Erlent

Fekk að hitta aldraða félaga

Suu Kyi Mátti yfirgefa heimili sitt.
Nordicphotos/AFP
Suu Kyi Mátti yfirgefa heimili sitt. Nordicphotos/AFP

Búrma, AP Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, fékk að fara úr stofufangelsi á heimili sínu í fyrradag til að hitta þrjá aldraða leiðtoga stjórnmálaflokks síns.

Þau ræddu um breytingar á forystu flokksins. Síðast fékk hún að hitta leiðtoga flokksins í janúar árið 2008.

Suu Kyi er 64 ára og hefur verið í stofufangelsi meira og minna undanfarna tvo áratugi. Leiðtogarnir sem hún hitti eru Aung Shwe, sem er 91 árs, U Lwin, sem er 86 ára og Lun Tin sem er 88 ára.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×