Erlent

Hótelgestir fá afslátt ef þeir búa til barn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Arúbu, þar sem fólk fær vegleg verðlaun fyrir að stunda ástarleiki.
Frá Arúbu, þar sem fólk fær vegleg verðlaun fyrir að stunda ástarleiki.
Karabíska hótelið Westin Resort býður gestum sem dvelja á hótelinu afslátt af gistingu ef þeir geta barn á meðan að á dvöl þeirra á hótelinu stendur. Hótelið er staðsett á karabísku eyjunni Arúba.

Tilboðið sem stjórnendur þar bjóða gestum er að ef þeir geti sýnt fram á að þeir hafi getið barn á meðan að á dvöl þeirra á hótelinu stendur fá þeir afslátt sem nemur allt að 36 þúsund íslenskum krónum næst þegar þeir dvelja á hótelinu.

„Maður þarf að sýna vottorð frá lækni um að barnið hafi komið undir þegar maður bjó á hótelinu," er haft eftir talsmanni hótelsins í Daily Telegraph.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×