Innlent

Lögregla hafði afskipti af veggjakroturum og búðaþjófum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
14 ára gömul stúlka var staðin að þjófnaði í Kringlunni.
14 ára gömul stúlka var staðin að þjófnaði í Kringlunni.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af tveimur veggjakroturum í Kópavogi um kaffileytið í gær. Um var að ræða tvo pilta, 14 og 15 ára, en meðferðis höfðu þeir tvær töskur fullar af spreybrúsum. Lögreglan hafði samband við forráðamenn þeirra og lagt hald á töskurnar og innihald þeirra.

Nokkru síðar var 14 ára stúlka staðin að þjófnaði í Kringlunni. Hún fór í mátunarklefa með tvær flíkur en skilaði bara annarri til baka. Reyndist hún vera í hinni innan klæða og ætlaði sér að yfirgefa verslunina án þess að greiða fyrir flíkina. Hringt var í forráðamann stúlkunnar sem kom og sótti hana.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var stúlka á líkum aldri tekin um svipað leyti fyrir þjófnað í verslun á Laugavegi. Henni var ekið til síns heima en þar var rætt við foreldra hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×