Fleiri fréttir

Slökkvilið kallað út þegar lambasteik brann við

Betur fór en á horfðist þegar slökkviliðið í Vestmannaeyjum var kallað út vegna mikils reyks í kjallaraíbúð þar í bæ í nótt. Þegar það kom á staðinn var engin eldur, en í ljós kom að húsráðandi hafði ætlað að gæða sér á lambasteik fyrir svefninn, en steikin brunnið svona hressilega við. Honum varð ekki meint af svælunni, en slökkviliðið þurfti að reykræsta íbúðina.-

Farbann á fyrrverandi stjórnarformann Byrs

Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, sætir nú farbanni vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum Byrs og eignarhalds­félagsins Exeter. Er hann eini maðurinn sem til þessa hefur verið úrskurðaður í farbann vegna rannsókna embættisins.

Risaveldin hafa útkomuna í hendi sér

Allt var í járnum á loftslagsráðstefnunni þegar Fréttablaðið fór í prentun. Samningar hafa að mestu náðst, en nokkur atriði standa út af borðinu. Gallinn er að það eru þau atriði sem öllu skipta.

Enn er allt óvíst um útkomu

Viðræður stóðu fram á nótt á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn. Vonast er til að samkomulag náist um pólitíska yfirlýsingu, sem 130 þjóðarleiðtogar myndu undirrita. Náist það ekki er von manna að vinnuáætlun fyrir næstu skref í viðræðum verði samþykkt. Þriðji möguleikinn er að ekkert samkomulag náist. Nánast útilokað er að lagalega bindandi samkomulag náist.

Jónas sat með Baldri á samráðsfundunum

Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), nýtti ekki upplýsingar af fundum samráðshóps sem hann átti sæti í þegar embættið rannsakaði upphaflega meint innherjaviðskipti Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra.

Úrræði fyrir atvinnulaus ungmenni kynnt

Stefnt er að því að koma á fót margvíslegum úrræðum fyrir ungt, atvinnulaust fólk á næsta ári. Áætlað er að 1,3 milljörðum króna verði varið í verkefnið á næsta ári. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra kynnti í gær sérstakt átak ráðuneytisins í þeim efnum.

Segir komandi ár verða þung í rekstri

„Gera má ráð fyrir áframhaldandi þunga í rekstri á allra næstu árum en með samstöðu og stefnufestu er góð von til þess að jákvæð rekstrarniðurstaða náist í síðasta lagi árið 2013," segir í bókun meirihlutans í bæjarstjórn Árborgar þegar fjárhagsáætlun næsta árs var samþykkt.

Nour kemur aftur til landsins í kvöld

Íraski flóttamaðurinn Nour Al-din Al-Azzawi snýr aftur til Íslands á ellefta tímanum í kvöld eftir tveggja mánaða dvöl í Grikklandi. Hann var sem kunnugt er sendur þangað á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins, við mótmæli Rauða krossins og ýmissa einstaklinga.

Fekk að hitta aldraða félaga

Búrma, AP Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, fékk að fara úr stofufangelsi á heimili sínu í fyrradag til að hitta þrjá aldraða leiðtoga stjórnmálaflokks síns.

Vilja Norðfjarðargöng strax eftir Héðinsfjörð

„Við íbúar Fjarðabyggðar gerum þá eindregnu kröfu til þingmanna kjördæmisins og ráðamanna í samgöngumálum að herða sem aldrei fyrr baráttuna fyrir því að framkvæmdir við Norðfjarðargöng hefjist strax að loknum Héðinsfjarðargöngum,“ segir í ályktun borgarafundar á Eskifirði á mánudagskvöld.

Hyggst halda ótrauður áfram

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, var myrkur á svip þegar hann yfirgaf sjúkrahúsið í Mílanó, þar sem hann hefur dvalist síðan ráðist var á hann á sunnudag.

Nýbakaður milljónari æpti af gleði

Tveir nýir milljónamæringar komu til Íslenskrar getspár með Lottómiða sem gáfu hvor um sig rúmlega 30 milljónir í vinning í fyrradag.

Danir greiði fyrir hreinsun

Grænlenska heimastjórnin vill að Danir hreinsi til í kringum Thule-herstöðina á Grænlandi.

Fyrsta vélin afhent eftir ár

flug Fyrsta tilraunaflugi Dream­liner-farþegaþotunnar frá bandarísku flugvélasmiðjunni Boeing gekk vel í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins.

Olmert vildi landtökusvæðin

Ehud Olmert, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, bauð Palestínumönnum 5,8 prósent af landsvæði Ísraels, bæði við Gasasvæðið og Vesturbakkann, í skiptum fyrir 6,3 prósent af landsvæði Vesturbakkans.

Telja fráleitt að borga 600 millj.

„Okkur finnst þetta verðmat út úr korti og satt að segja svolítið 2007,“ segir Guðmundur Rúnar Árnason, formaður bæjarráðs, um niðurstöðu matsnefndar eignarnámsbóta varðandi land í Kapelluhrauni sem Skógrækt ríkisins átti en Hafnarfjarðarbær yfirtók.

Útsvar svipað og í fyrra

Gert er ráð fyrir 25 milljóna króna rekstrarafgangi Kópavogsbæjar, samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár. Áætlunin var lögð fram fyrir umræðu í bæjarstjórn í gær.

