Erlent

Einn af hverjum sjö vill múrinn aftur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Einn af hverjum sjö Þjóðverjum vill gjarnan fá Berlínarmúrinn aftur og telur þessi hópur lífið hafa verið mun betra þegar Þýskalandi var skipt milli austurs og vesturs. Þetta kemur fram í könnun sem tímaritið Stern birtir í tilefni þess að núna í nóvember verða 20 ár liðin frá falli múrsins og kommúnismans. Af þeim sem sakna skiptingarinnar eru ívið fleiri sem á sínum tíma töldust Vestur-Þjóðverjar en þeir telja skattbyrðarnar sem fylgdu enduruppbyggingu gamla Austur-Þýskalands, og lagðar voru á alla þjóðina, engan veginn hafa verið sanngjarnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×