Innlent

Björgólfur Thor: Okkur hefur ekki verið stefnt

Björgólfur Thor.
Björgólfur Thor.

Björgólfur Thor Björgólfsson segir í tilkynningu sem hann sendi frá sér nú í morgun að honum og föður hans, Björgólfi Guðmundssyni hafi ekki verið stefnt vegna vangoldinnar skuldar.

Hann segist vera að semja við Nýja Kaupþing vegna skuldarinnar.

Hann segir ennfremur að Fréttablaðið geri ósmekklega tilraun til þess að sýna fram á að feðgarnir skuldi ríkinu eftir einkavæðingu Landsbankans. Hið rétt sé að bankinn var að fullu greiddur árið 2003.

Yfirlýsinguna má lesa hér:

Vegna fréttar Fréttablaðsins í morgun af skuld minni og föður míns, Björgólfs Guðmundssonar, við Nýja Kaupþing er rétt að taka eftirfarandi fram:

· Hvorki mér né föður mínum hefur verið stefnt vegna skuldarinnar.

· Viðræður um greiðslu skuldarinnar hafa staðið yfir síðustu vikur og mánuði. Ég hef ekki í hyggju að hlaupast undan ábyrgð á greiðslu skuldarinnar, frekar en annarra skulda við íslenskar og erlendar lánastofnanir.

· Í frétt Fréttablaðsins er gerð ósmekkleg tilraun til að gefa til kynna að ég og faðir minn skuldum íslenska ríkinu peninga vegna einkavæðingar Landsbanka Íslands, sem er bæði villandi og undarlegt. Kaupin voru að fullu greidd árið 2003.

Björgólfur Thor Björgólfsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×