar hann synjaði fjölmiðlalögum staðfestingar, hafa tekið málið upp og búið til farveg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur. 6.1.2010 03:45 Segir augljóst að ekki sé hægt að reiða sig á Ísland Viðbrögð Breta og Hollendinga við synjun forseta 6.1.2010 00:01 Neitunin vekur víða furðu Grannt fylgst með utanlands. 6.1.2010 00:01 Tvísýnt um endurreisnaráætlun „Með ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki breytingu Alþingis á lögum nr. 96/2009, svokölluðum Icesave-lögum er þeim árangri sem náðst hefur í endurreisnaráætlun stjórnvalda teflt í mikla tvísýnu,“ segir í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. 6.1.2010 00:01 Ólafur Ragnar sveik Jóhönnu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði eftir fund hennar og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, með fulltrúum stjórnarnandstöðunnar í kvöld að hún hafi ekkert vitað um fyrirætlanir Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, fyrr en hann tilkynnti hana í fjölmiðlum í morgun. Hún hafi hinsvegar rætt við Ólaf Ragnar í gær og þá hafi hann sagt að hann ætlaði að láta hana vita um afstöðu sína áður en hann tilkynnti hana almenningi, en það hafi Ólafur af einhverjum ástæðum ekki gert. 5.1.2010 22:21 Kosið um Icesave 20. febrúar Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave lögin sem Alþingi samþykkti í síðustu viku og forseti Íslands neitaði í dag að staðfesta fer fram laugardaginn 20. febrúar. Þetta er fullyrt á fréttavefnum Svipan.is sem nátengdur Hreyfingunni. 5.1.2010 23:42 Alþingi kallað saman í lok vikunnar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, funduðu í Ráðherrabústaðnum kvöld með forystumönnum stjórnandstöðunnar og er þeim fundum lokið. 5.1.2010 21:50 Ríflega 4300 vilja að forsetinn segi af sér Mjög hefur fjölgað í hópi þeirra sem vilja að Ólafur Ragnar Grímsson segi af sér sem forseti Íslands vegna ákvörðunar hans að neita að staðfesta Icesave lögin sem Alþingi samþykkti fyrir tæpri viku. Skömmu eftir að ákvörðun Ólafs lág fyrir var stofnaður sérstakur hópur á Facebook sem vill að forsetinn láti af störfum. 5.1.2010 21:37 Íslendingar heppnir að fá ekki varðskip Breta á sig „Það er rétt. Þeim verður sannarlega ekki hleypt inn í Evrópusambandið núna. Reyndar verða þeir bara heppnir ef við sendum ekki varðskipin á þá,“ segir Jeremy Warner, aðstoðarritstjóri breska blaðsins Telegraph, á bloggi sínu á vef Telegraph. 5.1.2010 21:08 Rafmagn komið á í Hádegismóum og Árbæ Háspennubilun varð um klukkan 21:15 í kvöld sem orsakaði rafmagnsleysi í rúman hálftíma í hluta Árbæjarhverfis og Hádegismóum, en rafmagn er nú komið aftur á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. 5.1.2010 21:41 Grafalvarleg staða Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að upp sé komin grafalvarleg staða vegna ákvörðunar Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, um að synja lögum um Icesave staðfestingar. Fulltrúar vinnuveitenda og launþega sem komu að stöðugleikasáttmálanum funduðu með forystumönnum ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum fyrr í kvöld. Ákaflega mikilvægt er að treysta samstarf þessara aðila, að mati Gylfa. 5.1.2010 21:14 Stjórnarandstaðan boðuð í Ráðherrabústaðinn Forystumenn stjórnarandstöðunnar hafa verið boðaðir á fund með leiðtogum ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum klukkan níu. Fundi ríkisstjórnarinnar með aðilum vinnumarkaðarins er nýlokið. 5.1.2010 20:32 Þjóðaratkvæðagreiðslan kostar röskar 200 milljónir Þjóðaratkvæðagreiðslan kostar líklega röskar 200 milljónir króna og gæti í fyrsta lagi farið fram um miðjan febrúar. 