Fleiri fréttir

Katrín: Get ekki rekið Pál

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segist ekki geta rekið Pál Magnússon útvarpsstjóra. Þetta kom fram í svari við fyrirspurn sem borin var upp á á fundi, sem VG hélt í dag um málefni Ríkisútvarpsins.

Höfundur Bjargvættarins í grasinu er látinn

Bandaríski rithöfundurinn JD Salinger lést í dag, 91 árs að aldri. Salinger er frægastur fyrir bók sína The Catcher In The Rye, sem hét Bjargvætturinn í grasinu í þýðingu Flosa Ólafssonar. Salinger forðaðist sviðsljósið eins og heitan eldinn og lést hann á heimili sínu í New Hampshire af eðlilegum orsökum, að sögn sonar hans.

Birnan var vel á sig komin

Hvítabjörninn sem felldur var í Þistilfirði í gær var mun betur á sig kominn en birnirnir tveir sem felldir voru í Skagafirði vorið 2008. Eftirlitsvél Landhelgisgæslunnar leitaði að öðru dýri á svæðinu í dag, án árangurs.

Gríðarleg ásókn í EM-ferðir - reynt að bæta við annari vél

Mikil eftirspurn er eftir sætum í ferð VITA á úrslitaleikina á EM í handbolta í Austurríki og ljóst er að færri Íslendingar komast að en vilja. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að verið sé að kanna möguleikana á að fá aðra flugvél til að auka enn á stuðninginn við Strákana okkar í Vín.

Mikil leynd hvílir yfir fundinum í Haag

Fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Framsóknarflokksins eiga fund með bankamálaráðherra Bretlands og fjármálaráðherra Hollands í Haag í fyrramálið vegna Icesave deilunnar. Yfirlýsingar er að vænta að loknum fundi þeirra.

Ásbjörn segir sig úr þingmannanefndinni

Ásbjörn Óttarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt sig úr þingmannanefndinni sem fjalla á um skýrslu rannsóknarnefndarinnar um bankahrunið. Á dögunum komst í fréttir að Ásbjörn hefði greitt sér ólöglegan arð úr fyrirtæki sínu. Í yfirlýsingu frá Ásbirni segir að hann hafi ákveðið að segja sig frá störfum í nefndinni, til að tryggja fullan frið um störf hennar.

Forystumenn á fund við Breta og Hollendinga

Forystumenn þriggja flokka á Alþingi, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Framsóknarflokki, Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki og Steingrímur J. Sigfússon, VG héldu í dag utan til viðræðna við Breta og Hollendinga vegna Icesave deilunnar. Fundurinn fer líklegast fram í Haag í Hollandi.

Miskabætur vegna barnaníðs lækkaðar

Miskabætur, sem Tryggvi Óli Þorfinnsson, 42 ára gamall Hvergerðingur, var dæmdur til þess að greiða fjórtán ára stúlku fyrir misnotkun, voru lækkaðar um 200 þúsund krónur í Hæstarétti Íslands.

Bjóða upp á ferðir á úrslitin í Vín

Ferðaskrifstofurnar Úrval-Útsýn, VITA og ÍT-ferðir bjóða allar upp á ferðir á undanúrslit og úrslitaleikinn á Evrópumeistaramótinu í handknattleik sem fer fram í Austurríki.

Ólétt með hríðarverki ók próflaus á ofsahraða

Nokkrir tugir ökumanna voru teknir fyrir hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær. Í þeim hópi var kona á þrítugsaldri en hún var stöðvuð af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á Reykjanesbraut eftir að bíll hennar mældist á yfir 120 km hraða.

Dæmdur fyrir að hóta manni sem kærði líkamsárás

Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa viðhaft hótanir í garð manns og tíu ára gamallar dóttur í því skyni að fá manninn til að draga til baka kæru vegna líkamsárásar sem hafði leitt til þess að sakamál var höfðað gegn manninum.

Bóndi skaut birnuna og varð steinhissa

Það var bóndi nærri Óslandi í Þistilfirði sem skaut hvítabjörninn í gær en hann hafði enga hugmynd um að ísbjörn væri í sveitinni. Lögreglan í Þórshöfn hafði áður hringt í alla bændur á því sem svæði sem birnan var. Aftur á móti náðist ekki í tvo bændur, sá sem felldi birnuna var annar þeirra.

Innbrotsþjófar játuðu

Tveir karlar á þrítugsaldri voru handteknir í miðborginni í morgun, grunaðir um innbrot í fyrirtæki í Háaleitishverfinu í nótt. Við yfirheyrslur hjá lögreglu játuðu þeir aðild sína en mennirnir stálu einhverju af fjármunum í þessu innbroti sem nú telst upplýst.