Álftanesi skipað að ræða sameiningu

Meirihluti sveitarstjórnar Álftaness samþykkti í gær samkomulag við eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaganna. Samkvæmt því skal þegar hefja viðræður við önnur sveitarfélög um sameiningu við Álftanes. Þá verður lagt tíu prósenta álag á útsvar á næsta ári og álagning fasteignaskatta verður 0,4 prósent af álagningarstofni. Hún er í dag 0,28 prósent. Almennt á að lækka öll rekstrarútgjöld og auka tekjur, meðal annars með eignasölu.

Ekkert fé í kaup á félagsíbúðum

Bæjarráð Vestur­byggðar mótmælir harðlega ákvörðun Varasjóðs húsnæðis­mála um að ekki fáist lengur fjármunir til mótframlags vegna sölu félagslegra íbúða og vegna rekstrarhalla og auðra íbúða sveitarfélaga.

Dræm þátttaka í netkosningu

Tæp sjötíu prósent þátttakenda í netkosningu vefmiðilsins Eyjunnar vilja að Alþingi hafni ríkisábyrgð á Icesave-samkomulaginu. Samtals tóku 7.454 þátt í kosningunni, eða 3,2 prósent kjósenda miðað við kjörskrárstofn til síðustu alþingiskosninga.

Stjúpfaðirinn játaði

Stjúpfaðir tveggja ára drengs í Brasilíu hefur játað að hafa stungið 42 saumnálum á ýmsa staði í líkama hans.

Draga undirritun á langinn

Sergei Lavrov, varnarmálaráðherra Rússlands, segir litlar líkur á að nýr afvopnunarsamningur við Bandaríkin verði undirritaður í vikunni, og kennir samninganefnd Bandaríkjanna um tafir sem orðið hafa.

Evrumaður var leiddur í gildru

Fullvíst er talið að karlmaður, sem um það bil tíu þúsund evrum var rænt af í Súðarvogi síðastliðið þriðjudagskvöld, hafi verið leiddur í gildru.

Tók fíkniefni og stolna glæsikerru

Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun, tók hundruð gramma af amfetamíni og fann stolinn glæsivagn í húsleit í fyrradag.

Ákvörðun ráðherra átti sér ekki lagastoð

Sjávarútvegsráðherra var óheimilt að framlengja úthlutunartímabil byggðakvóta fiskveiðiársins 2006-2007 inn á nýtt fiskveiðiár með útgáfu sérstakrar reglugerðar.

Útsvar á Álftanesi hækkað

Bæjarstjórnin á Álftanesi ætlar að hækka útsvar bæjarins upp í 14,5 prósent. Kristinn Guðlaugsson, forseti bæjarstjórnar, sagði í fréttum RÚV að það væri skelfilegt að setja svona álögur á íbúa sveitafélagsins. Hann áréttaði þó að hugmyndin væri komin frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS).

Hvítá veitt undir hluta nýju brúarinnar

Brúarsmiðir við Hvítá í Árnessýslu vinna að því fram á nótt að veita fljótinu undir þann hluta nýju brúarinnar við Bræðratungu sem er tilbúinn og verður þá unnt að ganga þurrum fótum yfir.

Dæmdur fyrir að stefna stúlku í hættu í kynmökum

Hæstiréttur staðfesti í dag sex mánaða skilorðsbundinn dóm yfir manni sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafði sakfellt fyrir að stefna stúlku í augljósan háska þegar hann í kynmökum við hana setti gúmmíbolta, sem hún taldi vera kynlífsleikfang upp í leggöng hennar og skildi þar eftir án vitneskju hennar.

Jarðskjálfti í Vatnajökli

Jarðskjálfti varð við Kistufell í norðanverðum Vatnajökli rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Skjálftinn var um 3,1 á Richter kvarða að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þar segir einnig að jarðskjálfti af svipaðri stærð hafi riðið yfir á þessu svæði fyrir réttu ári síðan og að jarðskjálftar séu algengir á þessum slóðum.

Götuljós loga lengur í Garðabæ en Reykjavík

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, fór þess á leit við Orkuveitu Reykjavíkur í morgun að götulýsing í Garðabæ yrði strax færð aftur í fyrra horf. Hann segir að öryggi fólks vegi þyngra en sparnaður.

Lést í sjóslysi við Skrúð

Maðurinn sem lést í sjóslysi við Skrúð í gærmorgun hét Guðmundur Sesar Magnússon fæddur 1952. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn.

Harður árekstur á Akureyri

Harður árekstur varð á gatnamótum Kaupvangsstrætis og Glerárgötu á Akureyri. Tveir jepplingar rákust þar á en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri eru engin slys á fólki svo vitað sé. Þrír voru fluttir á slysadeild til skoðunar og aðhlynningar.

Kannabis, amfetamín og stolinn bíll í Mosfellsbæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. Við húsleit fundust um 150 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Á sama stað var einnig lagt hald á 250 grömm af amfetamíni sem voru vandlega falin.

Krabbameinsgen kortlögð

Breskir vísindamenn hafa kortlagt genabyggingu tveggja tegunda krabbameins, húðkrabba og lungnakrabba.

Birgitta: Blaut tuska framan í almenning

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segist hafa fengið jákvæð viðbrögð við máli sínu á Alþingi í morgun. Þar lét þung orð falla þegar að hún spurði iðnaðarráðherra hvort hún teldi að Björgólfur Thor Björgólfsson ætti ekki að skila þýfinu sem hvarf af Icesave reikningunum sem hann bæri beina ábyrgð á. Birgitta var að spyrja ráðherra um lagafrumvarp um gagnaver á Vaðlaheiði sem lagt fram á þingi í fyrradag.

Sjá næstu 50 fréttir