5.1.2010 20:01 „Endurnýjað hrun nú í boði forsetans“ Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, óttast afleiðingar þess að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði í dag að skrifa undir Icesave lögin og vísaði þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu. 5.1.2010 19:35 Kanada eða ESB leiði Icesave til lykta Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vill fá óháðan aðila eins og Evrópusambandið eða Kanada til að leiða málið til lykta. Hann segir að viðbrögð ríkisstjórnarinnar við synjun forsetans hafi valdið sér vonbrigðum. 5.1.2010 19:22 Jón Baldvin: Ég væri löngu farinn til Bessastaða „Ég leyfi mér nú að efast um hann hafi hugsað þetta mál til enda,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, aðspurður um þá ákvörðun forseta Íslands að staðfesta ekki Icesave lögin sem Alþingi samþykkti 30. desember. Hann fullyrðir að Alþingi sé óstarfshæft. 5.1.2010 19:04 Erlendir miðlar segja Íslendinga hlaupa frá skuldum sínum Ímynd Íslands á alþjóðavettvangi virðist enn hafa skaðast, miðað við fyrirsagnir erlendra fjölmiðla í dag á þá leið að Íslendingar ætli að hlaupa frá skuldum sínum. 5.1.2010 18:52 Stjórnarsamstarfið ekki í hættu - ósátt með afstöðu Ólafs Þingflokksfundi Samfylkingarinnar sem hófst klukkan þrjú er lokið. Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að staðfesta ekki Icesave lögin setur hagsmuni þjóðarinnar í hættu, að mati Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur þingflokksformanns Samfylkingarinnar. Hún fullyrðir að stjórnarsamstarfið sé ekki í hættu vegna ákvörðunar Ólafs. 5.1.2010 17:52 Seðlabankastjóri vill ekki tjá sig um ákvörðun forsetans Már Guðmundsson seðlabankastjóri neitar að tjá sig um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að skjóta Icesave lögunum til þjóðarinnar. 5.1.2010 17:34 Víkingur Heiðar hlýtur bjartsýnisverðlaunin Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2009. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin í Iðnó í dag og afhenti Víkingi Heiðari áletraðan verðlaunagrip úr áli og verðlaunafé að upphæð 1 milljón króna. Brynhildur Guðjónsdóttir, leikkona, fékk viðurkenninguna í fyrra. 5.1.2010 17:04 Ríkisstjórn boðar fulltrúa vinnuveitanda og launþega á fund Fulltrúar vinnuveitenda og launþega sem komu að stöðugleikasáttmálanum hafa verið boðaðir á fund í Ráðherrabústaðnum klukkan sjö í kvöld. Það var forsætisráðuneytið sem boðaði fundinn stuttu eftir hádegi í dag. 5.1.2010 17:02 Segir AGS draga fjárhagsaðstoðina til baka ef þjóðin hafnar Icesave Allur alþjóðlegur fjárhagslegur stuðningur við Ísland verður úr sögunni ef Íslendingar greiða ekki Bretum og Hollendingum skaðann sem hlaust af Icesave-málinu. Þetta sagði Paul Myners, bankamálaráðherra í Bretlandi, í viðtali við Reuters fréttastofuna í dag. 5.1.2010 16:30 Gylfi Arnbjörnsson: Það síðasta sem við þurftum var óvissan „Það er nokkuð ljóst að ákvörðun forsetans leiðir til enn meiri óvissu,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að synja Icesave-lögum um staðfestingu. 5.1.2010 16:00 Framsóknarmenn funda í kvöld Þingflokkur Framsóknarflokksins ætlar að hittast í kvöld til þess að fara yfir stöðu mála í kjölfar þess að forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson neitaði að staðfesta Icesave lögin svokölluðu. Þingflokkar Samfylkingar og VG funda nú um sama mál. 5.1.2010 15:49 Engin viðbrögð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum Engin viðbrögð fást frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum vegna synjunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Icesave-lögunum svokölluðu. Þegar Vísir reyndi að hafa samband við Franek Rozwadowski, fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi, þá fengust þau skilaboð að sjóðurinn hygðist ekki tjá sig um málið í dag. 5.1.2010 15:19 Össur fer ekki til Indlands með Ólafi Ragnari Össur Skarphéðinsson ætlar ekki að fara með forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni til Indlands þar sem forsetinn mun meðal annars taka við Nehru-verðlaununum svokölluðu. Heimsóknin er opinber og til stóð að utanríkisráðherrann færi með forsetanum til fundar við forseta Indlands Pratibha Patil, forsætisráðherrann Manmohan Singh og aðra ráðamenn landsins. 