Erlent

Náðu skipi sínu úr höndum sjóræningja

Óli Tynes skrifar
Skipið sem rænt var.
Skipið sem rænt var.

Skipverjar á flutningaskipi sem sómalskir sjóræningjar rændu í gær hafa náð skipinu aftur á sitt vald. Skipið er sautján þúsund tonn.

Það er skráð í Danmörku en siglir undir bandarískum fána og áhöfnin er bandarísk. Áhöfnin endurheimti skipið með því að taka einn sjóræningjanna í gíslingu og hóta að drepa hann ef hinir færu ekki frá borði.

Það gerðu sjóræningjarnir en höfðu með sér skipstjóra fragtskipsins sem sinn gísl. Áhöfnin á flutningaskipinu hefur boðið að skiptast á gíslum. Bandarískur tundurspillir er nú kominn á vettvang.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×