Erlent

HIV-smitaðir velkomnir

Fólk sem smitað er af HIV eða alnæmi getur ferðast til Bandaríkjanna eftir að bann sem staðið hafði í 22 ár var fellt úr gildi á mánudag. Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að bannið hafi rímað illa við áform landsins um að vera í forystu í baráttunni við HIV og alnæmi.

Bannið var sett í lok níunda áratugar síðustu aldar, þegar mikill ótti var við heimsfaraldur sjúkdómsins, að því er fram kemur í frétt BBC. Bandaríkin fylltu þar flokk tólf ríkja með sambærilegar reglur, þar á meðal Líbíu og Sádi-Arabíu.

Bandarísk stjórnvöld búa sig nú undir að halda stóra ráðstefnu um alnæmi árið 2012.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×