5.1.2010 15:11 Þingflokkarnir meta stöðuna Þingfundir eru nú að hefjast hjá Samfylkingunni og Vinstri grænum þar sem staðan verður metin í kjölfar ákvörðunar forseta um að synja lögum um ríkisábyrgð í Icesave-málinu staðfestingar. Þingflokkarnir funda sitt í hvoru lagi til að byrja með en síðan má gera ráð fyrir því að meirihlutinn hittist til að ráða ráðum sínum. 5.1.2010 15:00 Stjórnarþingmaður krefst afsagnar forsetans á Facebook Þingmaður Samfylkingarinnar, Jónína Rós Guðmundsdóttir, hefur bæst í hóp þeirra tæplega 1500 manna sem vilja að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, segi af sér embætti. Vísir sagði frá því fyrr í dag að hópur væri kominn á Facebook sem krefðist þess að forsetinn segði af sér eftir að hann synjaði Icesave-lögunum í morgun. 5.1.2010 14:35 Allra augu beinast að Íslandi Fjölmiðlar allra helstu nágrannaríkja okkar Íslendinga hafa sagt frá ákvörðun forseta Íslands um að synja Icesavelögum um staðfestingu í dag. Eftir hádegi í dag var fréttin efst á vef bresku BBC fréttastofunnar. 5.1.2010 13:52 Ingibjörg Sólrún tjáir sig ekki um ákvörðun forsetans Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, vill ekki tjá sig um þá ákvörðun forsetans að synja Icesave lögunum staðfestingar. 5.1.2010 13:22 Facebook hópur vill að forsetinn segi af sér Áður en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, greindi frá ákvörðun sinni varðandi Icesave lögin var vitað að ákvörðun hans yrði umdeild, hver sem hún yrði. Skömmu eftir að ljóst var að hann myndi ekki staðfesta hin umdeildu lög og þess í stað vísa þeim til þjóðarinnar var stofnaður hópur á Fésbókinni sem vill að forsetinn segi af sér. Meðlimum hópsins fjölgar ört og eru þeir nú orðnir tæplega 600 talsins. 5.1.2010 13:14 Óvíst um framtíð ríkisstjórnarinnar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, vildi ekki tjá sig um það hvort ríkisstjórnin muni lifa af synjun forseta Íslands á Icesave-lögunum. Aðspurð á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í stjórnarráðinu í hádeginu vildi hún ekkert segja til um það hvert framhald ríkisstjórnar yrði, fyrst yrðu þingflokkar beggja stjórnarflokkanna að funda. Sá fundur er áætlaður klukkan þrjú í dag. 5.1.2010 12:45 Reuters: Hollendingar og Bretar krefjast skýringa Í tveimur fréttum um ákvörðun forsetans í Icesave málinu á Reuters segir að Hollendingar og Breta ætli að krefja íslensk stjórnvöld um skýringar á niðurstöðunni. 5.1.2010 12:40 Sigmundur Davíð: Þarf að sameina þjóðina ekki sundra „Ég er reyndar mjög sáttur við ákvörðunina og það þarf að nýta tækifærið til þess að sameina þjóðina en ekki sundra hana,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, þar sem hann synjaði lögum staðfestingar varðandi ríkisábyrgð á Icesave. 5.1.2010 12:13 Ríkisstjórnin: Endurreisnaráætlun stjórnvalda sett í uppnám Ríkisstjórnarfundi er lokið í Stjórnarráðinu og að honum loknum las Jóhanna Sigurðurdóttir forsætisráðherra upp yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. 5.1.2010 12:13 Bjarni Ben: Forsetinn samkvæmur sjálfum sér Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þó það sé sín skoðun að forseti eigi ekki að beita synjunarvaldi sé forsetinn samkvæmur sjálfum sér með synjun sinni á breyttum Icesave-lögum. Hann segist einnig gleðjast yfir því tækifæri sem þetta feli í sér til þess að ná víðtækri sátt og samtöðu á meðal þjóðarinnar í Icesave-málinu. 