Erlent

Sendu áskorun til stjórnvalda

Ali Khameini fékk bréf frá mótmælendum.AP
Ali Khameini fékk bréf frá mótmælendum.AP

Áttatíu og átta prófessorar við háskóla í Teheran, höfuðborg Írans, skora á stjórnvöld landsins að láta af ofbeldi og hörku gagnvart hreyfingu mótmælenda.

Prófessorarnir sendu bréf þessa efnis til Ayatollah Ali Khameini, og segja þar að árásir á mótmælendur séu veikleikamerki á lýðræðisfyrirkomulagi landsins.

Áskorun prófessoranna er nýjasta dæmið um bíræfni mótmælenda, sem vilja að Mahmoud Ahmadinejad forseti víki. Árásir stjórnvalda á mótmælendur kostuðu átta manns lífið í síðasta mánuði. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×