Samkomulag um aukið öryggi í borginni

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og borgarstjóri undirrituðu í dag tveggja ára samstarfssamning milli borgarinnar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á sviði öryggis- og forvarnarmála. Markmið samningsins er að stuðla að auknu öryggi almennings í borginni með markvissu samstarfi þessara aðila.

Forsetinn útskýrir kreppuna fyrir Aröbum

Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera ætlar að taka á móti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á mánudaginn til að ræða efnahagskreppuna og ákvörðun sína um að synja Icesave lögunum staðfestingar.

Berst gegn tilraunum til ritskoðunar vegna ofbeldisfullrar leiksýningar

"Þetta er sýning um ofbeldi og vald," segir Þorleifur Örn Arnarsson leiksstjóri sem setur um þessar mundir upp leikritið A Clockwork Orange í Borgarleikhúsinu í Schwerin í Þýskalandi. Verkið hefur nú þegar vakið upp sterk viðbrögð, leikkona kúgaðist yfir ofbeldinu á æfingu og leikhússtjórinn boðaði komu sína til að bera ofbeldið eigin augum.

Loftkælibúnaðurinn hefur nýst vel á Haítí

„Við höfum fregnir af því að loftkælibúnaður fyrir skurðstofurnar sem var meðal hjálpargagna sem Rauði kross Íslands sendi til Haítí, hafi komið að mjög góðum notum enda erfitt að framkvæma aðgerðir í 35 gráðu hita," segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, á vef samtakanna.

Ákærður fyrir að klæðast lögreglufötum

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa notað einkennisbúning lögreglu opinberlega. Maðurinn klæddist einkennisbol lögreglu við veitingastaðinn Kaffi Viktor að Hafnarstræti í Reykjavík þann 17. maí í fyrra.

Hlé gert á ísbjarnarflugi

Eftirlitsflugi vegna ísbjarna á Norðurlandi lauk um hádegisbil í dag, en þá fór TF - Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar, í annað verkefni á Ísafirði. Enginn ísbjörn fannst í þetta skiptið.

Prestur iðrast prófkjörssynda

Séra Bjarni Karlsson, frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, er fullur iðrunar og biður aðra frambjóðendur afsökunar á auglýsingu sem hann birtir í Fréttablaðinu í dag. Hann segir sig og stuðningsmenn hans hafa farið of geyst.

Fólk skilji bíla ekki eftir ólæsta og í gangi

Nokkuð er um að bílum sé stolið á höfuðborgarsvæðinu og því vill lögreglan ítreka að þeir séu ekki skildir eftir ólæstir og í gangi. Á þessu virðist vera misbrestur og það færa þjófar sér í nyt. Ætla megi að þjófar sitji fyrir foreldrum við leikskóla.

Jón Gnarr nýtt leikskáld Borgarleikhússins

Jón Gnarr leikari og skáld hefur verið valinn leikskáld Borgarleikhússins úr stórum hópi umsækjanda. Jón mun starfa í Borgarleikhúsinu næsta árið þar sem hann mun sinna ritstörfum fyrir leikhúsið.

Úttekt landlæknis á öryggi vegna mönnunar ekki gölluð

Landlæknisembættið hefur enga ástæðu til að efast um áreiðanleika eða réttmæti gagna úr sjúklingaflokkunarkerfi Landspítalands og stendur við þær upplýsingar sem fram koma í greinargerð til heilbrigðisráðherra um mat á stöðu öryggismála varðandi mönnun á spítalanum.

Allt of mikil áhersla lögð á frjálsa samninga

Stjórnvöld hafa lagt allt of mikla áherslu á að bankarnir eigi að leysa úr vanda heimilanna á grundvelli frjálsra samninga, segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann segir að afstaða ASÍ hafi verið sú að þó það geti í sjálfu sér verið hið besta mál að ýta undir slíka frjálsa samninga, þar sem það eigi við, sé rangt að ganga út frá því að bankarnir muni nálgast þetta verkefni eins og um félagslegar stofnanir sé að ræða.

Starfsmenn Keflavíkurflugvallar í verkfallshug

Starfsmenn Keflavíkurflugvallar ætla að undirbúa verkfallsboðun náist ekki viðunandi niðurstaða með viðsemjendum á næstunni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félagsfundar sem félagar í SFR, sem starfa á Keflavíkurflugvelli, stóð fyrir í gær.