5.1.2010 12:08 Ögmundur: Fullkomlega rökrétt ákvörðun Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Íslands og eindreginn andstæðingur Icesave-samningsins eins og hann lítur út í dag segir að ákvörðun Ólafs Ragnars um að neita að skrifa undir Icesave lögin sé fullkomlega rökrétt. 5.1.2010 11:56 Bloomberg: Forsetinn ógnar alþjóðasamskiptum Íslands Í umfjöllun Bloomberg fréttaveitunnar um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta um að hafna Icesave frumvarpinu segir að með þessari ákvörðun ógni forsetinn alþjóðasamskiptum Íslands og trufli mörg nauðsynleg mál í efnahagslegri endurreisn landsins. 5.1.2010 11:53 Sjá næstu 50 fréttir
Starfaði fyrir Bandaríkin Sjálfsvígsárásarmaður, sem varð í árslok átta manns að bana í bækistöðvum bandarísku leyniþjónustunnar CIA í Afganistan, var í þjálfun hjá leyniþjónustunni til gagnnjósnastarfa. 6.1.2010 04:30
Sendu áskorun til stjórnvalda Áttatíu og átta prófessorar við háskóla í Teheran, höfuðborg Írans, skora á stjórnvöld landsins að láta af ofbeldi og hörku gagnvart hreyfingu mótmælenda. 6.1.2010 04:15
Áfellisdómur Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, lítur á ákvörðun forseta sem áfellisdóm yfir störfum sínum. 6.1.2010 04:15
Ísland í fimmta sæti Hlutfallslega fæst banaslys urðu í umferðinni á Möltu samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir nýliðið ár. Banaslysin voru 3,7 á hverja 100 þúsund íbúa á Möltu, en 5,4 á hverja 100 þúsund íbúa hér á landi. 6.1.2010 04:15
HIV-smitaðir velkomnir Fólk sem smitað er af HIV eða alnæmi getur ferðast til Bandaríkjanna eftir að bann sem staðið hafði í 22 ár var fellt úr gildi á mánudag. Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að bannið hafi rímað illa við áform landsins um að vera í forystu í baráttunni við HIV og alnæmi. 6.1.2010 04:00
Ákærðir fyrir að ræna mann Dómsmál Tveir karlmenn, 29 og 35 ára, hafa verið ákærðir fyrir húsbrot, rán, eignaspjöll og tilraun til fjárkúgunar. 6.1.2010 04:00
Líkur minnka á hagvexti í ár „Lykillinn að endurreisninni er að Ísland hafi aðgang að fjármálamörkuðum. Með þessu er óvissa um aðgang ríkisins að lánsfé sem og opinberra fyrirtækja sem hafa verið að leita eftir fyrirgreiðslu. Svo snertir þetta bankana sem þurfa erlent lánsfé til að endurlána inn í atvinnulífið," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. „Þessi ákvörðun tefur fyrir og skapar óþarfa óvissu." 6.1.2010 04:00
Óvissa og tóm í stjórnarskránni „Forsetinn þarf ekki að rökstyðja ákvörðun sína þótt hann vilji gera það til að réttlæta niðurstöðuna,“ segir Björg Thorarensen, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands. Hún segir rökstuðninginn hafa litla þýðingu. Aðalatriðið segir Björg vera málskotsheimild forseta í stjórnarskrá og segir merkilegt að stjórnmálamenn skuli ekki, eftir ákvörðun forseta árið 2004, þegar hann synjaði fjölmiðlalögum staðfestingar, hafa tekið málið upp og búið til farveg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur. 6.1.2010 03:45
Segir augljóst að ekki sé hægt að reiða sig á Ísland Viðbrögð Breta og Hollendinga við synjun forseta 6.1.2010 00:01
Tvísýnt um endurreisnaráætlun „Með ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki breytingu Alþingis á lögum nr. 96/2009, svokölluðum Icesave-lögum er þeim árangri sem náðst hefur í endurreisnaráætlun stjórnvalda teflt í mikla tvísýnu,“ segir í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. 6.1.2010 00:01
Ólafur Ragnar sveik Jóhönnu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði eftir fund hennar og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, með fulltrúum stjórnarnandstöðunnar í kvöld að hún hafi ekkert vitað um fyrirætlanir Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, fyrr en hann tilkynnti hana í fjölmiðlum í morgun. Hún hafi hinsvegar rætt við Ólaf Ragnar í gær og þá hafi hann sagt að hann ætlaði að láta hana vita um afstöðu sína áður en hann tilkynnti hana almenningi, en það hafi Ólafur af einhverjum ástæðum ekki gert. 5.1.2010 22:21
Kosið um Icesave 20. febrúar Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave lögin sem Alþingi samþykkti í síðustu viku og forseti Íslands neitaði í dag að staðfesta fer fram laugardaginn 20. febrúar. Þetta er fullyrt á fréttavefnum Svipan.is sem nátengdur Hreyfingunni. 5.1.2010 23:42
Alþingi kallað saman í lok vikunnar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, funduðu í Ráðherrabústaðnum kvöld með forystumönnum stjórnandstöðunnar og er þeim fundum lokið. 5.1.2010 21:50
Ríflega 4300 vilja að forsetinn segi af sér Mjög hefur fjölgað í hópi þeirra sem vilja að Ólafur Ragnar Grímsson segi af sér sem forseti Íslands vegna ákvörðunar hans að neita að staðfesta Icesave lögin sem Alþingi samþykkti fyrir tæpri viku. Skömmu eftir að ákvörðun Ólafs lág fyrir var stofnaður sérstakur hópur á Facebook sem vill að forsetinn láti af störfum. 5.1.2010 21:37
Íslendingar heppnir að fá ekki varðskip Breta á sig „Það er rétt. Þeim verður sannarlega ekki hleypt inn í Evrópusambandið núna. Reyndar verða þeir bara heppnir ef við sendum ekki varðskipin á þá,“ segir Jeremy Warner, aðstoðarritstjóri breska blaðsins Telegraph, á bloggi sínu á vef Telegraph. 5.1.2010 21:08
Rafmagn komið á í Hádegismóum og Árbæ Háspennubilun varð um klukkan 21:15 í kvöld sem orsakaði rafmagnsleysi í rúman hálftíma í hluta Árbæjarhverfis og Hádegismóum, en rafmagn er nú komið aftur á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. 5.1.2010 21:41
Grafalvarleg staða Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að upp sé komin grafalvarleg staða vegna ákvörðunar Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, um að synja lögum um Icesave staðfestingar. Fulltrúar vinnuveitenda og launþega sem komu að stöðugleikasáttmálanum funduðu með forystumönnum ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum fyrr í kvöld. Ákaflega mikilvægt er að treysta samstarf þessara aðila, að mati Gylfa. 5.1.2010 21:14
Stjórnarandstaðan boðuð í Ráðherrabústaðinn Forystumenn stjórnarandstöðunnar hafa verið boðaðir á fund með leiðtogum ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum klukkan níu. Fundi ríkisstjórnarinnar með aðilum vinnumarkaðarins er nýlokið. 5.1.2010 20:32
Þjóðaratkvæðagreiðslan kostar röskar 200 milljónir Þjóðaratkvæðagreiðslan kostar líklega röskar 200 milljónir króna og gæti í fyrsta lagi farið fram um miðjan febrúar. 5.1.2010 20:01
„Endurnýjað hrun nú í boði forsetans“ Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, óttast afleiðingar þess að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði í dag að skrifa undir Icesave lögin og vísaði þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu. 5.1.2010 19:35
Kanada eða ESB leiði Icesave til lykta Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vill fá óháðan aðila eins og Evrópusambandið eða Kanada til að leiða málið til lykta. Hann segir að viðbrögð ríkisstjórnarinnar við synjun forsetans hafi valdið sér vonbrigðum. 5.1.2010 19:22
Jón Baldvin: Ég væri löngu farinn til Bessastaða „Ég leyfi mér nú að efast um hann hafi hugsað þetta mál til enda,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, aðspurður um þá ákvörðun forseta Íslands að staðfesta ekki Icesave lögin sem Alþingi samþykkti 30. desember. Hann fullyrðir að Alþingi sé óstarfshæft. 5.1.2010 19:04