Saudar reka uppreisnarmenn af höndum sér

Saudi-Arabar segja að þeir hafi hrakið uppreisnarmenn í Yemen frá landamærum ríkjanna eftir þriggja mánaða harða bardaga. 133 saudi-arabiskir hermenn féllu í átökunum.

Gefa leikskólum rösklega fjögur tonn af pappír

Leikskólar landsins fá á næstu dögum stóra gjöf, rösklega fjögur tonn að þyngd. Gjöfin er pappír, og það eru Oddi, Íslandspóstur og fyrirtækið Umslag sem gefa öllum leikskólum á landinu pappír undir listaverk leikskólabarna. Börnin á Skógarborg í Reykjavík fengu fyrsta skammtinn í morgun.

Ögmundur sakar seðlabankastjóra um að hóta þjóðinni

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir að með yfirlýsingum seðlabankastjóra um Icesavedeiluna sé Seðlabankinn að hafa í hótunum við þjóðina, að hún samþykki ekki þá Icesavesamninga sem liggja fyrir þá skuli hún hafa verra af.

Ekki sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum við Suðvesturlínur

Umhverfisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda við Suðvesturlínur. Í viðhengi er stutt fréttatilkynning um úrskurðinn. Jafnframt fylgir afrit af úrskurðinum sjálfum, svo fjölmiðlar geti glöggvað sig á innihaldi hans og nánari röksemdum.

Niðurlægjandi líkamsárás í Keflavík tekin upp á myndband

Gróft og niðurlægjandi myndskeið má finna á vefsíðunni Youtube af íslenskum unglingum að misþyrma öðrum pilt. Í athugasemdakerfi fyrir neðan myndbandið stendur að piltarnir séu fæddir 1995 og eru þeir því fimmtán ára gamlir. Myndbandið var sett inn á vefinn fyrir mánuði síðan.

Þrír búnir að kjósa

Þrír eru búnir að kjósa hjá Sýslumanninum í Reykjavík í atkvæðagreiðslu um Icesave lögin. Utankjörfundaratkvæðagreiðslan hófst í morgun klukkan níu.

Upplýsingafulltrúi Steingríms aðstoðar Katrínu

Sigtryggur Magnason, aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, lætur af störfum 1. febrúar. Við starfinu tekur Elías Jón Guðjónsson sem hefur að undanförnu gegnt stöðu upplýsingafulltrúa í fjármálaráðuneyti Steingríms J. Sigfússonar.

Samfylkingin blessar ekki auglýsingu prests

Auglýsing séra Bjarna Karlssonar sem tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar vegna komandi borgarstjórnarkosninga í Fréttablaðinu í dag hefur valdið taugatitringi á meðal annarra frambjóðenda flokksins.

Rekinn fyrir góðverk

Breski póstburðarmaðurinn átti að baki tíu ára flekklausan feril. Hann þekkti orðið persónulega margt af því fólki sem bjó í því hverfinu þar sem hann bar út póstinn.

Fimmtán daga í húsarústum

Sextán ára stúlku var í gær bjargað úr húsarústum á Haítí eftir að hafa legið þar grafin í fimmtán daga.

Þyrla leitar fleiri bjarndýra

Þyrla frá Landhelgisgæslunni verður send strax í birtingu til að leita að ísbjörnum á norðaustanverðu landinu.

Vilja kaupa frið af talibönum

Ætlunin er að kaupa talibana til friðar með því að bjóða þeim ræktarland og peninga til þess að koma undir sig fótunum.

Síðustu forvöð að tilnefna

Tilnefningarfrestur til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins rennur út á miðnætti. Þegar hafa hátt á þriðja hundrað tilnefninga borist.

RÚV veitir ekki upplýsingar

Ríkisútvarpið getur ekki veitt upplýsingar um hversu mikið efni það hefur keypt frá sjálfstæðum, íslenskum framleiðendum á undanförnum árum.

Töldu innrásina lögbrot

Peter Goldsmith, sem var helsti lögfræðiráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar þegar tekin var ákvörðun um að ráðast á Írak, segist hafa skipt um skoðun á síðustu metrunum.

Úttekt landlæknis á öryggi sögð gölluð

Ný úttekt landlæknisembættisins á stöðu öryggismála vegna mönnunar á Landspítalanum, sem unnin var að beiðni heilbrigðisráðherra, var að stórum hluta byggð á upplýsingum úr sjúklingaflokkunarkerfi sem hefur ekki verið uppfært í langan tíma og var aflagt í nóvember. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) gagnrýnir úttektina harðlega.

Sjá næstu 50 fréttir