Erlendir miðlar segja Íslendinga hlaupa frá skuldum sínum Ímynd Íslands á alþjóðavettvangi virðist enn hafa skaðast, miðað við fyrirsagnir erlendra fjölmiðla í dag á þá leið að Íslendingar ætli að hlaupa frá skuldum sínum. 5.1.2010 18:52
Stjórnarsamstarfið ekki í hættu - ósátt með afstöðu Ólafs Þingflokksfundi Samfylkingarinnar sem hófst klukkan þrjú er lokið. Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að staðfesta ekki Icesave lögin setur hagsmuni þjóðarinnar í hættu, að mati Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur þingflokksformanns Samfylkingarinnar. Hún fullyrðir að stjórnarsamstarfið sé ekki í hættu vegna ákvörðunar Ólafs. 5.1.2010 17:52
Seðlabankastjóri vill ekki tjá sig um ákvörðun forsetans Már Guðmundsson seðlabankastjóri neitar að tjá sig um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að skjóta Icesave lögunum til þjóðarinnar. 5.1.2010 17:34
Víkingur Heiðar hlýtur bjartsýnisverðlaunin Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2009. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin í Iðnó í dag og afhenti Víkingi Heiðari áletraðan verðlaunagrip úr áli og verðlaunafé að upphæð 1 milljón króna. Brynhildur Guðjónsdóttir, leikkona, fékk viðurkenninguna í fyrra. 5.1.2010 17:04
Ríkisstjórn boðar fulltrúa vinnuveitanda og launþega á fund Fulltrúar vinnuveitenda og launþega sem komu að stöðugleikasáttmálanum hafa verið boðaðir á fund í Ráðherrabústaðnum klukkan sjö í kvöld. Það var forsætisráðuneytið sem boðaði fundinn stuttu eftir hádegi í dag. 5.1.2010 17:02
Segir AGS draga fjárhagsaðstoðina til baka ef þjóðin hafnar Icesave Allur alþjóðlegur fjárhagslegur stuðningur við Ísland verður úr sögunni ef Íslendingar greiða ekki Bretum og Hollendingum skaðann sem hlaust af Icesave-málinu. Þetta sagði Paul Myners, bankamálaráðherra í Bretlandi, í viðtali við Reuters fréttastofuna í dag. 5.1.2010 16:30
Gylfi Arnbjörnsson: Það síðasta sem við þurftum var óvissan „Það er nokkuð ljóst að ákvörðun forsetans leiðir til enn meiri óvissu,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að synja Icesave-lögum um staðfestingu. 5.1.2010 16:00
Framsóknarmenn funda í kvöld Þingflokkur Framsóknarflokksins ætlar að hittast í kvöld til þess að fara yfir stöðu mála í kjölfar þess að forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson neitaði að staðfesta Icesave lögin svokölluðu. Þingflokkar Samfylkingar og VG funda nú um sama mál. 5.1.2010 15:49
Engin viðbrögð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum Engin viðbrögð fást frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum vegna synjunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Icesave-lögunum svokölluðu. Þegar Vísir reyndi að hafa samband við Franek Rozwadowski, fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi, þá fengust þau skilaboð að sjóðurinn hygðist ekki tjá sig um málið í dag. 5.1.2010 15:19
Össur fer ekki til Indlands með Ólafi Ragnari Össur Skarphéðinsson ætlar ekki að fara með forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni til Indlands þar sem forsetinn mun meðal annars taka við Nehru-verðlaununum svokölluðu. Heimsóknin er opinber og til stóð að utanríkisráðherrann færi með forsetanum til fundar við forseta Indlands Pratibha Patil, forsætisráðherrann Manmohan Singh og aðra ráðamenn landsins. 5.1.2010 15:11
Þingflokkarnir meta stöðuna Þingfundir eru nú að hefjast hjá Samfylkingunni og Vinstri grænum þar sem staðan verður metin í kjölfar ákvörðunar forseta um að synja lögum um ríkisábyrgð í Icesave-málinu staðfestingar. Þingflokkarnir funda sitt í hvoru lagi til að byrja með en síðan má gera ráð fyrir því að meirihlutinn hittist til að ráða ráðum sínum. 5.1.2010 15:00
Stjórnarþingmaður krefst afsagnar forsetans á Facebook Þingmaður Samfylkingarinnar, Jónína Rós Guðmundsdóttir, hefur bæst í hóp þeirra tæplega 1500 manna sem vilja að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, segi af sér embætti. Vísir sagði frá því fyrr í dag að hópur væri kominn á Facebook sem krefðist þess að forsetinn segði af sér eftir að hann synjaði Icesave-lögunum í morgun. 5.1.2010 14:35
Allra augu beinast að Íslandi Fjölmiðlar allra helstu nágrannaríkja okkar Íslendinga hafa sagt frá ákvörðun forseta Íslands um að synja Icesavelögum um staðfestingu í dag. Eftir hádegi í dag var fréttin efst á vef bresku BBC fréttastofunnar. 5.1.2010 13:52
Ingibjörg Sólrún tjáir sig ekki um ákvörðun forsetans Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, vill ekki tjá sig um þá ákvörðun forsetans að synja Icesave lögunum staðfestingar. 5.1.2010 13:22
Facebook hópur vill að forsetinn segi af sér Áður en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, greindi frá ákvörðun sinni varðandi Icesave lögin var vitað að ákvörðun hans yrði umdeild, hver sem hún yrði. Skömmu eftir að ljóst var að hann myndi ekki staðfesta hin umdeildu lög og þess í stað vísa þeim til þjóðarinnar var stofnaður hópur á Fésbókinni sem vill að forsetinn segi af sér. Meðlimum hópsins fjölgar ört og eru þeir nú orðnir tæplega 600 talsins. 5.1.2010 13:14
Óvíst um framtíð ríkisstjórnarinnar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, vildi ekki tjá sig um það hvort ríkisstjórnin muni lifa af synjun forseta Íslands á Icesave-lögunum. Aðspurð á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í stjórnarráðinu í hádeginu vildi hún ekkert segja til um það hvert framhald ríkisstjórnar yrði, fyrst yrðu þingflokkar beggja stjórnarflokkanna að funda. Sá fundur er áætlaður klukkan þrjú í dag. 5.1.2010 12:45
Reuters: Hollendingar og Bretar krefjast skýringa Í tveimur fréttum um ákvörðun forsetans í Icesave málinu á Reuters segir að Hollendingar og Breta ætli að krefja íslensk stjórnvöld um skýringar á niðurstöðunni. 5.1.2010 12:40
Sigmundur Davíð: Þarf að sameina þjóðina ekki sundra „Ég er reyndar mjög sáttur við ákvörðunina og það þarf að nýta tækifærið til þess að sameina þjóðina en ekki sundra hana,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, þar sem hann synjaði lögum staðfestingar varðandi ríkisábyrgð á Icesave. 5.1.2010 12:13
Ríkisstjórnin: Endurreisnaráætlun stjórnvalda sett í uppnám Ríkisstjórnarfundi er lokið í Stjórnarráðinu og að honum loknum las Jóhanna Sigurðurdóttir forsætisráðherra upp yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. 5.1.2010 12:13
Bjarni Ben: Forsetinn samkvæmur sjálfum sér Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þó það sé sín skoðun að forseti eigi ekki að beita synjunarvaldi sé forsetinn samkvæmur sjálfum sér með synjun sinni á breyttum Icesave-lögum. Hann segist einnig gleðjast yfir því tækifæri sem þetta feli í sér til þess að ná víðtækri sátt og samtöðu á meðal þjóðarinnar í Icesave-málinu. 5.1.2010 12:08
Ögmundur: Fullkomlega rökrétt ákvörðun Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Íslands og eindreginn andstæðingur Icesave-samningsins eins og hann lítur út í dag segir að ákvörðun Ólafs Ragnars um að neita að skrifa undir Icesave lögin sé fullkomlega rökrétt. 5.1.2010 11:56
Bloomberg: Forsetinn ógnar alþjóðasamskiptum Íslands Í umfjöllun Bloomberg fréttaveitunnar um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta um að hafna Icesave frumvarpinu segir að með þessari ákvörðun ógni forsetinn alþjóðasamskiptum Íslands og trufli mörg nauðsynleg mál í efnahagslegri endurreisn landsins. 5.1.2010 11:53